Leita í fréttum mbl.is

Hverjum klukkan glymur

Kirkjuklukkum verður hringt kl. 13 í dag að boði bískups transkirkjunnar, til stuðnings Gasabúum í samkirkjulegu átaki evangelísk lútherskra kirkna í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Athygli vekur að kirkjur í Danmörku, Grænlandi og Færeyjum skuli ekki vera með. Af hverju skyldi það nú vera?

Í skrifum sínum nefnir biskupinn ekki að minnst skuli örlaga gíslana sem hryðjuverkasveitir Hamas tóku og hafa verið með kvenkyns gísla í kynlífsánauð og reglubundið pyntað þá með ógeðslegum hætti og myrt. Ekki er minnst á örlög þeirra sem hryðjuverkasveitirnar drápu með misviðbjósðslegum hætti eða ungu konunnar sem var hópnauðgað áður en hún var drepin og líki hennar ekið um götur Gasa borgar, þar sem íbúarnir sem á horfðu skyrptu á líkið til að sýna því óvirðingu og klöppuðu hryðjuverkasveitunum lof í lófa. 

Í dyggðaflöggun þjóðkirkunnar og klukknahringingu verður ekkert minnst á þetta enda transþjóðkirkjur þeirra landa sem standa að klukknahringingunum fyrir löngu komnar úr sambandi við inntak trúarlegrar boðunar en halda verkhelgina í hávegum og fara að eins og Jesús lýsti Faríseunum, að þær sía mýfluguna en svelgja úlfaldann. 

Á sama tíma og kirkjudeildir fáránleikans á Íslandi og víðar hringja kirkjuklukkum sínum í því sem er í raun fordæming á Ísrael,  krefjast Egyptar, Katarar og Sádi Arabar þess að hryðjuverkasamtökin Hamas leggi niður vopn til að friður komist á í Gasa. Þeim þjóðum er ljóst hverjir það voru sem hófu þennan hildarleik og hvað þarf til að honum ljúki og hverjir bera alla ábyrgðina á að svona er komið. En ekkert af þessum staðreyndum ratar til vitundar transþjóðkirkjunnar á Íslandi. 

Ég hef ítrekað kallað eftir aðgerðum þjóðkirkjunnar varðandi málefni kristins fólks sem sætir ofsóknum,frelsisskerðingu og er myrt í þjóðernishreinsunum í Írak, Sýrlandi, Nígeríu, Pakistan og víðar. Sérstaklega var ég með ákall um þetta þegar Ísis dauðasveitirnar hnepptu tugi þúsunda Yasída og Kristinna í þrældóm þar á meðal konurnar í kynlífsþrælkun og þær voru seldar á markaðstorgum borganna sem Ísis réð. Ekki einni einustu kirkjuklukku var hringt á þeim tíma af hálfu þjóðkirknanna sem ætlar nú að stilla saman bjölluhljóm sinn, til stuðnings málstaðar dauðaveita Hamas.

Vík burt frá mér Satan sagði Jesús við Pétur postula þegar hann mælti gegn því að Jesús mundi þjást og líða og Pétur sá að það var rétt sem frelsarinn sagði og lét af villu sinni. 

Ætli sá tími komi að transþjóðkirkjur Skandínavíu og Íslands sjái að sér og víki frá villu sinni og standi með kristnu fólki sem er ofsótt í öllum hinum múslimska heimi og víðar í þjáningum þeirra. Þar er verk að vinna.  Þetta bjölluat jafnvel þó kirkjubjöllur séu notaðar auka ekki veg kirkjunnar.   


Bloggfærslur 7. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 698
  • Sl. sólarhring: 894
  • Sl. viku: 5314
  • Frá upphafi: 2581598

Annað

  • Innlit í dag: 665
  • Innlit sl. viku: 5003
  • Gestir í dag: 628
  • IP-tölur í dag: 610

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband