Leita í fréttum mbl.is

Músikhúsið við höfnina

Okkur er sagt að ofan á alla milljarðana sem búið er að setja í músikhúsið við höfnina þá vanti 800 milljónir í viðbót til að klára það og veita rúmlega hundrað Kínverjum vinnu við húsið næstu misserin. Sjálfsagt veitist ríkisstjórninni, sem gerir ekkert til að leiðrétta stökkbreytta höfuðstóla húsnæðislána, ekki erfitt að grafa upp þessar 800 milljónir til að greiða Kínverjunum verklaunin.

Þegar er ljóst að engir peningar eru til að reka húsið en rekstrarkostnaðurinn mun nema yfir 4 milljónum á dag frá ríkinu og 4 milljónum á dag frá Reykjavíkurborg.  Fróðlegt er að vita hvort rekstraraðilarnir Jón Gnarr og Jóhanna vandræðist eitthvað með það á tímum niðurskurðar.

Til hvers þá að setja 800 milljónir í þessa atvinnubótavinnu fyrir Kínverja?

Er þetta e.t.v. ein af skýringunum á því að Gylfi forseti ASÍ skuli vera alveg brjálaður þessa dagana út í ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi í atvinnumálum og heimtar að engir starfsmenn upprunnir utan Evrópska efnahagssvæðisins komi að íslenskum vinnumarkaði? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vertu kátur Jón það verður nóg að gera við að pússa glugganna eftir norðan áttir. Eða þarf kannski kínverja til þess líka?

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 23:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hm, sko ég hef samúð með því, að klára tónlistarhúsið a.m.k. að utan, þ.s. þá ertu hið minnsta ekki að henda þeim peningum sem þegar hafa verið til verksins lagðir.

En, eins og þú bendir á, þá er vafasamt að reksturinn muni skila hagnaði - hvað þá að ná því að vera í járnum.

-------------------------

En, stærri vitleysa verður, ef farið verðu í byggingu risaspítala.

En, eins og einn læknir sagði mér, steynsteypa er ekki málið - lítill vandi að lagfæra bygginar. En, úrelt tæki verða ekki minna úrelt hvað sem við þau er gert. Svo, ef einhver peningur er til þá séu tækjakaup þ.s. raunverulega bæti stöðu sjúklinga og lækna.

Að reisa hér hús á við nokkrar flustöðvar Leif Eiríksonar, og síðan setja upp þar gömlu tækin - væri einfaldlega að henda peningum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2010 kl. 00:38

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nú veit ég ekki Hrólfur. En hækkar þá ekki rekstrarkostnaðurinn.

Jón Magnússon, 14.6.2010 kl. 09:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt hjá þér Einar nema spurning var hvað átti að gera með músikhúsið. Mín skoðun var sú að við hefðum átt að gera það að minningarsafni um hégómaskap, hroka, óráðssíu, dramb  og rangt mat íslensku þjóðarinnar á sjálfri sér og getu sinni. Öðru nafni Hrunsafnið.  Það var aldrei forsenda fyrir byggingu þessa músikhúss eða rekstri þess.

Jón Magnússon, 14.6.2010 kl. 09:31

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ferlegt að þurfa að horfa upp á þetta "ferlíki" eða "kýli" á íslensku þjóðinni - tek undir með þér Jón og ég held 99% landsmanna að hér hefur verið farið mjög svo illa með - enn og aftur vildi ég sjá rannsókn á aðdraganda þessarar svokölluðu byggingar sem og Excel skjalið sem hún var samþykkt út á, nú og kanski sérfræðinginn eða sölumann "dauðans" sem náði þessu í gegn þjóðinni til mikillar miska sem og aðhlátursefni heilbrigðs fólks um ókomna tíð - bið ekki um mikið er það nokkur .....

Jón Snæbjörnsson, 14.6.2010 kl. 13:21

6 Smámynd: Jón Magnússon

Nei alls ekki nafni. Þetta ætti að liggja fyrir.

Jón Magnússon, 14.6.2010 kl. 17:46

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Mín skoðun var sú að við hefðum átt að gera það að minningarsafni um hégómaskap, hroka, óráðssíu, dramb  og rangt mat íslensku þjóðarinnar á sjálfri sér og getu sinni."

-------------------------

Fremur ópraktískt. 

Með klárað þak og frágengna glugga, hita og rafmagn, er hægt að nota það til einhvers.

Kannski, setur fyrir atvinnulausa hugmyndasmiði - eða, færa þangað þann góða hóp sem úthlutar mat handa þeim sem ekki eiga fyrir honum sjálfir - efri hæð getur verið afdrep fyrir þá sem hent hefur verið út úr sínum húsum, t.d. - þá skammt fyrir það fólk að fara, til að mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2010 kl. 18:01

8 Smámynd: Jón Magnússon

Væri e.t.v. góð hugmynd Einar.

Jón Magnússon, 16.6.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband