Leita í fréttum mbl.is

Unwelcome to Iceland

Sama dag og palestínskir hryðjuverkamenn drápu 6 borgara í Jerúsalem og særðu 8 lífshættulega stóð utanríkisráðherra fyrir fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis til að gaumgæfa hvernig Ísland gæti valdið Ísraelsmönnum mestum skaða. 

Á árum áður var stefna Íslands, að safna vinum og varast að búa til óvini og hafa ekki afskipti af hernaðaraðgerðum. Nú safnar utanríkisráðherra óvinum og styður hernaðaraðgerðir erlends ríkis.

Fyrst og fremst á þó að gera Ísrael allt til miska og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir með eftirkonu sinni og gerir hennar orð að sínum.

Hver skyldi annars vera stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málum ef hún er þá einhver? 

Eins og í öðrum málum eru allar aðgerðir ráðherrans þaulhugsaðar og vel grundaðar í hvívetna og munu vafalaust valda miklu tjóni þó ekki sé ljóst hver bæri hallann þegar upp er staðið. Utanríkisráðherra segir að það megi þá altént taka viljann frir verkið og senda eigi táknræna yfirlýsingu um að fríverslunarsamningur við Ísrael á vettvangi EFTA verði ekki uppfærður þó honum verði ekki sagt upp enda muni það ekki hafa nein áhrif á Ísrael að mati utanríkisráðherra. Til hvers eru þá refirnir skornir?

Rúsínan í pylsuenda tillagna utanríkisráðherra er að banna tveim ísraelskum ráðherrum Ita­m­ar Ben-Gvir þjóðarör­ygg­is­ráðherra og Bezalel Smotrich fjár­málaráðherra að heimsækja Ísland. Djöfullegri tillögu gat Þorgerður Katrín ekki bryddað upp á. Hugsið ykkur ef öðrum hvorum mannanna skyldi detta í  hug að bjóða vini sínum á dirty weekend í Reykjavík eða konu sinni í dekurhelgaferð, þá yrði hann að hætta við, sem yrði honum "óbærilega sársaukafullt" og mikill harmur að honum kveðinn, þó ekki sé vitað til þess, að þessir tveir ráðherrar hafi nokkru sinni látið sér til hugar koma að heimsækja framsækna kvennfélagið norðan Helkunduheiðar eða önnur félagsmála eða náttúrufyrirbrigði á landi hér.

Ekki verður séð að Ísraelska ríkið geti haldið áfram hernaðaraðgerðum sínum á Gasa með mikilli reisn þegar refsiaðgerðir Þorgerðar Katrínar og utanríkismálanefndar fara að bíta. Leitun er í veröld hér að annarri eins útsjónasemi, lævísri brellu og fláttskap, sem að vísu engin skilur inntakið í enda inntakið það sama og botninn í Borgarfirðinum.

Ísraelsmenn munu síðan vafalaust kunna Íslandi verulegar þakkir fyrir að senda þeim þessa kveðju sama dag og þeir eiga um sárt að binda eftir enn eina hryðjuverkaárás á borgara í Ísrael. 

Það kemur hinni hugumstóru frenju í utanríkisráðuneytinu ekki við. Ekki frekar en Þórdísi undanfara hennar eða fréttastofu RÚV. 


Bloggfærslur 8. september 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 221
  • Sl. sólarhring: 1127
  • Sl. viku: 4362
  • Frá upphafi: 2598595

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 4079
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband