Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborg um neyslulán

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að slá upp skjaldborg um ákveðna tegund neyslulána  með frumvarpi um lækkun höfuðstóls bílalána.

Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætlaði sér að slá upp skjaldborg um heimilin í landinu en nú hefur verið breytt um stefnu.

Íbúðareigendum er boðið upp á greiðsluaðlögun sem er hjálp í viðlögum við að komast hjá gjaldþroti og leigja íbúðirnar sem þeir missa á naðungaruppboðum.  Það er skjaldborgin fyrir íbúðareigendur.

Áfram skal haldið verðtryggingunni sem hækkar  höfuðstól verðtryggðu lánanna mánaðarlega þó að engin virðisauki sé í þjóðfélaginu. Verkalýðshreyfingin dásamar þetta kerfi sem er hengingaról um lífskjör launþega. Fjármálaráðherra dásamar það að við skulum hafa krónuna sem hefur rýrt launatekjur fólks og verðmæti eigna þess miðað við virði í helstu gjaldmiðlum um 80%. Þar við bætist gegndarlaus hækkun á nauðsynjavörum. Launin lækka hjá öllum nema Seðlabankastjóra

Er þetta það Nýja Ísland sem stefnt var að því að byggja upp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef engu við þetta að bæta nema að það eru skrítnar áherslur hjá stjórnarflokkunum.  Góður pistill hjá þér.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Rafn

Jón Magnússon, 3.5.2010 kl. 18:57

3 identicon

Já það er óhætt að segja að áherslurnar séu furðulegar hjá stjórninni.

Þessi stjórn er að mínu viti búinn að vera þrátt fyrir að fólk hafi skilning á að verkefnin hafi ekki verið öfundsverð, að reisa við þjóðlífið eftir fall Sjálfstæðisflokks frá stjórnartaumunum.

En ég er ekki viss  að fólk hafi lyst á samt sem áður að fá gömlu helmingaskiptaflokkanna inn aftur, sem sést best á því hve mikið fylgi er við Besta flokkinn í borgarmálunum.

Þið stjórnmálamenn hafið ekki þurft hjálp við að koma ykkur á þann stall að stór hluti þjóðarinnar ef ekki meirihluti er hættur að heyra það sem þið hafið fram að færa enda eru stærstu málin í tilveru almenns borgara ss. afnám verðtryggingar ekki stórt atriði í hugum svokallaðra fulltrúa almennings, nema á auglýsingaspjöldum kosningabaráttunnar.

Það er stjórnmálafólkinu sjálfu að kenna ef að aðilar eins og Jón Gnarr og Spaugstofan verða ráðandi öfl í íslenskri pólitík í nánustu framtíð og ég verð að segja að ég get ekki fundið til mikillar samúðar.

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 06:59

4 Smámynd: Jón Magnússon

Í fyrsta lagi Magnús þá er ég ekki stjórnmálamaður heldur áhugamaður um stjórnmál sem gagnrýndi bankanna og starfsemi þeirra allar götur frá árinu 2002. Hef barist gegn verðtryggingu lána í tvo áratugi. Það er ekki hægt að setja alla sem tjá sig undir sama hatt. Þú ættir að skoða hvað hver hefur verið að segja, staðið og barist fyrir.

Jón Magnússon, 4.5.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 338
  • Sl. sólarhring: 575
  • Sl. viku: 4159
  • Frá upphafi: 2427959

Annað

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 3849
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband