23.8.2010 | 21:58
Sótt að þjóðkirkjunni
Herra biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson hefur verið farsæll í starfi. Honum hefur gengið vel að setja niður alvarlegar deilur innan kirkjunnar og fara þann gullna meðalveg sem nauðsynlegt er á óróleikatímum. Karl Sigurbjörnsson er líka góður kennimaður og skilaði góðu dagsverki sem prestur áður en hann settist í biskupsstól.
Miðað við þessa forsögu þá er það óneitanlega nokkuð sérstakt að talað sé um það í einhverri alvöru að biskupinn eigi að segja af sér. Stjórnandi Kastljóss spurði biskup að þessu í kvöld og hann svaraði að vonum að til þess kæmi ekki. Ég sé ekki að nokkuð réttlæti þessa spurningu stjórnandans.
Dregið hefur verið upp gamalt mál þar sem sr. Karl Sigurbjörnsson kom að ásamt sr. Hjálmari Jónssyni og varðaði fyrrverandi biskup. Hugsanlega hefðu þeir báðir getað höndlað það mál betur en áttu sennilega báðir að neita að koma að málinu í upphafi og benda á þær leiðir sem væru í boði í réttarríkinu.
En ég get ekki betur séð en þeir hafi ákveðið að ganga erinda fyrir konu sem hafði verið órétti beitt til að málið fengi þann endi sem hún þá óskaði. Það gekk ekki eftir og málið var þá ekki lengur í höndum þeirra sr. Karls og sr. Hjálmars. Hvorugur þeirra var í þeirri stöðu að vera rannsóknarréttur í máli þáverandi biskups, því miður. Þessi viðleitni sr. Hjálmars og sr. Karls til að láta gott af sér leiða þó ekki tækist betur til verður því ekki höfð uppi gegn þeim með nokkrum skynsamlegum rökum og það er svo gjörsamlega fráleitt að Karl Sigurbjörnsson hafi bakað sér einhverja ábyrgð með því að freista þess af góðmennsku sinni að láta gott af sér leiða.
Þeir eru til sem telja nauðsynlegt að veikja allar þær stofnanir sem eru hornsteinar réttarríkisins og siðaðs þjóðfélags. Kirkjan er einn af þessum hornsteinum. Hún liggur því undir árásum þeirra sem eru í almennum mótmælum gagnvart þjóðfélaginu. Kirkjan á einnig ævarandi óvini í mörgum trúleysingjum sem telja það æðstu skyldu sína að sverta kirkjuna og gera lítið úr mikilvægu starfi hennar. Af þeim sökum eru alltaf margir tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að sverta og gera lítið úr kirkju og kristindómi.
Kirkjan á ekki að hrekjast undan hvaða goluþyt sem er og standa fast á sínu sem sá klettur sem henni er og var ætlað að vera. En kirkjan verður að bregðast við réttmætum efasemdum um heilindi eigin þjóna. Það er þess vegna mikilvægt að mál sem varða fyrrverandi biskup verði tekin upp og þau leidd til lykta með eðlilegum hætti á grundvelli þeirra leikreglna sem gilda í réttarríkinu Íslandi. Ásakanir á hendur fyrrverandi bískupi eru svo alvarlegar að það skiptir máli bæði fyrir þá sem hafa þær í frammi, kirkjuna og aðra sem að koma að leiða þau farsællega til lykta eftir því sem framast er unnt.
Ég gat ekki skilið biskupinn yfir Íslandi Karl Sigurbjörnsson með öðrum hætti í kvöld en það væri einmitt það sem hann ætlaði sér að gera. Á hann þá ekki frekar heiður skilið en að vandlætingarsvipann sé látin dynja á honum gjörsamlega að ástæðulausu. En engin verður víst óbarinn biskup.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 493
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Fyrirgefðu Jón, hvað kemur þetta trúleysingjum við?
Nú vitum við að þú ert ákafur stuðningsmaður ríkiskirkjunnar án þess að hafa fyrir því nokkur góð rök, en hvað ertu að troða trúleysingjum í þetta?
Síðasti biskup ríkiskirkjunnar var barnaníðingur og nauðgari. Núverandi biskup ríkiskirkjunnar reyndi að fá konur sem ásökuðu hann til að láta málið niður falla - og tókst verkið.
Ríkiskirkjan á þetta mál alveg ein.
Matthías Ásgeirsson, 23.8.2010 kl. 22:19
Heill og sæll Jón Magnússon og þakka þér fyrir þessa góðu lesningu. Viltu gera mér þann greiða að fara á síðuna mína, finna þar færsluna Geir Waage í gustinum og svara þar framlögðum spurningum með hliðsjón af þinni góðu kunnáttu í lögum þessa lands. Mér þætti vænt um þitt álit, því ég hef þá trú að þú sért einn af snjöllustu lögmönnum þessa lands.
Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 23:13
Talandi um að reyna að hengja biskup fyrir smið. Mér finnst Karl hafa staðið sig vel í sínu erfiða starfi við að stjórna klerkum þessa lands. Það er ekki auðvelt verk. Hans störf eru ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annarra en að krefjast þess að hann segi af sér er fásinna.
Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 00:35
Við skulum muna að stofnanir eru aldrei sjálfar heilagar. Hin raunverulega kirkja er að finna í þeirri undirliggjandi trú sem til staðar er í samfélaginu.
Eins og aðrar mannlegar stofnanir standa kirkjur frammi fyrir nákvæmlega sömu vandamálum mannlegs breyskleika.
Kirkjan fremur en aðrar stofnanir má ekki vera sofandi á verðinum, gagnvart þeim, sem innan eigin raða, geta reynst vera ekki starfi sínu vaxnir.
Vandinn sem kom fram í Kaþólsku kirkjunni, var að rot var lengi búið að hlaðast upp, án þess að nokkur gerði neitt í málum annað en líta framhjá vandanum, eða viðkomandi einstaklingar voru bara færðir frá einni sókn til þeirrar næstu - eftir væntanlega að hafa lofað bót og betrun.
Eins og aðrar gamlar stofnanir, ef fólk hefur ekki að nægilegu marki verið vakandi fyrir vandamálum mannlegs breyskleika, þá getur einnig rot hafa upp safnast.
Ég verð að segja, að miðað við reynslu Kaþólsku kirkjunnar undanfarin ár, virðist vera mun skárra að taka með beinum hætti á vandanum, víkja þeim úr starfi sem þarf að víkja, lagfæra þá vankanta á innri reglum sem þarf að laga.
Það með hve augljósum hætti kaþólska kirkjan hefur verið treg að taka á vandanum, hefur skaðað hennar orðstír alveg gríðarlega. Þetta er sennilega hið mesta áfall er hún hefur orðið fyrir alla tíð síðan Martin Lúther hóf upp raust sína.
Biskup í þetta sinn, þarf að taka þá áhættu að einhverjir prestar kljúfi sig frá, því í þetta sinn - er málamiðlun mun varasamari leið fyrir kirkjuna en að beita stálunum stinnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 00:36
Það var alveg eðlilegt að koma með spurninguna um afsögn þessi spurning hefur svifið yfir vötnum og biskupinn er ekkert ofgóður að svara. Þessi spurning kemur nánast altaf upp þegar menn eru jafn kirfilega flæktir og biskupinn er. Hvort hann svo fer eða er kemur mér ekki við ég reikna með að þegar að slíkri ákvörðun kemur verður eitthvert annað trúfélag farið að njóta áskriftar minnar.
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 01:39
Mér finnst þú sannfærður í því hvað hafi gerst þrátt fyrir að eðlileg skoðun á því hafi því miður ekki farið fram enþá. Ef að hlutirnir lægju jafn ljóst fyrir og þú heldur fram þá þyrfti ekki að skoða það í sjálfu sér frekar. Er ekki rétt að málin fari í þann farveg og þá skoðun sem biskup talaði um.
Jón Magnússon, 24.8.2010 kl. 08:51
Þakka þér fyrir Björn ég geri það.
Jón Magnússon, 24.8.2010 kl. 08:51
Algjörlega sammála Guðmundur.
Jón Magnússon, 24.8.2010 kl. 08:52
Einar Björn í kirkjunni takast iðulega á einstaklingar sem hafa mismunandi sýn á hlutina, en það er ekki þar með sagt að þeir geti ekki haft og eigi ekki að geta haft mismunandi skoðanir. Miðað við boðun Jesú þá heimilar hann okkur að nálgast sig með þeim hætti sem við kjósum.
Það er síðan alveg rétt varðandi gamlar stofnair og rótgrónar að það þarf alltaf að vera á varðbergi gegn því að þær staðni og vondir hlutir fari að gerast. Sem betur fer hefur íslenska þjóðkirkjan verið laus við alvarlegar ásakanir um misferli kirkjunnar þjóna nema í undantekningartilvikum. Þar eru alvarlegastar þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Ólafi biskupi og það mál þarf að fara í sinn eðlilega farveg eins og biskup hefur lagt til.
Jón Magnússon, 24.8.2010 kl. 08:57
Magnús Jón að sjálfsögðu verður hver að gera það upp við sig í hvaða trúfélagi hann vill vera. Framganga biskups núna og fyrr veldur því ekki að mínum dómi að það sé knýjandi fyrir nokkurn mann að skipta um trúfélag.
Jón Magnússon, 24.8.2010 kl. 08:59
Já allir vondu trúleysingjarnir.. Sorry en það er alltaf trúin/kirkjan/prestarnir sem sverta sjálf sig.
Ríkiskirkja getur aldrei orðið hornsteinn samfélagsins.. hér býr fólk af mörgum trúarbrögðum.. og trúalausir að auki; Að hafa ríkiskirkju er að hrækja framan í þá sem eru ekki kristnir... getur bara skapað sundrungu
DoctorE (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:22
Jón Magnússon
Myndir þú styðja það að ríkiskirkjan yrði tekin til allsherjar rannsóknar af óháðum aðilum?
Baldur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:07
Þið sem sjáið ekkert ótrúverðugt við núverandi biskup, manninn sem hefur hlotið dóm fyrir afglöp í starfi*, þið ættuð að lesa ágætis samantekt Illuga Jökulssonar á málefnum Karls.
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2010/8/24/sorgleg-umgengni-biskups-vid-sannleikann/
Ótrúverðguleiki Karls er ótvíræður, þið sem sjáið það ekki eruð í raun ennþá staddir á árinu 1996 þar sem öllu skal sópað undir teppi og þagnarmúr reistur til verndar hinum hátsetta barnaníðing.
*Var hann ekki bara að fylgja hinu íslenska stjórnsýslumódeli um að skipa skuli vini og ættingja í góð embætti.
Baldur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:36
Jón, þú hittir naglann á höfuðið, fólk þarf að gera það upp við sig.
Eins og þú átt að vita, þá var fólk skráð í trúfélag við fæðingu. Langfæstir þeirra sem skráðir eru í ríkiskirjunar eru því þar vegna þess að þeir hafa gert það upp við sig.
Þetta mál veldur því ekki að fólk skráir sig úr kirkjunni, þetta mál veldur því að fólk gerir það upp við sig.
Ég er viss um að þú ert sammála mér um að það á að auðvelda fólki að breyta trúfélagsskráningu. T.d. mætti þetta eiga heima á skattskýrslu, enda um ráðstöfun á skattfé að ræða.
Þá yrði líka komið í veg fyrir að fólk væri skráð í ríkiskirkjuna þrátt fyrir að hafa áður skráð sig úr henni, en fjölmörg dæmi eru um það.
Matthías Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 16:35
Sæll Jón. Takk fyrir greinargóða og raunsæja færslu. Ég horfði á Kastljós og hvað varðar spyrilinn er ég þér sammála. Ef biskup ætti að segja af sér þá mættum við líta til Alþingis. Ég er hræddur um að þar yrði ansi fámennt ef þingmenn okkar tækju nú til í sínum ranni.
Kveðja.
Þráinn Jökull Elísson, 24.8.2010 kl. 18:51
Burtséð frá því hvor Karl eigi að segja af sér embætti eða ekki þá finnst mér það bæði honum og kirkjunni til mikillar skammar að þora ekki að taka afstöðu með konunum sem kærðu Ólaf. Í ljósi þeirra sannana sem liggja nú fyrir á kirkjan ekki að feta einhvern óskilgreindan milliveg þar sem þeim möguleika er enn leyft að vera til staðar að Ólafur hafi verið saklaus.
Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:06
Það er full ástæða til að sækja að þjóðkirkjunni. Hún hefur ekki staðið sig gegn þegnum hennar. Biskupinn er æðsti maður kirkjunnar. Það kemur í hans hlut að leysa mál, sem koma upp þar. Þjóðkirkjan er ríki í ríkinu, sem landslög ná ekki til. Það er komin tími til þess að breyta því, þar sem þjóðkirkjan er ríkisstyrkt. Það er líka full ástæða til að hjálpa þeim einstaklingum innan hennar sem þurfa á hjálp að halda. Í mörgum tilfellum hefur það ekki verið gert, ekki bara á okkar tímum heldur líka í aldanna rás. Nú er mál að linni og lög nái yfir þessa klerkastétt. Kirkja á miklar eignir í landinu og ætti ekki að vera ríkisstyrkt. Þar er oft á tíðum illvígar deilur. Hvernig var hægt að koma svona fram við þessa einstaklinga sem eiga í hlut. Af hverju var Séra Ólafur ekki kærður og dreginn fyrir dóm? Mikið er vald kirkjunnar.
Mál er að linni og skynsemi taki við.
Unnur Ríkey Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:21
Fyrr á tímum var postulli að nafni Júdas og sveik hann frelsara sinn, en smá upphlaup innann kirkjunnar vegna atyglissjúkra kvenna, hnika mér EKKI frá kirkjunni eða trú minni, það hefur enginn sagt mér að prestur minn sé ofurmenni og eigi að vera fullkominn, hér á jörð hefur aðeins verið einn fullkominn maður og hann var krossfestur fyrir fullkomnun sína
Sigurjón Símonarson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 09:35
Doktor E það er að sjálfsögðu hægt að ræða það hvort það er rétt að vera með ríkiskirkju eða ekki. Þeir sem helst hafa barist gegn ríkiskirkju er fólk sem telur óeðlilegt að tengja saman ríki og trúmál með þessum hætti og síðan trúleysingjar. Fólk úr öðrum trúarflokkum hefur lítið látið að sér kveða í þessari umræðu.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:46
Baldur ég tel nauðsynlegt fyrir kirkjuna að grípa strax til þess að koma á óháðri rannsókn á kirkjunnar málum. Meintum ávirðingum presta og fyrrverandi biskups sem og stjórnsýslu kirkjunnar.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:48
Matthías meðan við erum með ríkiskirkju þá er þessi skipan ekki óeðlilegt, en foreldrar hljóta að geta ráðíð því hvort barnið er skráð í þjóðkirkjuna eða ekki.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:50
Þakka þér fyrir Þráinn. Já það er hætt við að það yrði ansi þunnskipaður bekkurinn víða.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:51
Ég sé nú ekki annað en að biskupinn hafi tekið málstað konunnar þegar hann tók að sér að blanda sér í málið. Ég get ekki séð annað en þeir Karl Sigurbjörnsson og Hjálmar Jónsson hafi gert það með góðum ásetningi til að reyna að koma góðu til leiðar, en ekki tekist það.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:52
Kirkjan hefði ekki getað komið í veg fyrir að Ólafur Skúlason yrði kærður Unnur. Hennar vald er ekki það mikið. Ef til vill var vandinn sá að hann var ekki kærður. Ef til vill var vandinn sá á sínum tíma að Ríkissaksóknari fékk málið aldrei til formlegrar kærumeðferðar en ég veit ekki af hverju. Hlutirnir hefðu sjálfsagt orðið öðru vísi hefði formlega kæra komið og þá hefði verið erfitt fyrir Ólaf Skúlason að sitja.
Ég tel eins og ég hef sagt hér áður að kirkjan eigi að standa fyrir víðtækri úttekt á sjálfri sér og störfum sínum í þátíð og nútíð. Ég held að það megi ekki bíða vegna þess að Kirkjan sem slík og sá boðskapur sem hún stendur fyrir er mikilvægast. Það á að skera burtu það sem verður í eld kastað eins og segir í ritningunni.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:57
Athyglisverð athugasemd Sigurjón
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 10:58
Engin athugasemd, þetta eru útúrsnúningar Jón.
Þú veist betur. Auðvitað áttu saklausu litlu prestarnir að styðja við bakið á þessum konum og taka þær trúanlegar. Þeir hefðu getað vísað þeim rétta boðleið.
Það hefðir þú gert a.m.k. Nú er þetta mál komið í réttan farveg þ.e. eftirmálinn og það er vel.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Unnur Ríkey Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:52
Engar frekari athugasemdir. Verkin tala.
Unnur Ríkey Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 18:51
...ég myndi ekki segja að það væri vegið að þjóðkirkjunni á óvægin máta, ekki miðað við hvernig háttsettir aðilar innan kirkjunnar hafa komið fram í þessum málum.
Það að spyrða trúleysingja við þessi glappaskot kirkjunnar er ósanngjarnt í besta falli og jafnast á við það þegar klerkastjórnir á la þá í Íran kenna 'villutrúarmönnum' og 'siðleysi' um náttúruhamfarir.
Það er síst trúleysingjum að kenna að kirkjunnar menn kusu kynferðisglæpamann til hæstu metorða innan stofnunar sinnar og þess heldur ekki trúlausum að kenna að aðilar innan kirkjunnar reyndu að hylma yfir þessi mál. Það jaðrar við að kenna Frjálslyndum um spillingu innan veggja Samfylkingunnar að vera að draga trúlausa inní þessa umræðu sem einhverskonar vendipunkt í þessu, þótt vi trúleysispúkarnir hlægjum vissulega á fjósbitanum þegar þeir sem saka okkur um siðleysi gera sjálfir svo í brækurnar sem nú hefur komið á daginn.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2010 kl. 19:12
Ég veit ekki nákvæmlega Unnur hvað þeir Karl og Hjálmar tóku að sér, en sennilega blönduðu þeir sér í málið til að láta gott af sér leiða og það á ekki að liggja þeim á hálsi fyrir það, þó þeir gætu ekki leyst málið og ef til vill ekki fylgt því eftir með eðlilegum hætti. Ég hef engar forsendur til að segja að þeir hafi farið rangt að.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 23:22
Nei Einar ég er ekki að halda því fram að það sé trúleysingjum að kenna. Það sem ég sagði var að þeir væru í mörgum tilvikum á móti kirkjunni. Það er engin að saka trúleysingja um siðleysi síður en svo. En það eru misjafnir sauðirnir í öllum fylkingum.
Einar en alveg eins og einn siðlaus trúleysingi hefur ekkert með skoðanir annarra trúleysingja að gera þá hefur einn spilltur biskup ekkert með trúarsannfæringu annarra að gera. Báðir valda hins vegar sínum hópum óbætanlegu tjóni. Að sjálfsögðu er það agalegt fyrir kirkjudeild að velja mann til forustu sem er siðspilltur hvað þá þegar slíkur maður kemst til æðstu metorða innan kirkjunnar.
Jón Magnússon, 25.8.2010 kl. 23:28
Jón Magnússon, kallar þú það goluþyt þegar konur og börn verða fyrir kynferðislegri misnotkun og það frá presti og sálusorgara ? Jón ertu virkilega svo illa upplýstur um hvað kynferðismisnotkun getur haft slæm áhrif á þann sem fyrir henni verður ? Jón, þetta er grafalvarlegt mál og ekki okkur kristnum samfélagsþegnum bjóðandi, sá sem verður fyrir kynferðismisnotkun verður fyrir sálarmorði. Ég er ansi hrædd um að þú værir ekki hrifinn af þessum viðbjóði sem fengið hefur að malla innan kirkjunnar, EF ... þetta ógeðslega mál snerist um dóttir þína og séra Ólaf Skúlason heitinn. Og séra Geir Waage mun ég aldrei treysta meira, hann fer eins og köttur í kringum heita skál eftir fundinn með biskupi. Og það er líka orðið ansi hart ef fólk getur ekki treyst sínum sóknarpresti.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.8.2010 kl. 06:49
Eðli málsins samkvæmt eru trúleysingjar á móti kirkjunni, rétt eins og stjórnleysingjar eru á móti stofnunum ríkisvalds...
...það verður að athuga að trúleysingjar hafa nákvæmlega ekkert með þetta mál að gera, nema í þeim tilvikum þar sem þeir benda réttilega á að keisarinn er nakinn. Lungi trúleysingja halda þó rétt fólk til trúfrelsis helgan, ólíkt t.d. biskupi sem hefur haldið þeirri bæði rasísku og theókratísku skoðun á lofti að til þess að maður teljist fyllilega íslenskur þurfi maður að vera þjóðkirkjukristinn (rétt eins og Ingólfur Arnarson og Egill Skallagrímsson voru þjóðkirkjukristnir... heh...).
Þegar æðsti maður RÍKISSPONSAÐRAR (eins og í kommúnisma , þú veist, veiku fyrirbæri sem getur ekki staðið í frjálsri samkeppni er haldið uppi af ríkisvaldinu) trúarstofnunar hefur haldið þessu fram þá vekur hann reiði. Svo þegar svona mál koma upp og í ljós kemur að æðstu menn þessarar stofnunar hafa klúðrað eins illilega og raun ber vitni, þá er ósköp eðlilegt að þeir sem biskup hefur vakið til reiði (ég hef ekki talið upp samkynhneigða og aðra sem kirkjan hefur reitt í gegnum árin) rísi upp og bendi á að þjóðin eigi ekki að borga fatareikning fyrir beran keisara.
Eins vil ég benda á að öll helstu lýðræðisríki og lýðveldi heims hafa losað sig við ríkisrekna trú, það eru aðeins afdönkuð fyrrum fasistaríki og núverandi íslömsk fasistaríki sem halda sig við ríkisstýrða siðboðun að ofan.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.8.2010 kl. 08:48
> þá hefur einn spilltur biskup ekkert með trúarsannfæringu annarra að gera
Jón, þetta snýst ekki einungis um einn spilltan biskup. Þetta snýst um viðbrögð kirkjunnar sjálfrar, hvernig tekið var á móti þessum konum.
Alveg eins og að málin í kringum kaþólsku kirkjuna snúast ekki um staka barnaníðinga heldur skipulagða hylmingu stofnunarinnar.
ps. Ertu ekki enn þeirrar skoðunar að trúmál eigi að vera einkamál - eða varstu kannski aldrei á þeirri skoðun?
Matthías Ásgeirsson, 26.8.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.