Leita í fréttum mbl.is

Lettar

Lettar lentu í efnahagshruni eins og við og að mörgu leyti af sömu ástæðum þó að bankakerfi þeirra væri miklu minna hlutfallslega en okkar.  Strax eftir hrunið í Lettlandi greip ríkisstjórnin til margháttaðra aðgerða til að reisa efnahaginn við. Það var ekki sársaukalaust. Atvinnuleysi hefur farið upp í 20% og ríkisútgjöld hafa verið skorin mjög mikið niður til að ná jafnvægi í ríkisfjármálin.

Margir spáðu því að kjósendur mundu refsa stjórnarflokkunum í Lettlandi fyrir að ganga fram af jafn mikilli skynsemi og þeir gerðu og hörku við að koma hlutum í lag á nýjan leik. Þannig skrifaði tímaritið the Economist fyrir nokkru að líklega yrðu þeir stjórnmálamenn sem stjórnuðu í Lettlandi látnir taka út refsingu af hálfu kjósenda fyrir að gera strax það sem nauðsynlegt væri að gera með meðfylgjandi tímabundnum þrengingum í landinu.

Nú að loknum kosningum í Lettlandi liggur fyrir að stjórnarflokkurinn heldur velli. Lettneskir kjósendur eru ekki svo heillum horfnir að þeir hlaupi eftir fagurgala Steingríma þess lands heldur horfa á málin með skynsemi og virða það sem vel hefur verið gert.

Í Lettlandi hefur verið hagvöxtur að undanförnu og spáð er að atvinnuleysi fari minnkandi og hagvöxtur aukist enn.

Því miður er íslenska ríkisstjórnin að gera allt annað en ríkisstjórnin í Lettlandi. Hér dregst þjóðarframleiðsla  saman  tveim árum eftir hrun. Hver fjárlögin af öðrum eru lögð fram þar sem lagt er til að við höldum áfram að lifa um efni fram. Opinberum starfsmönnum er fjölgað og föllnum fyrirtækjum haldið lifandi með fjárgjöfum frá ríkisbönkum. Ekki eru gerðar nauðsynlegar hagræðingar í utanríkisþjónustu eða fjármálakerfi landsins.  Atvinnuleysistölur eru falasaðar með því að halda uppi óarðbærum opinberum störfum. 

Kjósendur á Íslandi eru ekki fífl frekar en í Lettlandi. Þvert á spár þá ákváðu kjósendur í Lettlandi að velja þá til áframhaldandi forustu sem hafa stýrt landinu farsællega í efnahagskreppunni þrátt fyrir þrengingar.  Með sama hætti munu íslenskir kjósendur velja þá valkosti í næstu kosningum sem eru líklegir til að skila þjóðinni áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Niðurskurðurinn í Lettlandi hefur verið rosalegur og það jafngildir tilskipun um aftöku að missa vinnuna, því bætur eru littlar eða engar. Fólk gramsar í rsulatunnum eftir fæði...nú eða deyr.
Þó ég viti að þú sért að skrifa um það að fólk kunni að meta þarfar aðgerðir, má líka velta bæði þessari hlið fyrir sér, sem og hinni, að ef Lettar hefðu haft eigin gjaldmiðil (þ.e. ekki rígbúndinn við Evruna) þá hefði mátt varðveita störfin miklu betur.
Málin hafa svo margar hliðar að ég er ekki að standa mig markvert betur að spegla ástandið þar frkar en þú, en ég tek undir með þér í þeim grundvallaratriðum, að fólk er ekki fífl, það veit og þekkir muninn á loddurum og þeim sem virkilega eru að vinna fyrir það.

Haraldur Baldursson, 3.10.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er sennilega rétt greining hjá þér.

Þ.e. mjög einkennilegt að lesa fjármálafrumvarpið. En, ég hef verið að lesa það um helgina, þ.s. þ.e. eins og að Fjármálaráðuneytið sé viljandi að planleggja skv. úreltum gögnum.

En, þeir nota hagspá frá því snemmsumars, þegar nýrri gögn þ.e. 2. fjórðungs uppgjör sömu stofnunar, og endurskoðað 1. fjórðungs uppgjör, sýna lakari framvindu en spáin á fyrri hluta árs gerði ráð fyrir.

Að auki sýna gögn Seðlabanka, að samdráttur hefur orðið á tekjum stjv. á fyrri árshelmingi, miðað við þ.s. áætlað var við upphaf árs.

En, áfram notar Fjármálaráðuneytið þessi úreltu gögn - og býr til í þessu plaggi, þ.s. verður að kalla einfaldlega fantasíu.

En skv. spá verður 3,3% hagvöxtur á næsta ári, þó krystal klárt er að ef það verður vöxtur, já þ.e. ef spurning, þá verður hann mjög lítill. En skv. tölum frá Arion Banka, þá reiknar þeirra fólk með einungis 0,5% hagvexti á næsta ári. Þeir eru ívið bjartsýnni um framvindu 2012 er þeir telja vöxt verða 2,2%.

Ég velti fyrir mér, hvort að einhver sterk afneitunar árátta hefi skotið sér rótum innan ráðuneytisins - en, klárt er að tekjur standast ekki skv. þessari þegar orðin úreltu áætlun og því klárlega mjög ólíklegt að markmið um jákvæðann frumjöfnuð náist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2010 kl. 20:32

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góða athugasemd Haraldur. Ástandið er virkilega erfitt í Lettlandi. Þeir bjuggu ekki við þá velmegun og þjóðfélagsuppbyggingu sem við bjuggum við þegar hrunið kom á báðum stöðum. Þá liggur fyrir að almannatryggingar og velferð er ekki með sama hætti tryggð þar og hér. En aðalatriðið er að þeir eru að reyna að lyfta þjóðfélaginu upp og þeim er að takast að reka þjóðfélagið með töluverðum hagvexti sem skiptir máli til að bæta lífskjör í landi og auka atvinnustig á sama tíma og hér mælist engin hagvöxtur með þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér.

Jón Magnússon, 3.10.2010 kl. 23:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hjartanlega sammála þér Einar Björn.

Jón Magnússon, 3.10.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 342
  • Sl. sólarhring: 565
  • Sl. viku: 4163
  • Frá upphafi: 2427963

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 3850
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband