Leita í fréttum mbl.is

Rússarnir koma

Fátt er skelfilegra en þverpólitískar nefndir og samráðshópar, sem komast að sameiginlegri niðurstöðu á grundvelli hjarðeðlis nefndarmanna oft um alranga niðurstöðu.

Samráðshópur þingmanna um varnar- og öryggismál komst að einni réttri niðurstöðu, að efla bæri öryggissamstarf við Bandaríkin, en hrapar síðan að rangri niðurstöðu að framlög Íslands til varnarmála skuli aukast á stórfelldan hátt á næstu árum vegna ógnarinnar sem okkur á að stafa af Rússum.

Engin þingmaður virðist hafa spurt þeirrar spurningar hvort öryggisógnin frá Rússlandi réttlætti það vígbúnaðarkapphlaup og viðbúnað sem Evrópa hefur hafið? Hvað þá hvort þeim fjármunum sem við mundum eyða í þetta sé ekki peningum kastað á glæ.

Sú var tíðin, að til voru Sovétríkin sem stefndu að heimsyfirráðum skv. yfirlýstum marxískum áherslum og þá náði veldi þeirra um Rússland, alla Austur Evrópu inn í mitt Þýskaland. Löndin voru lokuð fyrir erlendum fréttaflutningi og ferðir fólks vestur eða austur fyrir hið svokallaða járntjald voru tkamarkaðar. 

Síðan féll Berlínarmúrin fyrir rúmum 35 árum og þjóðir Austur Evrópu köstuðu af sér oki kommúnismans. Eftir það náði Rússland lengst í vestur að landamærum Úkraínu mörg hundruð kílómetrum austar en verið hafði.  Rússland hefur  í dag enga sömu burði til sóknar í styrjöld, sem Sovétríkin höfðu. Þeir ná ekki einu sinni að klára stríð viðmun minni þjóð við eigin landamæri. 

Rússland er með álíka fjárhag og Ítalía eða Texas. Ferðafrelsi ríkir og landið er ekki lokað frá erlendum fréttamiðlum. Helsta váin varðandi Rússland stafar af því að vestræn ríki og stjórnmálamenn hafa reynt að útiloka Rússa frá samstarfi árum saman í stað þess að reyna eftir mætti að aðlaga samband okkar Evrópubúa við þá til að búa til nýtt hagvaxtar og velmegunartímabil í Evrópu. 

Í því sambandi er mikilvægt að ljúka stríðinu í Úkraínu. Bandaríkjaforseti hefur lagt sitt lóð á þá vogaskál, en margir evrópskir leiðtogar hafa þvælst fyrir og ekki verður annað séð, en að utanríkisráðherra hafi skipað sér í þann hóp. Nefndin hefur sennilega ekki rætt þau atriði.

Á meðan samráðshópnum verður tíðrætt um þá ógn sem stafar af Rússlandi og Kína og ekki skal gert lítið úr ógninni frá síðarnefnda ríkinu, þá hafa þeir vanrækt viðbrögð við "ógninni sem kemur innan frá" og fráhvarfi frá þeim gildum og mannréttindum einkum tjáningarfrelsinu sem við eigum að verja eins og varaforseti Bandaríkjanna benti réttilega á s.l. vor.

Þar gagnrýndi varaforsetinn stjórnmálamenn í Evrópu, sem opnuðu fyrir flóðgáttir milljóna innflytjenda án þess að nokkrar upplýsingar liggi fyrir um þá m.a. sakaferil. Þetta er gert án þess að lánlausir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu spyrji eigin þjóðir og fari að vilja þeirra, um leið og þeir stinga höfðinu í sandinn fyrir afleiðingunum af þjóðfélagslegri helstefnu sinni.

Samráðshópurinn um öryggis og varnarmál hefði átt að taka á þeim viðfangsefnum, sem varaforseti Bandaríkjanna benti á. Það er helsta ógnin sem að okkur stafar og við henni verður að bregðast. Gjörbreyta verður reglum um útlendinga til að koma í veg fyrir frekari ógn við öryggi og lýðræðisleg gildi í samfélaginu.

En við þurfum ekki að standa í vígbúnaðarkapphlaupi vegna meintrar ógnar í austri. Það kapphlaup munum við aldrei ná árangri í.

Þar er verið að henda peningum á glæ. 

 

 


Bloggfærslur 15. september 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 368
  • Sl. sólarhring: 1049
  • Sl. viku: 2770
  • Frá upphafi: 2601144

Annað

  • Innlit í dag: 331
  • Innlit sl. viku: 2589
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband