28.5.2010 | 21:24
Hagsmunir Reykvíkinga að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri
Í umræðuþáttum á Stöð 2 og Kastljósi kom það í ljós að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ber af sem stjórnmálamaður og forustumaður í borgarmálunum.
Í kosningum eiga kjósendur að kjósa í samræmi við hagsmuni sína. Það skiptir máli að traustur og öflugur málsvari og foringi leiði mál farsællega til lykta á næsta kjörtímabili. Hanna Birna er eini valkosturinn vilji fólk kjósa hæfasta einstaklinginn sem borgarstjóra sinn. Málefnaleg frammistaða hennar sýnir það ótvírætt. Í störfum sínum sem borgarstjóri hefur hún þegar sýnt að hún er í fremstu röð þeirra sem gegnt hafa störfum sem borgarstjóra í Reykjavík.
Það er ljóst að hagsmunum Reykvíkinga verður vel borgið undir forustu Hönnu Birnu.
Mér finnst nauðsynlegt að hvetja kjósendur til að mæta á kjörstað og kjósa áframhaldandi forustu Hönnu Birnu með því að merkja X við D.
Við þá mörgu sem hafa sagt mér frá óánægju sinni með einstaka frambjóðendur langar mig til að benda á að strika þá út en láta ekki slíka óánægju bitna á hagsmunum sínum með því að kjósa ekki eða kjósa þann versta til að refsa þeim besta. Það má aldrei verða valkostur kjósandans.
Stjórnmál snúast um hagsmuni og framtíðarmöguleika. Þess vegna skiptir máli að velja þann hæfasta til forustu. Allt annað er óafsakanlegt. X-D
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 491
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Mikið rétt Jón, það er gríðarlega mikilvægt að hún fái að halda sínu starfi áfram, enda alls engin ástæða til að breyta þar sem mál eru í góðum farvegi!
Guðmundur Júlíusson, 28.5.2010 kl. 21:43
Sæll Jón. Ég er nú algjörlega ósammála þér í þessu. Raunar finnst mér athyglisvert að þú telur kosningarnar snúast um hagsmuni. Venjulega hefur verið talað um að pólitík og kosningar snúist um sannfæringu. Þetta getur stundum farið saman, vissulega, en hvort sem viðmiðið er þá er mjög varasamt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík núna. Það þarf nefnilega að slíta á öll hagsmunatengsl og einblína á hag íbúa borgarinnar. Nú þarf borgin að gera það sem hún getur fyrir borgarana, ekki borgararnir að borga fyrir hagsmunapotið eins og venjulega.
Og að auki þá er nauðsynlegt að brjóta aðeins upp þetta hefðbundna flokkakerfi. Ég veit að mörgum gamalgrónum fjórflokksmönnum finnst það eins og verið sé að brjótast inn á þeirra prívateign ef nýr flokkur nær miklu fylgi. En eins og pólitíkin er á Íslandi í dag er svona innbrot eða uppbrot nauðsynlegt. Besti flokkurinn í Reykjavík er fyrsta framboðið sem á möguleika á að gera þetta þar sem það getur skipt einhverju máli og það má ekki fórna þessu tækifæri til þess eins að Hanna Birna geti haft það næs næstu fjögur árin. Hún er vissulega að einhverju leiti fórnarlamb þessara óvenjulegu aðstæðna, en ekki síður er hún fórnarlamb siðferðisbrests eigin flokks og meðflokksmanna sinna. Og úr því hún velur að hengja sig á þann flokk sem hún gerir er ekkert við því að gera þó hún fái illa útreið í þessum kosningum. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart henni eða kjósendum að ætla að bjarga Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík með henni einni, þegar enginn annar flokksmaður hefur svo mikið sem skammast sín fyrir sín afglöp. En ég viðurkenni að Hanna Birna er ein og sér ágæt.
Það verður nú líka að segjast eins og er að það eru nokkur veigamikil atriði á stefnuskrá Besta flokksins sem eru mjög áhugaverð, eins og t.d. að skilja á milli stjórnsýslu og stjórnmála, þeir vilja líka aðhaldssama fjármálastjórn sem þeir kalla ömmuhagfræði og þeir vilja vinna fyrir opnum tjöldum ef svo má segja, eða hafa spillinguna uppi á borðum eins og þeir kalla það.
Þetta eru nú allt saman mjög eðlileg og skynsamleg stefnumál, sérstaklega með tilliti til að þetta er óreynt fólk úr stjórnmálalífinu. Það er furðulegt að reyndir stjórnmálamenn í borginni skuli ekki vera löngu búnir að taka þetta allt saman upp. Og allt þjónar þetta hagsmunum og framtíð borgarbúa.
Jón Pétur Líndal, 28.5.2010 kl. 23:09
Ég er sammála þér Guðmundur. Hvað sem líður flokkapólitík þá liggur það fyrir að það væri algjört óráð að hafna forustu Sjálfstæðisflokksins miðað við þá valkosti sem í boði eru.
Jón Magnússon, 28.5.2010 kl. 23:33
Skoðaðu á lodamal.is hvernig Hanna Birna breytti reglum afturvirkt. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með forystu hennar í þessum málum og hvernig hún mismunar borgarbúum. Hanna réttlætir síðan ítrekuð brot á jafnræðisreglunni með því að segja að góð stjórnsýsla kosti of mikið og bítur þar með höfuðið af skömminni í siðblindni sinni.
Hvenær ætlar Sjálfstæðiflokkurinn að losa sig við klíku vinnubrögðin og hvað varð um "Gjör rétt, þol ei órétt"?
Þeir sem kjósa xD í Reykjavík eru að kalla yfir sig vinnubrögð bláu handarinnar.
Jón G. (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 00:08
Já einmitt. Kjósa fólk eins og Hönnu Birnu sem tók þátt í þessu makalaus plotti sem kom Ólafi H. í borgarstjórastólinn. 7 mánuðum seinna kom í ljós til hvers leikurinn var gerður þegar Ólafi var skipt út fyrir Óskar Bergsson.Ansi dýrkeypt fyrir Reykvíknga hvernig Hanna Birna varð borgarstjóri.
Kristján (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 09:40
Gnarr fór á kostum að venju í sjónvarpinu í gær og hans nálgun dró skýrt fram hversu fastir dindlar fjórflokkanna eru fastir í gömlum hártogunum og puttabendingum, óbærilegt að hlusta á morfíslegt þrefið úr gamalkunnum skotgröfum. Hanna Birna virkar á barmi taugaáfalls í hvert skipti sem hún opnar munninn og fulltrúar Framsóknar og Frjálslyndra ullu óbærilegri syfju þegar þeir reyndu að tjá sig, Sóley Tómasar jafn þreytandi og venjulega eins og við var að búast. Nokkuð ljóst að Besti Flokkurinn er að fara að rúlla þessum kosningum verðskuldað upp og Jón Gnarr vonandi næsti borgarstjóri...allt betra en taugahrúgan Hanna Birna.
SeeingRed, 29.5.2010 kl. 12:42
Þú sem kallar þig Seeing Red, við þig vil ég segja að þú hefur sérkennilega sýn á umræður. Hafi einhver fulltrúi skorið sig úr sem algjör froðusnakkur í þeim umræðum þá var það Jón Gnarr. En ef til vill ætlaði hann að hafa það þannig og sé það þannig stjórnmálaumræður sem fólk vill þá fékk það heldur betur nóg af þeim fyrir þessar kosningar.
Jón Magnússon, 30.5.2010 kl. 10:38
Sæll Jón og takk fyrir að setja inn athugasemdina mína frá í fyrradag. En nú er staðan þannig hjá Reykjavíkurborg að það er Dagur B. Eggertsson sem ætlar að tryggja Besta flokknum völdin í Reykjavík næstu fjögur árin. Þannig að ef Jón Gnarr er algjör froðusnakkur, hvað má þá kalla hans besta bandamann Dag B. Eggertsson? Annars er ég búinn að blogga aðeins meira til að skýra út þessa stöðu sem nú er í borginni eftir kosningarnar og valmöguleikana við stjórn borgarinnar næstu árin, sjá hér.
http://jonlindal.blog.is/blog/jonlindal/entry/1061371/
Jón Pétur Líndal, 30.5.2010 kl. 10:57
Út í hött svör Gnarr og fálæti var taktík notuð til að draga fram hversu innihaldslítið þrefið gamalkunna er og sú taktík gekk afar vel upp þegar upp er staðið og fulltrúar hefðbundnu flokkanna lítu æ kjánalegar út eftir því sem leiða kosningabaráttuna og hjal þeirra innihaldslausar en nokkru sinni áður. Stundum getur satíra dregið fram athyglisverða hluti...en það er náttúrulega ekki öllum gefið að skilja satíru eða átta sig á því sem henni er ætlað að skerpa á.
SeeingRed, 30.5.2010 kl. 14:48
Ég hef aldrei sagt að Jón Gnarr væri algjör froðusnakkur og ég ætla ekki að kalla Dag B. Eggertsson neitt. Ég mun lesa bloggið þitt Jón til að sjá hvað þú hefur um þetta að segja.
Jón Magnússon, 30.5.2010 kl. 18:29
Ég er sammála þér séra minn að pólitískar umræður á Íslandi eru orðnar afar innihaldsrýrar og lélegar. Það kom fram í þáttum frambjóðendanna fyrir kosningar þar sem Hanna Birna var iðulega sú eina sem var með málefnalegar umræður. Hver ætlar að gera grín að fjölmiðlunum?
Jón Magnússon, 30.5.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.