Leita í fréttum mbl.is

Spennandi kosningar í Bretlandi

Sjaldan hafa þingkosningar í Bretlandi verið eins spennandi og núna. 

Eftir að hafa fylgst með kosningabaráttunni í Bretlandi á síðkvöldum þá finnst mér athyglivert hvað Gordon Brown hefur lítið fram að færa. Forustumenn hinna stóru flokkanna boða breytingar og eru með skemmtilega nálgun í mörgum málaflokkum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að breskir kjósendur veita flokkum þeirra eðlilegt brautargengi og Verkamannaflokknum þá útreið sem hann á skilið.

Samfylkingin hefur um árabil talið Verkamannaflokkinn breska pólitískt náskyldan sér. Sagt er að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gumi af flokksskírteini í þeim flokki. Þrátt fyrir þennan andlega skyldleika þá er reginmunur á pólitískri skynjun forustumanna Verkamannaflokksins og Jóhönnu Sigurðardóttur formanni Samfylkingarinnar.  Það sem Jóhanna kallar frjálshyggju kallar forusta Verkamannaflokksins eðlilega markaðsstarfsemi.

Þá er líka athyglivert að þrátt fyrir bankahrun í Bretlandi og trilljóna punda framlag ríkissjóðs Bretlands til bankanna þar, þá dettur engum í þessum systurflokki Samfylkingarinnar í hug að víkja frá markaðshagkerfinu.  Ef til vill þarf stór hluti Samfylkingarinnar með Jóhönnu í broddi fylkingar að fara í pólitíska meðferð til að læra eðlilega skilgreiningu pólitískra hugtaka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 521
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 3570
  • Frá upphafi: 2585815

Annað

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 3331
  • Gestir í dag: 452
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband