31.10.2010 | 21:21
Af hverju ekki biðraðir?
Fjölskylduhjálpin, Þjóðkirkjan, Mæðrastyrksnefnd og ýmsir aðrir frjálsir velgjörðarhópar dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum til fátækra. Eðlilega myndast biðraðir vegna þess að það geta ekki allir fengið afgreiðslu í einu. Ekki frekar en í bönkum. Önnur samtök velviljaðs fólks gefur vinnu og matvæli til að þurfandi fólk fái heitan mat.
Umræðan um þetta mikla, góða og fórnfúsa velgjörðarstarf sem þessir aðilar sinna hefur verið á villigötum. Einblínt er á biðraðir og því haldið fram að svona lagi finnist ekki í nágrannalöndum okkar. Það er rangt þó að biðraðir geti þar verið með öðrum hætti. Þá er því haldið fram að þetta sé til skammar. Það er líka rangt. Það er ekki til skammar að til skuli vera fórnfúsar hendur sem vilja deila gæðum með okkar minnstu bræðrum og systrum. Þvert á móti.
Nú sjá margir ekki aðra lausn en búa til stofnun hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga nema hvort tveggja sé til að úthluta opinberum greiðum og velgjörðum. Er það endilega betra en það fyrirkomulag sem hefur þróast hér?
Sjálfboðaliðastarf í velferðarmálum leysir mikinn vanda og sparar mikil útgjöld. Það er reynsla allra þjóða sem þekkja til víðtækrar samhjálpar á þeim grundvelli. Víða er því talað um að hið opinbera veiti aðstoð og styrki til samtaka sem vinna að velferðarmálum og vinni með því með markvissari hætti og ódýrari að því að útdeila gæðum en með því að stofna opinbert apparat.
Er einhver þörf á því að eyðileggja gott og óeigingjarnt hjálparstarf á grundvelli ríkishyggjunnar í stað þess að styðja við hjálparstarfið þannig að þeir sem að því standa geti unnið enn betur. Hvort er líklegra til að gagnast betur þeim sem á þurfa að halda?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 217
- Sl. sólarhring: 506
- Sl. viku: 4433
- Frá upphafi: 2450131
Annað
- Innlit í dag: 198
- Innlit sl. viku: 4127
- Gestir í dag: 194
- IP-tölur í dag: 192
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hvers konar endemis rugl er þetta í þér maður ? Hver er að eyðileggja hvað ?
Það hefur reyndar verið uppi krafa um það að ríki eða sveitafélög komi meira að þessarri aðstoð, og væri það alls ekki óeðlilegt, ekki síst í ljósi þess hvernig flokkur þinn hefur mergsogið þjóðfélagið .
hilmar jónsson, 31.10.2010 kl. 21:48
"Það er ekki til skammar að til skuli vera fórnfúsar hendur sem vilja deila gæðum með okkar minnstu bræðrum og systrum. Þvert á móti."
Það hljóta allir að samsinna þessu.
En er nokkuð verið að deila á hjálparsamtökin eða fórnfúsar hendur, Jón? Aðeins það að í landi sem er í raun ein stór matarkista - með fersku vatni, kjöti og fiski, skuli fólk þurfa að standa (og í sumum tilfellum berjast) í röðum til að fá matarbita? Ég held að ádeilan sé m.a. vegna hins breiða bils sem hefur myndast milli ríkra og fátækra, sem hefur því miður breikkað ansi mikið undanfarin ár.
Ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki vilja standa í biðröð eftir mat, e.t.v. í nokkra klukkutíma - í kulda og trekki. Ísland er "The land of plenty" það þarf bara að komast á jafnari dreifing.
Ef ég vil ekki sjálf þurfa að standa í matarbiðröðinni - þá væntanlega, miðað við kristilegt siðgæði, óska ég náunga mínum þess ekki heldur.
Samt sem áður, að þessu sögðu, þá er vandamálið til staðar - fólk á ekki fyrir mat og þarf að þiggja - en spurning hvort að það eru til aðrar lausnir en þessi biðraðalausn, meðan verið er að vinna að réttlátara þjóðfélagskerfi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2010 kl. 12:07
'i þessu litla samfélagi okkar á ekki að vera þörf á matarúthlutunum það er lögbundin framfærsluskylda og hún er líka stjórnarskrárvarinn Ríkið hefur eytt mikilli orku í að bjarga fjármálafyrirtækjum nú seinast VÍKJANDI Lán til Byrs en vísar síðan okkar minnstu bræðrum og systrum í biðröð hjá Hjálparsamtökum þar sem fólk greiðir fyrir matinn með öri á sálinni
Guðmundur (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:10
Hilmar spurningin er hvernig það verður gert. Það er mergurinn málsins. Flokkar mergsjúga ekki heldur einstaklingar. Ég veit ekki betur en þeir sem tóku stærstan skerfinn hafi verið helstu styrktaraðilar Samfylkingarinnar. En það þarf ekkiað þýða að Samfylkingunni verði kennt um nema um óeðlilega fyrirgreiðslu þeirra hafi verið um að ræða.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 12:11
Þakka þér fyrir Jóhanna. Það vill engin standa í biðröð og það stendur engin í biðröð nema hann þurfi á því að halda. Það sem ég er að benda á er að ríkisvaldið komi að með aðstoð við hjálparsamtök t.d. bæti aðstöðu og ýmislegt annað þannig að yfirbragðið geti verið betra fyrir þá sem þurfa að standa í biðröðinni og líka fyrir þá sem standa að þessu hjálparstarfi. Það þarf svo lítið til að gera þetta miklu betra.
Við verðum að hugsa þetta vel vegna þess að vandamálin eru ekki að fara frá okkur því miður. Miðað við sama áframhald þá á þetta eftir að verða ennþá verra.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 12:14
En það er ekki þar með sagt Jón að engin aðstoð megi koma frá hinu opinbera. Félagsleg samhjálp verður alltaf að vera til staðar.
Valdimar H Jóhannesson, 1.11.2010 kl. 13:35
Guðmundur við gerum okkur báðir grein fyrir lögbundnum skyldum ríkisins. Ég hef talið að hjálparsamtökin væru að gera meira.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 13:38
Að sjálfsögðu verður að vera opinber samhjálp Valdimar. Það sem ég er að vekja athygli á er að það skiptir máli að skapa svigrúm fyrir fórnfúsar hjálpandi hendur og aðstoða fólk við að gefa af góðum hug og hjarta.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 13:39
Ef við förum eftir stefnu Sjálfstæðisflokks, sem vill alls ekki hækka skatta á þá sem eiga meira en nóg fyrir sig og sína (og vill nú skv. nýjustu fréttum draga tilbaka allar skattahækkanir sitjandi stjórnar) þá förum heldur ekki að hækka framfærslubætur til þeirra sem ekki ná sjálfir að vinna sér inn fyrir helstu nauðþurftum.
Við ættum kannski að draga úr framfærslubótum, og sjá hvort þeir ríku og góðu séu ekki til í að veita frekari ölmusur til þeirra sem fátækari eru?
Skeggi Skaftason, 1.11.2010 kl. 16:35
Þetta var gott blogg hjá þér, Jón Magnússon. Það veitir ekki af að hvetja fólk til dáða, þegar við búum við liðónýta ríkisstjórn, sem engu kemur í verk nema afskrifa skuldir óreiðumanna.
Kv.,KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 1.11.2010 kl. 19:40
Ég skil þig ekki alveg Jón,er þetta spurning um fórnfúsar hendur eða fólkið sem þarf að þiggja hjálpina. Ég held að allir geti verið sammála um að við eigum ekki að búa þannig að fólki að það þurfi að fá gefins mat hjá fórnfúsum höndum,enn og síður að það skuli vera fréttaefni fórnfúsu handana hvað mikið sé gefið í hverjum einasta fréttatíma. Nú er svo komið að fórnfúsu hendurnar eru farnar að auglýsa þjónustuna eins og um eitthvað samkeppnisfyrirtæki um fátæktina.
Rannveig H, 1.11.2010 kl. 20:19
Þarna átti að standa að fólk ætti Ekki að þurfa að fá gefins mat.
Rannveig H, 1.11.2010 kl. 21:33
Skeggi ég tel að með því að hækka skatta yfir öll velsæmismörk hafi verið dreginn þróttur úr þjóðinni. Ég vil lækka skatta verulega bæði á fólk og fyrirtæki. Virðisaukaskatturinn þarf líka að lækka. Með því leysum við öfl úr læðingi sem eru mikilvægari til að stytta biðraðir eftir matargjöfum en sú aðferð að ríkisvæða alla velferð.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 21:35
Þakka þér fyrir Kristján því miður veldur þessi liðónýta ríkisstjórn því líka að hjól atvinnulífsins eru að stöðvast. Biðraðir eftir mat hjá hjálparstofnunum yrðu mun styttri ef ríkisstjórnin þvældist ekki fyrir. Bara ef hún léti þá sem vilja byggja upp heiðarlegan atvinnurekstur í friði og léti gjaldþrota fyrirtækin fara á hausinn þannig að hægt sé að byrja heiðarlega á nýjan leik og koma á eðlilegri samkeppni.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 21:37
Það verður alltaf þannig því miður Rannveig að einhver hluti borgaranna þarf að þiggja aðstoð. Það er svo annað mál hvernig þessir gölnu fréttamiðlar haga sér og stuðla að lágkúru í umræðunni. Ég vissi ekki að það væri til svo mikið að það þyrfti að auglýsa fórnfýsina til að fá aðsókn. Það er nýtt fyrir mér. Hvað ert þú að tala um þar Rannveig.
Jón Magnússon, 1.11.2010 kl. 21:41
Mér finnst það smekklaust að fjölmiðlamenn taki myndir af fólkinu er að bíða í þessum biðröðum. Fólkið reynir að draga úlpuhettur ofan í augu og snúa baki í ljósmyndarana en samt er eins og enginn átti sig á að fólk vill ekki láta mynda sig við þessar óviðurkvæmilegu aðstæður sem öllum er vorkunn að þurfa að standa í.
Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:17
Rannveig hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er það alltaf þannig að það eru einhverjirsem þurfa að fá gefins mat. Meira að segja í mesta velmegunarríki heims. Síðan koma upp aðstæður eins og t.d. vegna hamfara. Við erum mitt í slíkum hamförum því miður og lítið gert af skynsemi til að stýra út úr þeim.
Jón Magnússon, 2.11.2010 kl. 09:05
Þarna er ég sammála þér Guðrún. Það er ótrúlegt hvernig ákveðnir fjölmiðlar gera út á eymdina og gera um leið lítið úr fólki. Þetta á við víðar en hvað varðar biðraðirnar.
Jón Magnússon, 2.11.2010 kl. 09:07
Það eru ekki bara fjölmiðlar sem gera út á eymdina, það er heldur ekki tilviljun að fjölmiðlar virðast hafa aðsetur hjá einum hjálparsamtökum frekar en öðrum.
Rannveig H, 2.11.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.