Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga Ingibjargar Sólrúnar.

Í grein í Fréttablaðinu í dag leggur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar til, að skipuð verði pólitísk sátta- og samninganefnd til að leiða ágreiningsmál okkar við Breta og Hollendinga til lykta. Í samninganefndina veljist fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Ingibjörg vill til að nefndin leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái umboð til að semja fyrir Íslands hönd.

Mér finnst ástæða til að taka undir þessa tillögu Ingibjargar. Nefndin gæti þá látið reyna á málið og reynt að fara á byrjunarreit með málið eins og Eva Joly leggur til. Það sem gæti verið vandamál í því sambandi er þó að ríksstjórnin er búin að skrifa undir þjóðréttarsamninga tvisvar sinnum um Icesave málið.

En skyldu þau Steingrímur J. Sigfússon sem skipaði vanhæfu samninganefndina og Jóhanna Sigurðardóttir taka undir þessa tillögu Ingibjargar? Sennilega ekki. Sennilega líta þau svo  á að slíkt feli í sér  áfellisdóm yfir sérog ríkisstjórninni.  Raunar er það rétt.

Tillga Ingibjargar felur í sér ákveðinn áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Öllum nema þeim skötuhjúum hefur verið ljóst frá byrjun að saminganefnd Íslands var illa skipuð & brást gróflega.  Ingibjörg er bara að segja það SAMA og Heilbrigð skynsemi hefur sagt í rúmt ár, alltaf augljóst að skipa yrði "nýja & HÆFA nefnd" - kalla svo til FRAKKA sem sáttasemjara & tryggja einnig aðkomu EB sem ber gríðarlega ábyrgð á þessu Icesave klúðri, enda regluverk þeirra meingallað og EB hefur ítrekað viðurkennt þá staðreynd.  Fráfarandi & núverandi stjórnvöld hafa haldið glæpsamlega illa á þessu máli.  Ömurlegt að upplifa að SteinFREÐUR & Jóhanna eru í raun enn í dag að tala málstað UK & Hollands, í stað þess að VERJA sjónarmið OKKAR, þau verða að fara að spila með réttu liði - sjá blog færslu mína!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hefur þessi tillaga ekki áður komið fram og þá frá samflokksmanni þínum Pétri Blöndal - gerum Pétri hærra undir höfði frekar en þessari Ingibjörgu eða heitir hún það ekki.

eflaust ágætis tillaga hvor sem á en ef við blöndum henni pólitík of mikið í þetta þá fellur þetta um sjálft sig þe án viðunandi niðurstöðu nema þá að sama vilteysan haldi áfram þe pólitískur skiptimarkaður nokkuð sem flest okkar viljum ekki meira Jón.

Absalut verður að kjósa - þjóðin á rétt á því og því tel ég mjög mikilvægt fyrir td Sjálfstæðisflokkinn að passa nú vel upp á fjölskylduna, atvinnurekenduna sem og alla nýsköpun - svo má toppa þetta og auka vinsældir flokksins yfir 50% ef ráðist yrði með sýnilegum hætti á stjórnsýsluna með "svilvirkni og sparnað" sem formerki - svo gæti td Sjálfsæðisflokkurinn hafist handa við að jafna kjör fólks á milli lífeyrissjóða - hér á ég vissulega við ákveðin lífeyrissjóð þann eina í landinu sem nýtur Ríkis-ábyrgðar  þarft verk og væri vel umbunað af landsmönnum flestum.

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 13:12

3 identicon

Heyr heyr fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, loks talar einhver af skynsemi.

kv.Guðrún  

Guðrún (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:50

4 identicon

60 þúsund manns skoruðu á Forsetann að hafna lögunum og senda valið til þjóðarinnar sem vel að merkja hefur verið um 70% á móti því að taka á sig þær byrðar sem Icesave kemur til með að lenda á þjóðinni.  Nú allt í einu er forsetinn hefur orðið við þessari ósk virðist allir hrökkva í baklás og skríða í grenin sín með skottið á milli lappanna og ætla af undirlægju við Breta og Hollendinga að samþykkja lögin.  Er hægt að vorkenna svona þjóð.?  Hún á ekkert gott skilið ef hún getur ekki staðið á því að verja komandi kynslóðir við að fæðast í skuldafangelsi.

Fólk ætti að vera farið að átta sig á að ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms og þeirra farþega á þingi, hefur slegið skjaldborg um fjármagnseigendur, Lífeyrisjóði og Banka og gætt þess að þessir aðilar skaðist ekki meira en orðið er á meðan fjölskyldum og einstaklingum blæðir út, kannski kemur að þeim klukkutíma fyrir næstu kosningar.

VG hafa brotið og svikið öll loforð sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar og koma til með að gera það svo lengi sem þeir geta haldið völdum.

Mér þótti verst að Forsetinn setti ekki á þjóðstjórn til að losna við þetta rusl af þingi.

P.S. Bretar og Hollendingar verða að samþykkja að setjast að samningarborði einu sinni enn, en það er vandsé afhverju þeir ættu að gera það, nema þeir yrðu beittir þrýstingi heima fyrir, en hver veit.

Kannski sjá þeir sér hag í að gefa eftir af þeim kröfum og greiðslum sem valdhafar þessa lands hafa samþykkt að láta þjóðina taka á sig.

En ég efast um það, af þeirra hálfu hafa þeir lokið samningum um þetta mál.

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:03

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Jakob þú hefur réttilega bent á þetta eins og raunar fleiri.

Jón Magnússon, 7.1.2010 kl. 17:07

6 Smámynd: Jón Magnússon

Jú þetta er alveg rétt hjá þér Jón. En það sem er athyglivert er að fyrrum formaður Samfylkingarinnar lýsir með þessari grein og tillögugerð í raun vantrausti á þau Steingrím J. og vinkonu sína Jóhönnu.  Það er síður en svo að ég vilji gera lítið úr tillögu Péturs eða ýmissa annrra sem hafa talað með svipuðum hætti og Ingibjörg Sólrún núna. Það sem er merkilegt hins vegar eru þessi ummæli vegna stöðu hennar og staðsetningar.

Jón Magnússon, 7.1.2010 kl. 17:09

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já en það dettur mörgum það sama í hug og Ingibjörg á ekki höfundarréttinn á skynseminni.

Jón Magnússon, 7.1.2010 kl. 17:10

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er mikið til í þessu Lárus. Ég held þó að stór hópur þeirra sem skrifaði undir hafi talið að með því væru þeir að hafna Icesave skuldbindingunum. Alla vega þekki ég marga sem skrifuðu undir áskorunina í þeirri trú. Ég tel að mestu mistökin hafi verið gerð þegar Steingrímur J. ákvað að skipa formann og varaformann samninganefndarinnar sérstaka vini sína í stað þess að velja forustu nefndarinnar út frá hæfileikum. Var einhver að tala um spillingu í mannaráðningu og nepótisma?

þessi ríkisstjórn gerir sig seka um allt það sem þeir fordæmdu áður. Sbr. nú síðast upplýsingar DV um kúlulán nýráðins forstjóra Bankasýslu ríkisins. Einn bankamaður var hrakinn úr starfi vegna slíks fyrir ári síðan. Nú er annar kúlulánshafi skipaður í forustu við endurreisn fjármálalífsins. Athyglivert.

Jón Magnússon, 7.1.2010 kl. 17:16

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil benda á: Viðtalið við Evu Joly

sem tekið var í dag.

En, hún leggur til, að við fáum milligönguaðila, einna helst Frakka eða Þjóðverja.

------------------------

Ég styð að sjálfsögðu hugmyndir, um þverpólitíska sáttanefnd.

Eitt annað:

Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!

Við þurfum, einmitt að notfæra okkur það, að Ísland sé aftur í fjölmiðlum, til að ná athygli fólks, komma okkar sjónarmiðum að.

En, það þarf að vinna hratt, því í fjölmyðlaumræðu er t.d. ein vika mjög langur tími.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 22:32

10 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Hvernig stendur á því að sama hver segir hvað í íslenskum stjórnmálum, þurfa andstæðingar þeirra alltaf þurfa að snúa því upp í neikvæðni eins og þú gerir með því að lýsa því yfir að IS lýsi með þessari skynsamlegu tillögu vantrausti á einhverja. Á Íslandi eru augljóslega ekki til stjórnmál, þau breyttust einhverntíma í trúarbrögð og þverpólítíks samvinna gengur álíka vel og samvinna gyðinga og múslima. Því miður geldur almenningur fyrir þennan fundamentalisma sem er jafn útbreyddur til vinstri sem hægri.

Burtséð frá hvort framtíðarsamfélag á Íslandi eigi að vera samfélag markaðshyggju eða félagshyggju ættuð þið öll að geta verið sammála um að reyna að takmarka fall lífsgæða næstu árin. Farið nú að vinna saman að því, þið getið svo farið að pexa aftur þegar atvinnustigi og lífsgæðum frá 2006 er náð aftur.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 23:57

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkistjórnin hefur haldið óhemju illa á þessu máli og þáttur Steingríms (eins og þú raktir ágætlega í erindi á Sögu) þegar hann skipaði vin sinn Svavar er honum til minnkunar.

Það væri mikilsvert að samninganefndin yrði skipuð þjóðréttarfræðingum, lögfræðingum með sérþekkingu í Evrópurétti. 

Mest um vert er þó að hér á landi sé þjóðarsamstaða, annars verður samninganefndin með veikt umboð sem gagnaðilinn mun nýta sér til hins ýtrasta .

En svona nefnd þarf líka að hafa pólitíska vigt. Ég veit að þú ert ósammála mér en ég tel að ÓRG væri mun sterkari fulltrúi en Jóhanna og nefndin myndi þar að auki njóta stuðnings Evu Joly.

Samningsstaða Íslendinga verður augljóslega sterkari þegar þjóðin  hefur hafnað núverandi lögum, helst með miklum mun.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 10:21

12 identicon

Þetta er auðvitað rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu og einnig hjá þeim fjölmörgu sem hafa bent á að þverpólitísk samstaða með fulltingi góðra sérfræðinga væri besta leiðin í samningum við Breta og Hollendinga.

Þvergirðingsháttur og stífni Steingríms Jóhanns og Jóhönnu hefur vissulega verið til skaða en afstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki hjálpað til að fá skynsamlega úrlausn í þetta stóra mál.

Nú virðist komin upp alvarleg pólitísk pattstaða. Að fá lögin í þjóðaratkvæði er heimska og slys og ótrúlegt ef stjórnmálaleiðtogar helstu flokkanna láta við gangast að taka þá áhættu og leggja út í þá óvissu sem þjóðaratkvæðagreiðslan getur haft í för með sér. Þetta er ekki rétti tíminn til að kljúfa þjóðina.  

En það þarf að höggva á hnútinn. Sjálfstæðismenn yrðu menn af meiri ef þeir sýndu frumkvæði og kæmu með skynsamlegar tillögur um þverpólitíska lausn.

Einar J (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband