Leita í fréttum mbl.is

Skynsemi eða mistök.

Það hefði verið skynsamlegra að ráða vanan samningamann en Svavar Gestsson sagði forsætisráðherra í kastljósi í gær. Hún viðurkenndi samt ekki að það hefðu verið mistök að fá Svavar Gestsson til verksins.  Þessi hárfína túlkun á mismun skynsemi og mistaka er þeim einum lagið sem setið hafa lengur á Alþingi en minnisbestu menn muna. 

Almenn skynsemi segir manni hins vegar að sé eitthvað skynsamlegt sem maður gerir ekki þá séu það mistök. Það hljóta að vera mistök að gera ekki það sem er skynsamlegast. 

Annað vakti einnig athygli í viðtalinu við Jóhönnu en það var yfirlýsing hennar um getuleysi ríkisstjórnarinnar til að hafa  stjórn á bönkunum.  Þannig reynir hún að koma sér, vanhæfum viðskiptaráðherra, ríkisstjórn og flokki sínum undan ábyrgð á milljarðaniðurfellingu bankanna á skuldum útrásarvíkinga og meðreiðarsveina þeirra. Milljarðaniðurfellingum sem miða að því að  halda gjaldþrota fyrirtækjum þessara Matadorspilara áfram undir þeirra stjórn.

Þegar Steingrímur J. Sigfússon talaði um að það þyrfti að frysta eignir auðmanna átti hann þá við að það þyrfti að frysta þær í höndum og undir stjórn auðmannanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband