Leita í fréttum mbl.is

Hvað er tveggja ríkja lausn?

Hvað er tveggja ríkja lausn milli Ísrael og Palestínumanna? Utanríkisráðherra Íslands, forsætisráðherra og fjöldi vinstri sinnaðra ráðamanna í Evrópu tala um tveggja ríkja lausn, án þess að segja hvað þeir eiga við. Af orðum þeirra má ráða, að Ísrael sé alfarið um að kenna að þessi svokallaða tveggja ríkja lausn hefur ekki orðið að veruleika.

Það er rangt og sýnir takmarkaða söguþekkingu þessara pólitísku dverga.

Oslóarsamningarnir svokölluðu fólu í sér að Palestínumenn hefðu eignast sitt eigið ríki á hinum svonefnda Vesturbakka og Gasa. Það sem kom í veg fyrir það var að forustumenn Palestínu vildu ekki samþykkja þá lausn.

Síðan stóðu þeir fyrir annarri uppreisninni (Intifada) sem þeir kölluðu svo, þar sem hátt í tvöhundruð unglingar voru sendir með sprengjuvesti til Ísrael til að drepa sem flesta og þeim tókst að drepa rúmlega þúsund Gyðinga með þessu.

Ef til vill má minna á eftirfarandi sem varðar undirbúning að og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna:

1978 Camp David samkomulagið.

1993 Oslóarsamningarnir svokölluðu sem undirritaðir voru í Egyptalandi

2005 Ísraelsmenn fara frá Gasa og afhenda PLO lyklana. Afleiðingin af því var að Hamas tók yfir völdin og stöðugar árásir á Ísrael byrjuðu, flugskeytaárásir o.fl. sem náðu hámarki með fjöldamorðunum og gíslatökunni 7. október 2023

2000 Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseti hefur bent á að í Camp David viðræðunum árið 2000 hafi Palestínumenn komið í veg fyrir að sjálfstætt ríki Palestínumanna yrði stofnað og segist hafa sagt „You walk away from these once in a lifetime peace opportunities“

2005 Ísraelsmenn fara frá Gasa einhliða ákvörðun þeirra. Skömmu síðar byrjar Hamas að skjóta eldflaugm á Ísrael og gerir síðan innrás í Ísrael 7.okt.2023, með fjöldamorðum og hræðilegum hryðjuverkum.  

 

2008 Ríkisstjórn Ehud Olmert fellst á allar kröfur Palestínumanna m.a. sjálfstætt ríki með höfuðborg í Austur Jerúsalem. Því boði var sýnd algjör lítilsvirðing. Hver skyldi nú hafa hafnað þessu tilboði? Enginn annar en leiðtoginn mikli Mahmoud Abbas, sem er á 21 ári 4.ára valdatímabils síns en kosningar hafa ekki verið haldnar á Vesturbakkanum síðan árið 2004. Árið 2023 skömmu fyrir hryðjuverkin 7.okt. afsakaði hann þjóðarmorð nasista á Gyðingum í ræðu.

Ísraelsmenn hafa ítrekað boðið Palestínumönnum Vesturbakkann og Gasa gegn viðurkenningu á Ísrael og samstöðu um friðsamlega sambúð. Því boði hafa Palestínumenn ítrekað hafnað.

Spurningin er, hvað eiga vestrænir stjórnmálamenn við þegar þeir segjast tala fyrir tveggja ríkja lausn og fordæma Ísrael í leiðinni. Vilja þeir að ríki Palestínumanna nái yfir meira landsvæði en Vesturbakkann og Gasa og sé svo hvað þá til viðbótar?

Ísrael hefur ekki staðið í vegi fyrir að sjálfstætt Palestínuríki yrði til. Það hafa Palestínumenn gert sjálfir eins og þessi upprifjun sýnir.

Vill Þorgerður Katrín e.t.v. að ríki Palestínu nái yfir allt Ísrael en sé ekki svo hvað þá? Þó stjórnmálamenn bulli oft á tíðum þá verður samt að krefjast þess að þeir geri með fullnægjandi hætti grein fyrir hvað þeir eru að meina einkum þegar um atriði er að ræða, þar sem utanríkisráðherra snýst nú gegn góðri vinaþjóð Íslands og vill útiloka hana frá þáttöku í fjölþjóðlegu menningar- og listastarfi, loka fyrir viðskipti við landið og meina kjörnum fulltrúum þeirra að koma til landsins .

Hvað eiga Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir við með tveggja ríkja lausn? Skyldu þær vita það sjálfar?


Bloggfærslur 21. september 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 277
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 3547
  • Frá upphafi: 2604323

Annað

  • Innlit í dag: 257
  • Innlit sl. viku: 3311
  • Gestir í dag: 253
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband