Leita í fréttum mbl.is

Og ríkisstjórnin situr um sinn

Ríkisstjórnin notar ítrekað peninga skattborgaranna til að tryggja sér stuðning á Alþingi.  Nokkrir þingmenn Vinstri grænna sögðust ekki styðja stjórnina lengur nema hún eyddi tugum milljarða í að ógilda samninga milli tveggja lögaðila sem koma ríkisstjórninni ekkert við og heyra ekki sérstaklega undir boðvald hennar.  Til að kaupa stuðning þessara þingmanna var ákveðið að skipa nefnd á kostnað skattgreiðenda. 

Friðunarnefndin var skipuð í gær. Kostnaður við nefndarstarfið greiðist úr ríkissjóði. Væntanlega hefur þá allt fallið í ljúfa löð á kærleiksheimili hinnar hreinu Vinstri stjórnar.  Hins vegar liggur ekki fyrir hvað á að gera við nefndarálitið.

Óneitanlega er það áleitin spurning hvað kaup Steingríms og Jóhönnu á fylgi einstakra þingmanna við ríkisstjórnina hafa kostað skattgreiðendur. Þá hljóta að vakna áleitnar spurningar um heimildir ríkisstjórnar til að kaupa sér meirihlutastuðning á Alþingi á kostnað skattgreiðenda. Siðfræði kaupa á sannfæringu þingmanna til stuðnings við ríkisstjórn er síðan mál sem e.t.v. þarf að skipa nefnd til að kryfja.

Hafi ríkisstjórnin talið að vafi léki á lögmæti kaupa Magma á hlutum í HS Orku hefði verið eðlilegt að hún aflaði sér lögfræðilegs álits um það atriði. En það er ekki viðfangsefnið heldur að friða órólegu deildina í Vinstri grænum. Skyldu nefndarmenn í friðunarnefndinni gera sér grein fyrir þessu?

Hvað á svo að gera við nefndarálitið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 420
  • Sl. sólarhring: 459
  • Sl. viku: 4241
  • Frá upphafi: 2428041

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 3924
  • Gestir í dag: 360
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband