Leita í fréttum mbl.is

Uppljóstrun eða Barbabrella?

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er um margt athyglisverður maður. Í dag sagði hann í ræðu að starfsmenn Seðlabankans hefðu vitað það árið 2006 að íslenska hagkerfið stefndi í þrot, en ekki þorað að birta þær niðurstöður. Starfsmennirnir hefðu birt rangar niðurstöður. Semsagt logið að þjóðinni allt frá árinu 2006.

Í framhaldi af þessari yfirlýsingu verður Már að skýra frá því hverjir gáfu þjóðinni rangar upplýsingar og hvers vegna. Einnig hvort það var geðþóttaákvörðun viðkomandi starfsmanna eða einhverra annarra að leyna þjóðina upplýsingum og birta rangar.

Þá verður Már að sýna hverjar voru niðurstöður starfsmanna Seðlabankans frá 2006 og áfram og bera saman þær niðurstöður og það sem viðkomandi starfsmenn og Seðlabankinn sendu frá sér opinberlega.

Þá liggur fyrir að Seðlabankinn hefur engan trúverðugleika í kjölfar þessarar yfirlýsingar Más Guðmundssnar nema þeir víki sem gáfu þjóðinni rangar upplýsingar og máið verði upplýst að fullu.

Víki Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sér undan að upplýsa þjóðina um þær spurningar sem vakna í kjölfar uppljóstrunar hans, þá er ekki hægt að líta á yfirlýsinguna öðrum augum en eins konar Barbabrellu, sem Seðlabankastjóri kann þá að hafa lært af borgarstjóranum.

Eða af stjórnendum Goldman Sachs bankans sem hann heimsótti undirdánugastur ásamt fjármálaráðherra í Bandaríkjaför sinni. En þeir hjá Goldman Sachs bankanum þykja hvað hugmyndaríkastir hrunbankamanna heimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli sé ekki svipað farið með þessa yfirlýsingu Más og leyniskjölinn (sic) í utanríkisráðuneytinu sem aðeins koma fyrir augu Össurar?

Hugtakið "gagnsæi" hefur tekið á sig algerlega nýja merkingu í tíð hinar norrænu velferðarríkisstjórnar.

Ragnhildur Kolka, 29.10.2010 kl. 11:29

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sama er mér hver það er sem gefur rangar upplýsingar um svona mikilvæg mál þá er það rangt hjá má að gefa eitthvað í skin að einhver hafi sagt eitthvað viljandi rangt eða einhver hafi stöðvað sannleikan þá ber má að segja frá slíku því sekur er hann fyrir að leyna þjóð sinni,það er að sega ef ísland er þjóð hans en það er sama hvort það er már eða Jóhanna eða steingrímur það er alltaf einhverjum öðrum að kenna. TAKK FYRIR MIG.

Jón Sveinsson, 29.10.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er mjög alvarleg vitneskja og leynd á þessum tíma þjónar þeim tilgangi einum að hlunnfara lánadrotnna Íslenska Hagkerfisins á kostnað almennings í framhaldi. Samanber þá sem sem eru ekki tryggðir í ljósi tilskipunar EU 94.

Hafa svona í flimtingum, sínar manni hverskonar trúðar stjórna hér.    

Júlíus Björnsson, 30.10.2010 kl. 03:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jú Ragnhildur einhvern veginn finnst mér vera sama lyktin af þessu og leyniskjölum Össurar.

Jón Magnússon, 31.10.2010 kl. 11:58

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Jón Sveinsson.

Jón Magnússon, 31.10.2010 kl. 11:59

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér um það Már að þetta er mjög alvarleg yfirlýsing Más en tek ekki undir að það séu trúðar sem stjórna hér. En Már verður að gera fullnægjandi grein fyrir málinu.

Jón Magnússon, 31.10.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband