Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama sr. Jón og Immam Muhammed

Aðstoðarritstjóri Daily Telegraph ritar athyglisverða grein: "Það eru lög sem varða refsingu við guðlasti, sem vernda bara ein trúarbrögð." Hann bendir á að réttarfarið í Bretlandi sé tvískipt, annars vegar fyrir múslima og síðan hina. Sama þróun virðist vera hér á landi þessvegna á greinin erindi til okkar:

„Dómsmálaráðherrann sagði á BBC að það væri fráleitt að það væri tvenns konar réttarkerfi í Bretlandi. Hann á þakkir skyldar fyrir tilraun til að fullvissa okkur, en ég vona að hann fyrirgefi að ég efist.

Eftir að hægri áhrifavaldurinn Charlie Kirk var myrtur sagði ung vinstri kona á samfélagsmiðli: „F---ing kill them all“ (Drepum þá alla) Eftir að hafa skoðað ummælin ákvað lögreglan að „ekkert afbrot hefði verið framið.“

Þetta kom okkur sem munum eftir dómnum yfir Lucy Connolly á óvart eftir að hún hafði sagt mun varfærnari orð en þessi á samfélagsmiðli, sem hún fjarlægði fljótlega, en var samt dæmd í fangelsi í 31 mánuð.

Í febrúar kveikti maður í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið. Múslimi sem sá það hrópaði „Ég ætla að drepa þig“ og réðist á manninn vopnaður hnífi. Fyrri maðurinn var dæmdur fyrir alvarlegt brot á almannafriði og býr nú í felum eftir að hafa verið varaður við vegna morðhótana. En hvað með manninn með hnífinn? Hann sagðist vera að vernda trúarbrögðin sín og var dæmdur í 20 vikna skilorðsbundna fangelsisrefsingu, samfélagsþjónustu í 150 klukkustundir og 10 daga endurhæfingu.

Ég er ekki einn um að finnast þessi refsing ansi væg. Ef hvítur maður hefði sveiflað hnífi og ráðist á múslima fyrir guðlast í garð kristinnar trúar, yrði hann dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi. Sagan hér að ofan sýnir, að það er hafið yfir skynsamlegan vafa, að við höfum tvenns konar réttarfar og refsing við guðlasti gildir bara fyrir ein trúarbrögð, Íslam.

Fjölmenning eru algjör mistök. Fjölmenningarþjóðfélag þyrfti að koma fram með sama hætti gagnvart öllum. Við getum ekki tekið helgirit einna trúarbragða eða móðganir eins og það hafi meira vægi eða sé mikilvægara,en helgirit og móðganir gagnvart öðrum.

E.t.v. finnst okkur við eiga engan valkost. Við heyrum ekki um reitt kristið fólk sem reynir að stinga fólk til bana fyrir að kveikja í Biblíunni. Við höfum heldur ekki dæmi um að móðir sem er múslimi, þurfi að heimsækja hverfiskirkjuna og biðja um fyrirgefningu og grið eftir að einhverfum syni hennar 14 ára gömlum varð á að henda Biblíunni. Heyrum við sögur af æstum skríl kristins fólks sem mótmælir fyrir utan skóla þar sem kennari hefur sýnt nemendum myndir af Jesús?

Ef lög um guðlast gilda bara fyrir ein trúarbrögð, þá er það e.t.v. vegna þess að yfirvöld eru skelfingu lostin yfir hvað gæti gerst ef svo væri ekki. 

Í fjölmenningasamfélaginu í Bretlandi er aðalatriðið hjá yfirvöldum að forðast ólgu í samfélaginu. Við vitum hvaða ólgu þau hræðast mest. Heigulsháttur mun ekki leysa neitt. Þegar til lengri tíma er litið mun það valda enn meiri vandamálum.

Forsætisráðherra segir að þegar fólk komi til landsins þá þurfi það að aðlagast þjóðfélaginu. Þessi fullyrðing er fráleitari nú en nokkru sinni áður. Margir sem koma hingað hafa það alveg á hreinu að þeir þurfa ekki að aðlagast neinu. Þeim finnst að við ættum að aðlaga okkur að þeim."

Því miður virðist sama vera að gerast hér vegna sofandaháttar stjórnmála- og fréttaelítunnar. Það borgar sig að byrgja brunninn áður en réttlætið dettur ofaní.


Bloggfærslur 28. september 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 564
  • Sl. sólarhring: 764
  • Sl. viku: 3798
  • Frá upphafi: 2608571

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 3551
  • Gestir í dag: 506
  • IP-tölur í dag: 487

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband