Leita í fréttum mbl.is

Auðkýfinga á heimsmælikvarða eigum við enga

Enginn íslendingur er lengur á lista Forbes yfir þá í heiminum sem eiga einn milljarð Bandaríkjadala eða meira. Sú var tíðin að við áttum nokkra á þessum lista en nú er engin eftir.

Óneitanlega hef ég velt því fyrir mér hvernig á því stendur að engin Íslendingur skuli nokkru sinni hafa komist á þenan lista Forbes vegna uppfinninga eða nýunga t.d. í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Ef til vill er það vegna þess að við höfum haldið þessari atvinnugrein of lengi í viðjum ráðstjórnar með vafasamri gengisskráningu krónunnar og kvótakerfi.

Hingað til höfum við bara átt pappírsbaróna á listanum en hvorki uppfinningamenn né dugandi rekstrarmenn framleiðslufyrirtækja. Það eru þó bara þeir síðarnefndu sem stuðla í raun að varanlegri velferð fólks, héraða og þjóða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Jón. Við áttum nú hvorki meira né minna en heimsmet miðað við höfðatölu minnir mig, þegar við áttum hvað flesta á þessum lista, og raunar í hvert skipti sem við áttum þar mann. Ég held þeir hafi einu sinni verið allavega þrír af níu hunduð og eitthvað alls. Það gerir einn á hverja 100 þús. íbúa. Á þeim tíma hefðu Bandaríkjamenn þurft að eiga um þrjú þúsund manns á þessum tæplega þúsund manna lista til að standa jafnfætis okkur, svo marga auðmenn fóstraði Ísland.

Það var einn Íslendingur sem varð á sínum tíma heimsfrægur og auðugur vegna uppfinninga sinna og dugnaðar í rekstri fyrirtækis síns, ásamt bókasöfnun og fleiri áhugamálum. En hann dó fyrir miðja síðustu öld. Ég veit ekki hvort Forbes var farið að taka þennan lista saman þá. Þessi maður hét Hjörtur Þórðarson, var fæddur Húnvetningur en flutti ungur vestur um haf með foreldrum sínum. Þó hann hafi kannski verið of snemma á ferðinni fyrir Forbes listann þá er hann engu að síður heimsfrægasti Íslendingur síðari tíma fyrir annað en söng, íþróttir og fjárglæfra.

Jón Pétur Líndal, 12.3.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband