Leita í fréttum mbl.is

Minni snjór en nokkru sinni fyrr

Það er minni snjór í fjöllum séð frá Reykjavík en nokkru sinni fyrr sennilega allt frá landnámsöld. Frá því að myndataka hófst þá hafa jafnan verið teknar myndir úr miðbænum yfir Esjuna á 17. júní og þar sést alltaf þangað til núna að það er skafl í hvilftinni við Kerhólakamb, en sá skafl var horfinn núna fyrir 10. júni.

Skaflar í Gunnlaugsskarði í Esjunni eru álíka lítilfjörlegir núna og seinni hlutann í ágúst í bestu árum að undanförnu og sama er að segja með Bláfjöll.

Í þau rúmu tuttugu ár sem ég hef gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og fylgst með snjóalögum þá hef ég aldrei séð eins lítið af snjó og í jafn stuttan tíma og í vetur og það er skýringin á því að snjóalög eru nánast engin við Reykjavík um miðjan júní.

Vonandi heldur áfram að hlýna og verður álíka loftslag og var hér á landnámsöld.  Við skulum líka muna að það eru ekki nema tæp 30 ár síðan það byrjaði að hlýna eftir að loftslag hafði þá um 20 ára skeið farið kólnandi.

Árferði eins og verið hefur undanfarin ár gerir Ísland að einu vistvænasta landi í heimi sem betur fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Þetta eru alvarleg ellimerki Jón. Ekki ertu fæddur í sveitinni, í Mosfellsveit eða Kjalarnesi. Að eldri mönnum þaðan frátölum er það varla nema Páll Bergþórsson sem hafa velt þessu fyrir sér. Athyglisverð skilaboð frá þér gamli félagi.

Jónas Egilsson, 17.6.2010 kl. 23:55

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er raunar fæddur og uppalinn á Akranesi, en ég merki þetta af myndum af Reykjavík, en venjulega hefur vestur hluti Esjunnar ratað á myndir allt frá upphafi myndatöku af landinu í júní mánuði ár hvert.  Þannig að þetta hefur ekkert með aldur minn að gera nema það að ég hef fylgst vel með þessu síðustu tæp 25 ár en í þann tíma hef ég gengið reglulega Kerhólakambsleiðina upp á Esju.

Jón Magnússon, 18.6.2010 kl. 08:31

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skemmtilegt athugunar efni sem getur leitt af sér annað athugunnar efni.  Hvað skyldu jöklar á íslandi hafa verið miklir á Íslandi á landnámsöld og í því framhaldi hvað skyldu jökulár hafa verið miklar á þeim tíma og hvernig var suðurströnd Íslands á þeim tíma.  

Skrifað er um Klofajökul, hversvegna ?  Ekki það að ég ætlist til að þú svarir þessu heldur hitt að sá sem veit, eða hefur grun, segi okkur þessum gömlu sögu.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 13:37

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það liggur fyrir að suðurströndin var allt öðru vísi en hún er í dag. Þar sem nú er Breiðamerkursandur var t.d. blómleg byggð og síðan var Vatnajökull miklu minni og væskislegri og þess vegna var hann kallaður Klofajökull. Hestamaður sem fer mikið um hálendið sagði mér að ýmsar sagnir um reiðleiðir til forna hefðu verið taldar bull þangað til það fór að hlýna núna þá kom í ljós að þær eru til staðar.  Ísland hefur verið yndislegt land á landnámsöldinni eins og það er í dag. Það eina sem vantar er vitræn stjórn og stjórnmálamenn.

Jón Magnússon, 18.6.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband