Leita í fréttum mbl.is

Of seint og of lítið

Eftir að hafa setið í tæpa 8 mánuði sem dómsmálaráðherra, rumskaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og sagði að íslendingar þyrftu ekki að loka landinu heldur að opna augun og læra af reynslu Norðurlandanna í innflytjendamálum. 

Nú er það svo, að allmargir hafa haft opin augun í meira en tvo áratugi þ.á.m. sá sem þetta ritar og bent á nauðsyn þess, að gripið yrði til róttækra ráðstafanna m.a. að loka landinu fyrir hælisleitendum og taka af alla svonefnda fjölskyldusameiningu. Lágmarkskrafan þar er að engin slík eigi sér stað fyrr en að loknum DNA prófunum til að ganga úr skugga um skyldleika.

Hvað eigum við að læra af reynslu Norðurlandanna. Þau misstu algjörlega tökin á þessum málum. Það sem við getum lært af þeim er að taka þau ekki til fyrirmyndar.

Í Svíþjóð eru hverfi innflytjenda sem lögregla hefur enga stjórn á og fer ekki inn í nema þungvopnuð. Í Noregi hefur verið ófremdarástand vegna fjölda hælisleitenda og m.a. í Osló höfuðborg Noregs eru hverfi sem sama gildir um og lokuðu hverfin í Svíþjóð. Stefna Dana var fráleit, en þar í landi hefur verið skipt rækilega um stefnu af því að ábyrg öfl sáu að þetta var komið út í hreinar öfgar. 

Hvað eigum við þá að læra af Norðurlöndunum og er ávinningur í því að taka upp þeirra kerfi eftir að útlendingum í landinu hefur fjölgað um 50.000 á 8 árum. Nei það er með öllu ljóst að lengra verður að ganga. Tímabundið verður að loka landinu fyrir aðstreymi hælisleitenda og annarra nema sérstakar aðstæður mæli með tímabundinni dvöl þeirra.

Fyrsta skrefið er að viðurkenna að allt regluverkið í sambandi við útlendinga og hælisleitendakerfið sé ófullnægjandi og því þurfi að breyta í grundvallaratriðum. Reglurnar voru settar 1951 og náðu bara til Evrópu til að koma í veg fyrir að sovéskir borgarar, sem flúðu "sæluvist" kommúnismanns þyrftu að þola píningar og hrottalegar aftökur þegar þeim var snúið til baka í blóðugar böðulshendur Stalíns. 

Allt þetta kerfi er fyrir löngu orðið fráleitt á tímum greiðra samgangna og þegar yfir 90% af svonefndum hælisleitendum eru það á fölskum forsendum. Samt sem áður hefur ekki verið brugðist við og allar þjóðir Vestur Evrópu glíma við vandann sem af því leiðir, mikla fjölgun glæpa sérstaklega hryðjuverka, nauðgana og líkamsárása.  

Er dómsmálaráðherra að boða eitthvað sem valda mundi breytingum á þessu ófremdarástandi? Því miður ekki. Í hnotskurn er ráðherrann að segja: 

"Stórnvöld þurfa að hafa yfirsýn og markmið í stefnumótun.

Við þurfum að búa til betri stefnu.

Við þurfum að setja nýjar reglur"

Loks koma svo bjargráðin að afnema séríslenska reglu um lengd dvalarleyfa sem er sjálfsögð og hefði átt að gera fyrir löngu, en mun ekki valda neinum straumhvörfum. 

Síðast en ekki síst og það er lunginn í því sem ráðherrann hafði fram að færa,að ráðherrann ætlar að skipa enn einn starfshóp í málinu innan dómsmálaráðuneytisins. Hefur það reynst heilladrjúgt til þessa eða leitt til hins betra?  Alla vega hefur dómsmálaráðherra ekki þá sýn, en í umræðu um málið sagði hún að mikil fjölgun útlendinga í landinu megi ekki rekja til stefnu stjórnvalda heldur stefnuleysis. Er þá ekki heillaráðið besta sem Þorbjörg Sigríður leggur til að láta fólkið sem hafði með þetta að gera í stjórnsýsluninni haldi áfram að sýsla með frekara stefnuleysi? 

Þegar þessi ummæli dómsmálaráðherra eru tekin saman þá þýða þau, að engin stefna hefur verið mótuð þá 8 mánuði sem hún hefur setið. Meiningin er að gera það innan ráðuneytisins. Það hefur heldur betur gefist svo vel hingað til. 

Af orðum ráðherra verður þá ekki annað skilið en í raun eigi lítið að gera sem máli skiptir nú þegar virkileg nauðsyn er á ótvírræðri stefnumótun um það að Íslendingar ætla að halda áfram að lifa á Íslandi og gæta að tungu sinni og menningu og gera þá kröfu, að íslensk yfirvöld hafi stjórn á landamærunum og þeim verði lokað fyrir hælisleitendum meðan þjóðin vinnur úr þeim vanda að hafa tekið við 50 þúsund útlendingum á síðustu 8 árum. 

Það verður að taka til hendinni strax Þorbjörg Sigríður en ekki halda áfram siglingunni sofandi að feigðarósi. 

 

 


mbl.is Fjölgun kallar á nýja og betri stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 489
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 4206
  • Frá upphafi: 2580386

Annað

  • Innlit í dag: 467
  • Innlit sl. viku: 3954
  • Gestir í dag: 459
  • IP-tölur í dag: 447

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband