Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn sterkasta þjóðmálaaflið

Niðurstaða kosninganna er ótvírætt  að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta þjóðmálaaflið. Þvert á hrakspár þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn mun meira fylgi og sýndi meiri styrk, en ímyndarfræðingar fjölmiðlanna höfðu haldið fram vikum fyrir kosningar. Þá verður ekki annað séð en að frásagnir af dauða fjórflokksins séu stórlega ýktar svo vísað sé til orða Mark Twain þegar hann las andlátsfregn sína í víðlesnu dagblaði.

Sjálfstæðísflokkurinn tapar fylgi í Reykjavík en þó minna fylgi en spáð hafði verið. Þegar rýnt er í tölurnar kemur fram að þeir flokkar sem tapa hlutfallslega mestu í Reykjavík eru Vinstri Grænir og Framsóknarflokkurinn, sem tapa nánast öðrum hvorum kjósanda. Athyglisvert er að hlutfallslega er tap Samfylkingarinnar meira í Reykjavík en Sjálfstæðisflokksins.

Í Hafnarfirði vann Sjálfstæðisflokkurinn góðan sigur og er í með hreinan meiri hluta í Garðabæ, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum. 

Hvernig sem ímyndarfræðingarnir og vinstri sinnaðir fjölmiðlamenn vilja snúa málum þá liggur samt fyrir að staða Sjálfstæðisflokksins er sterk og  það er engin flokkur sem kemur jafn sterkur út úr þessum sveitarstjórnarkosningum og Sjálfstæðisflokkurinn.

Það er alltaf þannig í sveitarstjórnarkosningum að gengi hefðbundinna stjórnmálaflokka er misjafnt og þeir tapa sumsstaðar og vinna annarsstaðar.  Þar skipta oftast staðbundin mál mestu. Á Akureyri vann L listinn gríðarlegan sigur og sem slíkur er L listinn stóri sigurvegari kosninganna.  Miðað við það sem forustumaður L listans sagði þegar úrslit lágu fyrir þá byggist gengi flokksins fyrst og fremst á svæðisbundinni afstöðu í bæjarmálum á Akureyri.  Ég reikna með að sama eigi við á Akranesi án þess þó að þekkja það nægjanlega vel.

Varðandi Besta flokkinn í Reykjavík þá vísa ég á blogg Ómars Ragnarssonar um kosningaúrslitin í morgun og tek undir þau sjónarmið sem hann setur þar fram. Ég hef á þessari stundu engu við það að bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband