Leita í fréttum mbl.is

Að refsa sjálfum sér

Margir tala um nauðsyn þess að refsa fjórflokknum með því að kjósa Besta flokkinn. Í þessu felast alvarlegar hugsanavillur.

Í fyrsta lagi þá er fjórflokkurinn ekki eitt fyrirbrigði sem ber sameiginlega ábyrgð.

Í öðru lagi þá verður fjórflokknum ekki refsað sem sameiginlegri einingu.

Í þriðja lagi þá verður fjórflokknum sem slíkum ekki refsað með því að fólk kjósi óhæfa stjórnendur.

Í fjórða lagi þá getur það aldrei verið og má ekki vera valkostur í lýðræðisríki að kjósa hið ómögulega á þeim forsendum að það sem skárra er sé ekki nógu gott.

Valkostur kjósenda sem vilja lýsa því yfir að þeir telji engan valkostanna sem boðið er upp á við kosningar nógu góðan er að skila auðu.  Það að kjósa sýnir afstöðu með þeim sem kosinn er en ekki andstöðu við þann sem ekki er kosinn. 

Þannig verður atkvæði mitt með D listanum til þess að reyna að tryggja áfram vitræna stjórn borgarinnar en beinist ekki gegn t.d. Besta flokknum eða Vinstri grænum svo dæmi sé tekið.

Sem kjósandi sé ég ekki annan betri valkost en kjósa þann flokk og þann borgarstjóra sem hefur stýrt borginni vel og af ábyrgð. 

Annar  valkostur ábyrgs kjósanda sem af einhverjum ástæðum vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa þann sem hann treystir  betur til að stjórna borginni. 

En spurningin er, hver hefur sýnt það á síðasta kjörtímabili að verða líklegri en Hanna Birna til að verða besti borgarstjórinn á næsta kjörtímabili?

Að kjósa það ómögulega til að refsa öðrum felur á endanum í sér að kjósandinn refsar sjálfum sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Í þessari færslu hjá þér eru þó nokkrar "hugsanavillur" sem ég ætla að leyfa mér að leiðrétta.

Fjórflokkurinn; Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylkingin og Vinstrihreyfinginn Grænt Framboð = Fjórflokkurinn. Þetta er ágætur samnefnari og mikið fljótlegra að ræða um og rita heldur en að telja alla upp. Fólk getur verið að "refsa" þeim öllum, eða hver og einn að refsa sínum flokki, um það veist þú ekkert um.

Talandi um "óhæfa stjórnendur". Þarna er gamli góði sjálfstæðishrokinn í hávegum hafður. Þarf að segja eitthvað meira. Jú, kannski það að þú veist ekkert um það hvernig stjórnendur fólkið er sem er í efstu sætum BestaFlokksins.

Þú talar um að "kjósa hið ómögulega á þeim forsendum að það sem skárra er sé ekki nógu gott". Fólkið sem kemur til með að kjósa BestaFlokkinn finnst öruggleg ekki að "eitthvað annað" sé samt skárra. Því finnst þetta "annað" (lesist=FjórFlokkurinn) hreinlega hand ónýtt drasl, sem auðveldlega má henda fyrir róða.

Þetta er ekkert flóknara en það.  

Dexter Morgan, 25.5.2010 kl. 12:57

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég átta mig ekki á því á hvaða vitrænum grundvelli þú finnur hugsanavillur í færslunni minni. Alla vega færir þú ekki haldbær rök fyrir því. Síðan er það alrangt að einhver hroki felist í færslunni minni. Þvert á móti þá er hún einföld og afmörkuð skoðun á grundvelli þeirra raka sem ég færi fyrir skoðun minni. Þú getur verið ósammála en það er allt annað mál.  Það er svo annað mál að þeim sem finnst all annað handónýtt drasl en Besti flokkurinn kjósa hann að sjálfsögðu. En það var ekki til þeirra sem ég var að tala, heldur hinna sem líta á Besta flokkinn eins og til hans var stofnað en ætla samt að kjósa hann til að refsa öðrum, sem á endanum leiðir til þess að þeim hinum sömu verður refsað eins og ég bendi á.

Jón Magnússon, 25.5.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband