Leita í fréttum mbl.is

Mikið grín, mikið gaman

Jón Gnarr verður borgarstjóri og allir flokkar koma að gamaninu með honum. Sjálfsagt fylgir bíll og bílstjóri þeim sem halda munu veigamestu embættunum og þá hlítur gamanið að vera fullkomnað.

Með þessu snjalla útspili Jóns Gnarr að skenkja hverjum og einum sinn brauðmola af veisluborðinu þá tryggir hann það að allir flokkar verða samábyrgir í gríninu og engin stjórnarandstaða bara grín og mikið gaman.

Það kemur þá í hlut venjulegra Reykvíkinga að skoða hlutina með gagnrýnisgleraugunum og athuga hvort ekki sé brýn nauðsyn á að koma fram með alvöruframboð til næstu borgarstjórnarkosninga sem byggir á málefnum og raunverulegri  hagsmunagæslu fyrir borgarbúa. 

Þá getur fólk í næstu kosningum tekist  á um málefnabaráttu fyrir hagsmuni Reykvíkinga  gegn framboðsflokkunum í borgarstjórn með Besta flokkinn í brjósti fylkingar sem berjast fyrir því einu að hafa það gaman að vera saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hvad hefur tu fyrir ter i tvi Jon ad tad verdi bara grin og ekki unnid malefnalega i borgarstjorn eru tetta bara sleggjudomar eda fordomar gagnvart nafna tinum.

Þorvaldur Guðmundsson, 15.6.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er þetta ekki það sem er kallað Party, party, party, party, party, eða The Fifth Party, í pólítólógíunni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2010 kl. 14:05

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei þetta eru ekki sleggjudómar. Þetta er sagt með vísan til stefnuskrár "Besta flokksins" og þess sem borgarstjórinn Jón Gnarr hefur sagt.

Jón Magnússon, 16.6.2010 kl. 10:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já það verður vafalaust gaman þangað til timburmennirnir koma Vilhjálmur.

Jón Magnússon, 16.6.2010 kl. 10:27

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér sýnist nú að þetta verði endalaust fyllirí án timburmanna. Þetta er snuð þeirra sem ekki vilja taka almennilega á málum. Uppgjöf áður en ósigurinn var ljós. Jón "Vodkaclown" Gnarr mun skemmta fram á nætur á hverju kvöldi. Ég prísa mig sælan að þurfa ekki að búa í Reykjavík. Það myndi halda fyrir mér vöku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 296
  • Sl. sólarhring: 700
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 2427917

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 3808
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband