Leita í fréttum mbl.is

Gróði skattgreiðenda?

Fulltrúar hagsmunaaðila halda jafnan fram, að leggi ríkið þeim til peninga þá muni þjóðfélagið græða. Gróði skattgreiðenda er að borga þessi arðbæru verkefni núna til að geta notið þeirra síðar.

Í meir en 50 ár hafa skattgreiðendur greitt gríðarlega fjármuni árlega til að tryggja markaðssókn í sauðfjárrækt. Ekkert hefur skilað sér til baka og enn nýtur sauðfjárræktin meiri styrkja skattgreiðenda en aðrar landbúnaðargreinar í Evrópu.

Talsmenn músíkhússins við höfnina í Reykjavík halda því fram að húsið muni ekki kosta skattgreiðendur neitt því að þjóðhagslegur hagnaður af músíkhúsinu vegna grósku í söng- og öðru listalífi muni skila sér í auknum tekjum þ.á.m. gjaldeyristekjum. Fróðlegt verður að sjá hvernig á að rökfæra það að ná megi inn hagnaði þó ekki sé nema bara á móti rekstrarkostnaði við músíkhúsið sem verða rúmir 8 milljónir á dag, hvað þá byggingarkostnaðinum.

Annað ferlíki er norður á Akureyri sem minnir á rómverskt hringleikahús, þar sem menning og menntun á að vera í öndvegi.  Þessi Circus Maximus átti að vera lyftistöng í menningarstarfsemi og draga til sín ferðamenn þannig að  gróði yrði af öllu saman. Er þar ekki sama og með músíkhúsið?

Talsmenn háskóla hafa bæst í hóp þeirra sem benda á þjóðhagslegan hagnað háskólastarfs. Ísland ætti að vera betur sett en nokkuð annað land í veröldinn með flesta háskóla fyrir hvern íbúa.  Á grundvelli þjóðhagslegrar hagkvæmni ber því enn að auka háskólakennslu vafalaust einkum á þeim  námsbrautum þar sem engin eftirspurn er fyrir menntuninni á markaðnum. Vafalaust má rökfæra það með sömu rökum og með músíkhúsið, sauðaketið og hringleikahúsið norðan Helkunduheiðar að þetta muni vera gríðarlegur vaxtabroddur og færa skattgreiðendum mikið hagræði.  

Í framtíðinni geta því skattgreiðendur horft fram á góða daga með því að standa undir okursköttum í núinu og samþykkja hallarekstur ríkissjóðs í núinu vegna þeirra gríðarlegu tekna sem myndast í frjósömu listalífi landsmanna tengdum músíkhúsinu og hringleikahúsinu, markaðssókn sauðaketsins og aukinni kennslu í kynjafræðum á háskólastigi. Eða er ekki svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem fær gluggaþvottinn hefur svo sannarlega hitt á gullæð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Góður.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.6.2010 kl. 17:44

3 identicon

Hvað varðar fjölda háskóla í landinu mætti vel hugsa sér samþjöppun af einhverju tagi og jafnvel eina heildarstjórn allra háskóla, a.m.k. er full langt gengið að kenna lögfræði á fjórum stöðum. Með hagræðingu mætti spara verulega, en vert er að vekja athygli á því að húsnæðisskortur er þegar hjá Háskóla Íslands, þannig að húsnæði annarra háskóla myndi nýtast áfram, ef af einhverskonar samþjöppun/samstarfi yrði.

Kynjafræði er kennd sem aukagrein við Háskóla Íslands auk þess er hægt að taka MA próf í kynjafræði eftir annað BA/BS/B.Ed. próf. Eftir því sem ég best veit er ekki á dagskrá að stækka námsbraut í kynjafræði.

Vinsamlega kynntu þér þá kennslu sem er í kynjafræði vð Háskóla Íslands:

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100422_20106

Það er ekkert við hana að athuga og ástæðulaust að hæðast að þessu námi. Nám eins og kynjafræði á erindi inn í nútíma samfélag eins og annað nám sem kennt er í Háskóla Íslands sem og öðrum háskólum.

Í öllum samfélögum er listalíf í einhverri mynd og ekkert við það að athuga, listalíf auðgar og gleður, en eins og á við svo margt annað er ekki hægt að ætlast til þess að allir hafi sama smekk.

Hins vegar er ég þeirrar skoðunnar að tónlistarhúsið Harpan hafi ekki geta verið reist á óhagstæðari tíma.

Ásdís Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 19:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér leikur reyndar forvitni að sjá músíkhúsið klárað að utan, þ.s. utanhönnun var gerð af þekktasta listamanni sem sennilega Íslendingar hafa nokkru sinni átt.

Vonast eftir, að þetta verði flott.

En, eftir að hafa klárað það að utan, má alveg setja málið í salt. Nota það til einhvers annars - t.d. skýlið sem borgarstj. hefur lofað fyrir útigangsfólk. 

Síðan, má einnig hleypa þeim inn þangað, sem sinna matargjöfum, þeim góðu konum. Sú starfsemi getur farið saman.

Félagsskapur atvinnulausra, gæti einnig átt þarna gott heimili.

----------------------------

----------------------------

Ég held að við verðum að fækka kennslugreinum í háskólanámi.

Tökum eftir sparnaði HR sem hefur einmitt ákveðið að afleggja heilar kennslugreinar.

En, slíkur sparnaður er miklu mun heppilegri, en að leitast við að spara yfir línuna. 

En, með því að afleggja heilar greinar t.d. Guðfræði, Evrópufræði, Kynjafræði, Stjórnmálafræði - er hægt að tryggja að nægilegt fé sé til staðar þrátt fyrir niðurskurð til að reka restina af háskólanámi af þeim metnaði sem vera ber. 

En það síðast sem má gera, er að lækka standardinn yfir línuna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 21:51

5 identicon

Sæll.

Ég held að sá mikli hallarekstur sem er á ríkissjóðum um nánast allan heim sýni glögglega gjaldþrot vinstri stefnunnar. Það sorglegasta við þetta hér er að "hægri flokkur" landsins skuli hafa staðið að því að þenja ríkið út eins mikið og raun ber vitni. Hann stendur því augljóslega ekki undir nafni.

Ríkið átti einnig að láta bankana bara fara í þrot, þeir eru eins og hvert annað einkafyrirtæki. Kanarnir t.d. létu 104 banka þar í landi fara á hausinn árið 2009.

Það sem mér líkar verst er hve stjórnmálamönnum finnst eðlilegt að fara illa með almannafé. Er allt í lagi fyrir borgina að eyða yfir 800 milljónum á ári í þetta tónlistarhús? Sama á við þetta fáránlega framboð til Öryggisráðsins. Við erum líka með urmull sendiherra hér heima á dúndrandi launum.  Stjórnmálamenn hafa sýnt það (bæði hér og erlendis) að þeim er ekki treystandi fyrir fé almennings. Því þarf að draga ríkið verulega saman svo hægt sé að lækka skatta. Það þýðir auðvitað uppsagnir. Þegar skattar eru orðnir lægri verður auðveldara fyrir atvinnulífið að taka við sér. Mér fannst mjög gott að sjá (hjá þér Jón M.) þessar tölur úr fyrirspurn Birgis Ármannssonar, þær voru mjög áhugaverðar og sýna glögglega í hve mikið öngstræti við erum komin. Þessum tölum þarf að halda hátt á lofti. Menn verða að skilja að ríkið framleiðir engin raunveruleg verðmæti og því ekki hægt að hafa það eins stórt og víða tíðkast.

Auðvitað verður HÍ að velja, grein eins og kynjafræði er ekkert nema áróðursfræði sem vill kenna karlmönnum um allt sem aflaga fer. Ég dáist að þeim dug sem HR sýndi, menn verða að velja. Væri ekki nær að ríkið setti sitt fé í LHS frekar en kynjafræði?

Svo er auðvitað eðlilegt að þeir sem vilja sækja sér háskólamenntun borgi í meira mæli fyrir hana. Af hverju ætti ég að borga fyrir nám fólks með ranghugmyndir um karlmenn í kynjafræðum eða Evrópufræðum (sem lofa og prísa gagnrýnislaust þetta liðónýta apparat ESB, ESB sinnar láta eins og engin kreppa sé í ESB löndunum)?  

Ég vil miklu frekar fá að ákveða í meira mæli hvað ég geri við mín laun frekar en láta stjórnmálamenn í of miklu mæli ákveða það fyrir mig með of háum sköttum.  Þeir hafa augljóslega fallið á prófinu.

Takk annars fyrir fína færslu.

Jon (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 07:55

6 Smámynd: Dingli

Íslenska kindaketið er eina kjötið, utan villibráðar, sem er étandi. Hollari fæða en feitur biti af veturgömlu er vandfundinn.

Minnismerkið um vitfirta veröld sem var, tólistahús sem átti að kosta ótrúlega peninga, 7- 8 milljarða, en fer í 50! verður aldrei rekstrar hæft. Byggingarkostnaðinn verður að afskrifa sem hrunagjald, rétt eins og 300hundruð miljarða gjöf Seðlabankans til gjaldþrota spilavíta.

Ekki er lengra síðan en svo, að enn er á lífi fólk sem tók þátt í harðvítugri baráttu fyrir einföldustu mannréttindum. Fátækt verkafólk sem barðist af hörku fyrir því að fá að mennta börnin sín, hefur örugglega ekki getað ímyndað sér að barnabörnin yrðu mörg hver að háskólamenntuðum ræningjum. Yfirfullur markaður af lögfræðingum sem langflestir hafa þann eina starfa, að ræna fátækt fólk aleigunni með lagaklækjum, og svo glæpsamlegri hækkun upphaflegrar skuldar að engum fíkniefnabarón dytti slíkt í hug, enda kæmist hann ekki upp með það.  En þessir plebbar þurfa enga handrukkara, þeir senda bara lögguna til að taka aleiguna af fólki, gera það gjaldþrota til lífstíðar í skjóli lögfræðingaklíku Alþingis, en sú stofnun er þó aðeins að vakna til vitundar um þá ómensku sem fengið hefur að lifa í áratugi undir verndarvæng stjórnvalda.

Lokum fyrir innritun í lögfræði og viðskiptadeildir næstu þrjú ár a.m.k. og "gælu" flippi eins og kynjafræði má gefa frí mín vegna. Hvernig stendur svo á því að kennarar þurfa orðið háskólapróf til að kenna krökkum að lesa, skrifa og reikna? Koma þessir gemlingar betur menntaðir út í lífið og framhaldsskólana en hér áður? Það held ég ekki. 

Dingli, 21.6.2010 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband