11.9.2010 | 10:16
Sporin hræða
Þingmannanefnd Atla Gíslasonar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fór fram á það við ríkissaksóknara með bréfi 14.5.s.l. að hann tæki mál fjögurra fyrrum embættismanna til rannsóknar og ákæru eftir atvikum. Í svari ríkissaksóknara frá 7. júní s.l. kemur fram:
"Niðurstaða setts ríkissaksóknara er sú að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis á köflum 21.5.5. og 21.5.6. gefi að svo stöddu ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni."
Með einföldum ábendingum sýndi ríkissaksóknari fram á það í ofangreindu svari sínu að ályktanir og ákærugleði þingmannanefndar Atla Gíslasonar ætti ekki við efnisleg rök að styðjast.
Í dag ætlar þessi sama þingmannanefnd að skila áliti til Alþingis og óneitanlega hræða vanhugsuð óheillaspor sem nefndin hefur þegar stigið.
Jónas Jónsson frá Hriflu var dómsmálaráðherra á árunum 1927 til 1932, hann hafði þá það vald sem dómsmálaráðherra að fyrirskipa sakamálarannsóknir gegn mönnum og hafði einnig það vald að ákveða hvort refsimál skyldi höfða á hendur fólki. Atburðir þessara ára og glögg hugsun og skilningur á mannréttindum varð til þess að dr. Gunnar Thoroddsen fyrrum prófessor í lögum og forsætisráðherra flutti frumvarp á Alþingi um opinberan ákæranda og sagði þar m.a. í framsöguræðu sinni:
"Það hefur geysimikla þýðingu í hverra höndum ákæruvaldið er og hvernig með það er farið. Það er hin mesta nauðsyn, að það sé í höndum góðra og réttsýnna manna og að því sé beitt með fullu rétlæti. Í meðferð þessa er tvenns að gæta. Annars vegar, að því sé beitt gegn öllum þeim, sem glæpi hafa drýgt, og hins vegar, að því sé ekki beitt gegn saklausum mönnum.
Það getur haft geigvænleg áhrif, ef maður er ákærður fyrir afbrot, sem hann er alsaklaus af, jafnvel þótt hann verði sýknaður að lokum. Ákæran ein, með öllum þeim réttarhöldum og vitnaleiðslum, varðhaldi, yfirheyrslum og umtali manna ímilli sem sakamálarannsókn eru samfara getur gert honum slíkt tjón, bæði andlega og efnalega að hann bíði þess seint bætur."
Óneitanlega hefur nefnd Atla Gíslasonar þegar komið fram með tilmæli og ábendingar sem benda til að alla vega vilji meiri hluta nefndarinnar sé að koma á pólitískum réttarhöldum jafnvel þó að formaður nefndarinnar hljóti að átta sig á að lögin um Landsdóm eru úrelt og standast ekki ákvæði laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu sbr. m.a. 2.gr samningsviðauka nr. 7. Einnig mætti nefna ákvæði 1. mgr. 6 gr. samningsins og fleira.
Verði það raunin að Alþingi ákveði að efna til pólitískra réttarhalda, sem ég tel einsýnt að muni enda með mikilli sneypuför þess ákæruvalds, þá má búast við aukinni lausung í þjóðfélaginu og aukinni hættu á pólitískum hefndaraðgerðum gegn pólitískum andstæðingum.
Ákvæði um ráðherraábyrgð og lögin um Landsdóm voru sett til að reyna að fyrirbyggja það fyrst og fremst að ráðherra misbeitti valdi sínu eða afvegaleiddi löggjafarvaldið með röngum upplýsingum. Resiábyrgð ráðherra byggist ekki á því að hann hefði getað gert betur á grundvelli síðari tíma skýringa.
Óneitanlega óttast ég það að Alþingi setji enn meira niður við meðferð þessa máls en orðið er nú þegar. Samt sem áður vonast ég til að Alþingismenn láti ekki ímyndaða stundarhagsmuni og pópúlisma byrgja sér sýn eða taki ómálefnalega afstöðu sem getur kostað ríkið mikil útgjöld og álitshnekki þegar upp er staðið.
Pólitískt vald á ekki að ákveða saksókn eða réttarhöld. Meðan ákæruvaldi um ráðherraábyrgð hefur ekki verið komið úr höndum pólitíska valdsins þá verður því ekki beitt svo vel fari. Alþingismenn ættu því að sammælast um að setja nútímaleg ákvæði um ráðherraábyrgð og Landsdóm sem standast þær kröfur sem nú eru gerðar varðandi ákærur og málsmeðferð í sakamálum.
Þegar grannt er skoðað eru engar forsendur til að höfða mál á hendur þeim fjórum fyrrverandi ráðherrum sem nafngreindir hafa verið í fréttum. Ákærur á hendur þeim munu því byggjast á pólitísku mati og friðþægingaraðgerðum að hætti stjórnvalda í ríkjum sem við teljum okkur ekki eiga samleið með.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 297
- Sl. sólarhring: 695
- Sl. viku: 4118
- Frá upphafi: 2427918
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 3809
- Gestir í dag: 264
- IP-tölur í dag: 253
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hvar setur þú mörkin? Þjóðarskútunni var siglt í strand, Ráðherrar flugu þvers og kruss um heiminn til að sannfæra menn um styrk bankanna, menn ábyrgðust Icesave. Ráðherrar brugðust seint og illa við. Við höfum séð af skýrslunni að pottur hefur verið brotinn í mörg ár.
Ríki sem við teljum okkur ekki eiga samleið með? Áttu við USA? Rannsóknarnefndir hrökkva í gang ef konur ásaka Clinton um áreiti. Hvar er þessi ábyrgð sem alltaf er vitnað til ef þarf að réttlætta hátt kaup?
Villi (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:10
Sem almennur borgari og allsendis ófróður um lög og lögsögu umfram hið almenna þá sé ég ekki betur en að ákæra gegn einum ráðamanni í þessu sambandi búi til fleiri vandamál en hún leysir.
Þetta byggi ég á þeirri vissu minni að þorri landsmanna telur flesta, ef ekki alla þá ráðherra og alla þá þingmenn sem sátu á alþingi, a.m.k. frá og með "sölu" bankanna vera seka um vanrækslu í besta falli.
Verði einn eða fleiri ákærðir er ég hræddur um að fari í gang algjörlega óstöðvandi runa ásakana og "nornaveiða" sem á eftir að spilla málum enn meira en orðið er og lengja þar með enn þann tíma sem þurft hefði til að lægja óánægjuöldurnar í þjóðfélaginu.
Hólímólí (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:15
Auðvitað er fráleitt að ætlast til þess að stjórnmálamenn hafi einhverja ófreskisgáfu og geti séð fyrir um afleiðingar allra aðgerða sinna og ákvarðana. Hver ætlar t.d. að taka ábyrgð á röngum og ámælisverðum athöfnum Gylfa Magnússonar fv. viðskiptaráðherra, sem var pólitískt umboðslaus? Væntanlega enginn - kannski Jóhanna forsætis?
Það er enginn vafi á því að ætli núverandi þingmeirihluti að virkja landsdóminn, mun hefjast pólitískt galdrabrennufár í landinu, sem kann að standa lengur en þjóðinni er hollt.
Gústaf Níelsson, 11.9.2010 kl. 13:47
Eigum við kannski yfirhöfuð nokkuð að vera að rétta í málum nokkurs manns? Þetta minnir mann á þegar góður maður sagði að það þýddi ekkert að dæma olíufélögin í fjársektir, það kæmi bara út í hærra bensínverði!
Þetta þýðir kannski að við verðum að borga þessu fólki bætur vegna óþæginda sem þessi umræða er farin að valda því. Nú fer Árni í mál við ríkið og fær bætur vegna þess tíma sem hann þurfti að sitja á Kvíabryggju. Jafnræðisreglan. "Stelir þú dúk ferðu í fangelsi. Sökkvir þú þjóðarskútu bíða þín góð eftirlaun.
Villi (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 17:50
Nú verð ég að játa mig sama sinnis og Hólímólí! Hólímólí!
Sigurður Hreiðar, 11.9.2010 kl. 20:25
Villi það er misskilningur hjá þér varðandi Bill Clinton. Málið hvað hann varðar hafði ekkert með áreiti gagnvart konum að gera heldur spurninguna um það hvort hann hefði sagt ósatt eiðsvarinn fyrir dómi. Clinton hjónunum og hjálparfólki þeirra tókst að snúa þessu upp í farsa en það er annað mál.
Það er rangt að þjóðarskútunni hafi verið siglt í strand. Öll starfsemi þjóðfélagsins hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist þó að mikilvægustu viðskiptabankarnir og stærstu fyrirtækin færu á hausin. Hvorki þáverandi ráðherrum né öðrum datt í hug að það væri jafn mikil svikastarfsemi í gangi í fjármálalífinu og reyndist vera. Þú skalt ekki gleyma því að allir sem koma að málum eru sammála um að meginsökin liggi hjá bankamönnunum en ekki stjórnmálamönnunum.
Síðan er það inntakið í því sem ég er að segja að ákvæðin um Landsdóm, málsmeðferð og ákæruvald þingsins eru óeðlileg.
Jón Magnússon, 11.9.2010 kl. 20:29
Ég er ekki sammála þér um ábyrgð allra H en að öðru leyti er ég það. Ég óttast satt best að segja um framtíð þessa lands miðað við það óendanlega bull sem Vinstri grænir eru að leiða yfir þjóðina með aðstoð nokkurra nytsamra sakleysingja.
Jón Magnússon, 11.9.2010 kl. 20:31
Ég er hjartanlega sammála þér Gústaf. En ég held að þetta fólk sem nú mælir með ákærum átti sig ekki á afleiðingum gerða sinna og hvað grundvöllurinn undir slíkum ákærum er vafasamur.
Jón Magnússon, 11.9.2010 kl. 20:34
Villi það vill nú þannig til að ég var sá sem benti á samráð olíufélaganna og krafðist rannsóknar á því og þeim yrði refsað sem hefðu unnið til saka nokkru áður en Samkeppnisstofnun byrjaði að rannsaka málið. Að sjálfsögðu eiga þeir sem bera ábyrgð að lögum að sæta refsingu. En það verður að vera í samræmi við eðlilegar reglur réttarríkisins þar sem mannréttindi eru virt. Ég er að benda á það Villi að við erum ekki með umjgörð um eðlileg mannréttindi eins og löggjöfin um Landsdóm og ráðherraábyrgð eru nú.
Þá verður ekki komist hjá að benda á að nefnd Alþingis vann ekki neina rannsóknarvinnu og nefndarálitið er með algjörum ólíkindum léleg endursögn úr skýrslu Rannsóknarnefndarinnnar. Mér er nær að halda að Atli Gíslason hafi náð að leiða nefndina í algjörar ógögnur.
Þá er þingsályktunartillagan sem lögð er fram í nafni allra nefndarmanna með ólíkindum vitlaus
Jón Magnússon, 11.9.2010 kl. 20:39
Sigurður Heiðar ertu ekki sammála því sem ég er sammála Hólí eða ertu sammála honum að öllu leyti?
Jón Magnússon, 11.9.2010 kl. 20:39
Sæll Jón, hvenær gerir fólkið byltingu, hvenær ætlum við að breyta þessu spillta stjórnmála og bankakerfi? Frá því að ég fékk vit, þá hefur enginn stjórnmálaflokkur komið fram á sjónasviðið með raunhæfa stefnu, þá er ég að tala um stefnu í ríkismálum sem eru í raun og veru hagstæðust þjóðinni í heild, mér finnst stjórnmálamenn alltaf vera í því að púkka upp á einhverja gæðinga hvers flokks fyrir sig. Mér finnst Íslensk pólitík slæm tík, svo ég tali nú um bankakerfið!
Ég er á því að sá gjörningur að láta ríkið taka yfir bankana við bankahrunið hafi jaðrað við föðurlandsvik!!!!
Sem sagt ég er mikið hissa á því hvað þjóðin lætur bjóða sér, er ekki eins gott að láta stóra risann út í Evrópu stjórna hér eins og einhverja pólitíkusa sem eru að róta í rústum bygginga sem brann!
Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 08:38
Góð spurning Helgi Þór. Langlundargerð þessarar þjóðar og vilji til að láta draga sig á asnaeyrunum er ótrúlegt.
Jón Magnússon, 12.9.2010 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.