Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra, lýðræðið og þjóðin

Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að hún ætlaði ekki að nýta lýðræðisleg réttindi sín og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Forsætisráðhera ætlar að sitja heima og fara hvergi á kjörstað. Með því gefur forsætisráðherra ákveðin skilaboð til þjóðarinnar. Hún er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og getur ekki mætt á kjörstað til að nýta sér þá þrjá valkosti sem eru í boði. Það að segja já, nei eða sitja hjá.

Staðreyndin er raunar sú að forsætisráðherra og fjármálaráðherra börðust fyrir samþykki þeirra laga sem nú verða borin undir þjóðaratkvæði og sögðu ítrekaða í þringræðum að mikilvægt væri að samþykkja lögin. Nú þegar lögin eru borin undir þjóðina þá treystir forsætisráðherra sér ekki til að kjósa með sínum eigin lögum og óvíst hvort fjármálaráðherra gerir það. ´

Hvað hefur breyst? Gilda ekki sömu rök og sjónarmið núna og í desember s.l. þegar ríkisstjórnin fékk þingmeirihluta sinn og Þráinn Bertelsson sérstakan sérfræðing um andlegt hæfi þjóðarinnar til að greiða atkvæði með lögunum? Af hverju þorir þetta fólk ekki að standa við eigin gerðir lengur?

Miðað við yfirlýsingu forsætisráðherra og tvíátta yfirlýsingar fjármálaráðherra að teknu tilliti til þess sem gerðist við umræður um málið í kjölfar neitunar forseta á því að samþykkja lögin þá verður ekki hjá því komist að líta á það sem vantraust á verk ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu segi meiri hluti þjóðarinnar nei í kosninguum á morgun.

Nú er þjóðinni gefin kostur á beinu milliliðalausu lýðræði og að sjálfsögðu á þjóðin að notfæra sér þau lýðréttindi og mæta á kjörstað og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni. Leyfum forsætisráðherra og öðrum sem vilja ekki að þjóðin njóti beins og milliliðalauss lýðræðis þegar þeir ráða að sitja heima. Yfirlýsing Jóhönnu um að neita sér um að nýta lýðréttindi sín eru sennilega einsdæmi um forsætisráherra í lýðfrjálsu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í grein frá 18. janúar 2010 segir Sigurður Líndal Lagaprófessor emeritus; 

"Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana."

Nú er mér spurn, er það virkilega svo að Steingrímur hafi hugsað sér að gera nýja samninga, lítið breytta og keyra þá í gegn, án þjóðaratkvæðagreiðslu?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:25

2 identicon

Héðan í frá verður Jóhanna þekkt sem "Lady GAGA" og fyrir lagið sitt "Bad Government".  Jóhanna hefur því miður ALDREI skilið að hún á að vera Forsetisráðherra ÞJÓÐARINNAR, ekki bara fyrir stuðningsmenn Samspillingarinnar.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 17:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar. Þú setur fram athyglisverða spruningu.

Jón Magnússon, 5.3.2010 kl. 21:15

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Segjum sem svo að þjóðin fari að fordæmi Jóhönnu og sæti heima, hvað þá?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2010 kl. 21:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þá er það ákveðin afstaða sem ekki verður hægt að horfa fram hjá.

Jón Magnússon, 6.3.2010 kl. 00:49

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er annars eitthvað lágmark kjósenda sem þarf að koma á kjörstað til að kosningar séu gildar, dugar einn eða er sjálfkjörið það fólk sem fyrr var kjörið?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2010 kl. 21:20

7 Smámynd: Jón Magnússon

Nei  það er ekkert lágmark en þeim mun meiri sem þáttakan er þeim mun meira vægi að sjálfsögðu

Jón Magnússon, 6.3.2010 kl. 23:09

8 identicon

Þetta er ansi öflug útkoma og en betri en maður þorði að vona. Nú þarf þingið að takast á um nýja nálgun eftir helgi því ekki er hægt að láta framkvæmdavaldið bara fá open ticket enn einu sinni til nýrra samninga.

Alþingi verður að taka til greina þessa algjöru andstöðu við samningana sem þó ráðherrar mæltu svo eindregið með fyrir nokkrum vikum síðan.

Ég vil sjá þetta mál fara dómstólaleiðina.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:27

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Gunnar að öðru leyti en því að ég vil láta reyna á samningsleiðina til þrautar.

Jón Magnússon, 7.3.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband