9.9.2010 | 14:29
Landsdómur
Þingmannanefnd Atla Gíslasonar mun vera um það bil að skila af sér og fréttir berast af því að nefndin leggi til að höfðað verði mál gegn ákveðnum fyrrverandi ráðherrum og það lagt fyrir Landsdóm.
Hverjir ætla að greiða atkvæði um það? Þeir sem sátu með þessum ráðherrum í ríkisstjórn og bera verkskipta ábyrgð á stjórnarframkvæmd á þeim tíma? Þar á meðal eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Þórunn skarpmælta Sveinbjarnardóttir.
Ætlar Árni Páll Árnason sérfræðingur í málefnum Íbúðalánasjóðs að kveða upp dóma yfir þeim sem hann studdi í ríkisstjórn fyrir tveim árum síðan?
Allt starf þessarar þingmannanefndar ber það því miður með sér að þar hafi illa verið staðið að verki. Eðlilegt hefði verið að þingmannanefndin hefði komið málinu út úr pólitísku ferli og í faglegt ferli.
Í annan stað hefði verið eðlilegt að nefndin starfaði fyrir opnum tjöldum.
Í þriðja lagi þá hefði verið nauðsynlegt að nefndin sjálf hefði farið í sjálfstæða rannsóknarvinnu varðandi þau atriði sem mestu máli skipta.
Í fjórða lagi þá hefði nefndin í upphafi þurft að taka á því að rannsóknarnefnd Alþingis virti ekki andmælarétt þeirra ráðherra sem sakaðir eru um vanrækslu og birti andmæli þeirra ekki með útgefinni skýrslu. Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður veit hvað það þýðir að andmælaréttur er ekki virtur.
Í fimmta lagi hefði þingmannanefndin þurft að taka á hæfismálum þeirra sem sátu í rannsóknarnefndinni af gefnu tilefni og
í sjötta lagi þá hefði þurft að virða grundvallarreglur réttarríkisins um upplýsingagjöf og aðkomu grunaðra á rannsóknarstigi þ.e. í þessu tilviki við meðferð þingmannanefndarinnar.
Það er verulega miður að svo illa skuli hafa verið að verki staðið varðandi þetta mál.
En eftir stendur spurningin um hæfi þeirra sem ætla hugsanlega að ákæra sumir fyrrum samstarfsmenn sína og félaga án þess að faglegt mat unnið á forsendum réttarríkisins liggi fyrir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 326
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 4147
- Frá upphafi: 2427947
Annað
- Innlit í dag: 301
- Innlit sl. viku: 3837
- Gestir í dag: 288
- IP-tölur í dag: 269
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Jón - Hefurðu sent Atla Gíslasyni - þingmannanefndinni - þína álitsgerð ?
Er það ekki leyfilegt? - Ég hefði haldið að það væri af hinu góða fyrir nefndina að fá frá þér álitsgerð - svona til að fríska upp fyrir nýjum sjónarhornum - innan nefndarinnar - það getur nú ekki verið henni skaðlegt.
Benedikta E, 9.9.2010 kl. 15:15
Já þetta er rétt Jón. Þetta gengur dálítið fram af mér hvernig að þessu er staðið. Þú ert lögfræðingur og veist allt um svona mál. Hefði ekki verið eðlilegra að þingið hefði skipað nefnd sem væri skipuð væri löglærðum mönnum utan þings? Þessir þingmenn sem eru í nefndinni geta tæpast verið hæfir jafnvel þó þeir sleppi öllum pólitískum refskákum. Eða er það?
Gylfi Björgvinsson, 9.9.2010 kl. 15:18
Er þá málskot til Landsdóms ekki rétt skilgreint í lögum/stjórnarskrá?
Ég hef skilið það mál svo að Alþingi eigi að stýra för í málskotstilfelli sem þessu. Hitt er öllum ljóst að þetta er nýjung í íslenskri stjórmálasögu en mér finnst ótrúlegt að þetta mál hafi lent af handahófi í einhverjum þeim farvegi sem fella megi undir pólitískt klúður.
Þessa ályktun mína má þó enginn taka á þá lund að mér finnist það ótrúlegt að pólitíkusar okkar klúðri vinnu við stjórnsýslu.
Árni Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 15:36
orð að sönnu Jón
Halldór Jónsson, 9.9.2010 kl. 21:06
Nei ég hef ekki verið beðinn um álitsgerð. Ég hef hins vegar lesið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis mjög ítarlega og komst að þeirri niðurstöðu að það væru engin efni til að kæra fyrrverandi ráðherra á grundvelli þess sem þar kemur fram. Þingmannanefnd Atla er að ljúka störfum og hún hefur alla vega sett peninga í að kyngreina hrunið en mér er ekki kunnugt um frekari rannsóknarvinnu af hálfu nefndarinnar.
Jón Magnússon, 9.9.2010 kl. 22:35
Ég tel að það hefði verið heppilegra Gylfi að skipa fólk utan þings til að fjalla um hugsanlega málsókn á hendur ráðherrum og þingmannanefnd hefði síðan getað farið yfir það með þeim aðilum. Ákvæðin um Landsdóm eru gömul og frá tíma þar sem hugmyndafræðin varðandi meðferð sakamála var allt önnur en hún er hjá okkur í dag. Það gerir þessa málsmeðferð sem viðhöfð hefur verið af hálfu nefndar Atla Gíslasonar að vissri tímaskekkju
Jón Magnússon, 9.9.2010 kl. 22:38
Ákvæði um Landsdóm eru barn síns tíma og það hefði þurft að endurskoða þau fyrir löngu. Hitt er rétt hjá þér að formelga heyrir þetta undir Alþingi. En spurningin er alltaf með hvaða hætti nálgast menn viðfangsefni af þessu tagi. Á sínum tíma flutti Gunnar Thoroddsen heitinn jómfrúarræðu á Alþingi um nauðsyn þess að stofna embætti saksóknara og aðskjlja saksókn frá dómsmálaráðuneytinu þannig að það væri ekki nokkrum vafa undirorpið að engin pólitík blandaðist í saksókn eða það að fallið væri frá saksókn. Sú hugsun náði fram að ganga og réttarþróunin hefur verið með þeim hætti að allt önnur sjónarmið eru nú uppi en voru þegar kveðið var á um ráðherraábyrgð og Landsdóm.
Þess vegna er það gagnrýnisvert að sá þingmaður sem stýrði starfi þingmannanefndarinnar skuli ekki hafa komið málum strax í þann farveg að fela óháðum fagaðilum að koma með tillögur varðandi hugsanlega málsókn gegn fyrrverandi ráðherrum sem nefndin hefði síðan átt að afgreiða beint til Alþingis með tillögu um að farið skyldi að þeirri niðurstöðu sem þar kom fram. Með þeim hætti hefði málið verið tekið úr þeirri pólitísku umgjörð sem það er nú í. Þá hefði líka þurft að gæta hagsmuna viðkomandi ráðherra og láta þá njóta þeirra réttinda sem grunaðir menn eru látnir njóta á rannsóknarstigi mála. Ekkert af þessu var gert og það finnst mér gjörsamlega fráleit vinnubrögð
Ég hefði búist við því af Atla Gíslasyni að hann mundi vinna með faglegri hætti en hann hefur gert, en því miður varð sú ekki raunin.
Jón Magnússon, 9.9.2010 kl. 22:54
Þakka þér fyrir Halldór.
Jón Magnússon, 9.9.2010 kl. 22:54
Kemur einungis til kasta Samfylkingar við afgreiðslu málsins á Alþingi? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að sitja hjá eða vera fjarrverandi í heildsinni? Er enginn hiksti og fótafúi í Sjálfstæðisflokknum að sakfella samherja sína?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 08:55
Hef ég það ekki rétt eftir Sigurði Líndal fyrrv. lagaprófessor að hann telji að lög um Landsdóm hafi sannað gildi sitt og þau standist enn í dag?
Mér er ekki launung á því að ég hef lengi talið eitt brýnasta verkefni samfélagsins að senda stjórnsýslunni skýr skilaboð um að hún er hvorki ósnertanleg né ábyrgðarlaus.
Nú setur að mér óhug þegar ég finn hversu andinn í mörgum embættismönnum og pólitíkusum.(flokksblindingjum) er neikvæður út í þennan fyrsta Landsdóm.
Horfi ég til baka yfir okkar stjórnsýslu nokkuð mörg ár aftur sé ég fyrir mér mörg málskot og marga dóma.
Sem samfélagið hefur þurft að horfa á eftir inn í pólitíska þöggunardeild sem síðan hefur fengið vinnufrið hjá siðblindum flokkadindlum.
Árni Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 14:02
Það er enginn vafi Jón að lög um bæði Landsdóm og ráðherraábyrgð eru orðin úrelt og færð hafa verið fram rök fyrir því að ákvæði þeirra séu óljós og uppfylli ekki nútímakröfur um skýrleika refsiheimilda.
Vil ég vekja athygli þína á 13. gr. l. nr. 19/1963 um landsdóm, en þar segir: "Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun ... og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs Alþingi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Ennfremur kýs ... Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar." Hverjir skyldu nú taka að sér saksóknina?
Halda menn í alvöru að fyrirkomulag af þessu tagi gangi í nútíma réttarríki? Nei ekki einu sinni Jóhanna forsætis. Hún flutti á Alþingi 2001 tillögu til þingsályktunar um heildarendurskoðun á lögum um landsdóm. Þar segir m.a. í greinargerð:"Gildandi ákvæði um landsdóm, sem staðið hafa óbreytt frá setningu þeirra, eru mjög þung í vöfum. Í raun má segja að þau séu orðin úrelt og ekki í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa í dóms- og réttarkerfinu..."
Væri ekki nær að Jóhanna Sigurðardóttir, sem er forsætisráðherra í ríkisstjórn, sem styðst við þann meirihluta Alþingis, sem hefur í hyggju að beita úreltum lagaákvæðum, láti til sín taka?
Gústaf Níelsson, 10.9.2010 kl. 15:00
Þingið sakfellir ekki í þessu tilviki Axel það getur ákært en það yrði Landsdómur sem mundi sakfella eða sýkna. Í mínum huga væri það fráleitt að samþykkja ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum á grundvelli þeirrar löggjafar sem er í gildi um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Þau ákvæði standast ekki ákvæði um mannréttindi eins og þau eru nú svo dæmi sé tekið.
Jón Magnússon, 10.9.2010 kl. 22:42
Árni ég get verið efnislega sammála þér um stjórnsýsluna og ýmislegt annað. Það er hins vegar ómögulegt að nota lög sem ganga ekki og standast ekki miðað við ákvæði laga um mannréttindi m.a. hvað varðar rannsókn, ákærur og málskot. Slíkar ákærur yrðu flan eitt og mundu enda úti í mýri hvað sem Sigurður Líndal, besti vinur LÍÚ og kvótakerfisins, segir um þessi mál. Ég sé að Gústaf Níelsson hefur skrifað um atbeina Jóhönnu Sigurðardóttur til að reyna að rétta lögin af hvað varðar Landsdóm. En það var bara ekki gert og það er betra heima setið en fara af stað á ónýtum farkosti.
Jón Magnússon, 10.9.2010 kl. 22:46
Þakka þér fyrir Gústaf þetta var góð upprifjun. En því má heldur ekki gleyma að hugsunin á bak við lög um Landsdóm voru að ráðherra misbeitti ekki valdi sínu. Það hefur aldrei hvarflað að nokkrum að ráðherra gæti bakað sér refsiábyrgð fyrir heimsku sakir svo dæmi sé tekið enda væru dómsmál þá tíð fyrir Landsdómi.
Það er mín skoðun hvað svo sem menn vilja gera varðandi ákærur á einstaka ráðherra að þá eru lögin um Landsdóm svo gölluð m.a. ákvæði um rannsókn, ákæru og það að ekki er hægt að áfrýja dómi Landsdóms, að ég tel að þau standist ekki mannréttindaákvæði íslenskra laga eða mannréttindasáttmála Evrópu svo dæmi sé tekið.
Ákæra á þessum grundvelli yrði því til lítils sóma fyrir þá sem að því mundu standa þó sumir þingmenn telji vafalaust í augnablikinu að það gæti horft til vinsælda að standa að ákærum. Hætt er hins vegar við að sagan dæmi þá sem að því muni standa.
Jón Magnússon, 10.9.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.