Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra misnotaði tækifærið

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) halda upp á 80 ára afmæli sitt þessa daganna. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra þingheim með sérstakri áherslu á kvennaráðstefnu sem haldin var í Peking fyrir 30 árum. 

Þar sem Kristrún stóð og þrumaði yfir karlaveldinu í Íslömsku ríkjunum, þar sem konur fá iðulega ekki að fara í skóla,vinna, keyra bíl eða fara út nema í fylgd karlmanna, þá var engu orði vikið að nauðsyn mannréttinda og jafnstöðu kvenna þar sem þau eru fyrir borð borin. Forsætisráðherra hafði ekki döngun í sér né hugrekki til að segja þessu liði til syndanna og fordæma kvennakúgun þar sem  hún viðgengst. Hvað þá að víkja að kynlífsánauð og raunverulegu þrælahaldi sem milljónir kvenna þurfa að þola. Ræðan var því miður lítilsgilt glamur.

Fyrst forsætisráðherra fékk tækifæri til, þá var fráleitt að nota það ekki til að víkja að þursaveldunum í jafnstöðumálum og krefjast þess að þau verði að hlíta Mannréttindasáttmála SÞ þ.e. þess viðtekna en ekki sérútgáfunni fyrir múslimaríkin. Því miður brást forsætisráðherra og klúðraði þessu tækifæri.

 Það var í anda allra glamuryrða forsætisráðherra að hún skyldi  enda ræðu sína með því að leggja sérstaka áherslu á réttindi transfólks í sambandi við jafnstöðubaráttu kvenna. 

Forsætisráðherra stofnanaveldisins áttar sig ekki á, að barátta kvenna snýst m.a. um að konur haldi sínum réttindum sem konur. Þær þurfi ekki að keppa við transkonur í íþróttum og haldi sínum griðarstöðum með sérstökum klósettum fyrir konur þannig að þær þurfi ekki að fást við útpissaðar klósettsetur auk annars þar sem griðlandið hefur verið frá þeim tekið.

Það sýnir því miður slaka dómgreind að blanda saman ólíkum hlutum jafnvel í hátíðarræðum. Trans og kvennabarátta er sitt hvað.   

 


Bloggfærslur 26. september 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 408
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 3144
  • Frá upphafi: 2607026

Annað

  • Innlit í dag: 384
  • Innlit sl. viku: 2961
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 366

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband