Leita í fréttum mbl.is

Kristnum ekki vært í Írak

Erkibiskupinn í Írak hefur hvatt kristna til að flýja frá heimilum sínum vegna trúar sinnar. Hann bendir á að kristnu fólki sé ekki vært lengur í landinu.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/11/07/hvetur_kristna_til_ad_flyja_irak/

Þetta eru ekki ný sannindi. Allt frá upphafi vanhugsaðrar innrásar Bandaríkjamanna inn í Írak og allar götur síðan hefur kristið fólk og kristnir söfnuðir mátt búa við ofsóknir, hermdarverk og morð. Mikill fjöldi kristinna hefur þegar flúið landið.

Hvað skyldu talsmenn fjölmenningarinnar hér á landi eins og þær Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir, sem vilja  banna litlu jólin og trúartákn kristins fólks í skólum hér á landi segja um þá fjölmenningu sem Íslamistar í Írak búa kristnu fólki. Væri ekki eðlilegt að bjóða kristnum Írökum  landvist hér á landi í sinni sáru neyð t.d. á Akranesi eins og Palestínsku konunum? Hvað skyldu þær stöllur segja um það? 

Hvernig skyldi standa á því að einræðisríki Saddam Hussein gat tryggt kristnu fólki í Írak öryggi og sambærilega þjóðfélagsstöðu og öðrum borgurum í landinu á meðan lýðræðisríkið Írak gerir hvorugt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón,

eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá er það nú ekki alveg rétt hjá þér að Sadam hafi tryggt öllum Írökum öryggi meðan hann stjórnaði og er talað um að hann sé einn grimmasti harðstjóri 20. aldarinnar sem lét drepa þúsundir manna í sinni tíð.

kveðja.

http://civilliberty.about.com/od/internationalhumanrights/p/saddam_hussein.htm

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 19:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Liggur þá ekki beinast við að hrófla upp Mosku hér? Það er kannski komið langt á veg?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2010 kl. 19:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

Saddam var harðstjóri en hann eins og aðrir harðstjórar tryggði öryggi borgaranna meðan þeir stóðu ekki að uppreisnum gagnvart stjórn hans. Raunar eins og segja má um Rómverja á sínum tíma. Ég er ekki að bera blak af Saddam Hussein þó að það gæti e.t.v. misskilist í þessari færslu. En það er athyglivert að á stjórnartíma hans þá voru réttindi kvenna meiri en í öðrum Músmlímskum ríkjum og mismunandi trúarsöfnuðir gátu starfað í landinu.  Í framhaldi af Flóabardaga var uppreisn meðal Shita í austurhluta landsins og hún var kæfð niður með harðýðgi og sömuleiðis uppreisnir Kúrda.

Það sem ég er að vísa til er af hverju það háttar svo til nú að öryggisleysið er algjört í lýðræðisríkinu Írak. Af hverju er ekki hægt að tryggja trúfrelsi og innanlandsfrið.

Jón Magnússon, 7.11.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Jón Magnússon

Meirihluti borgarstjórnar ætlar sjálfsagt að samþykkja Mosku í miðbæ Reykjavíkur í samræmi við inntak fjölmenningarstefnu Samfylkingarinnar og stefnuleysi Besta flokksins.

Jón Magnússon, 7.11.2010 kl. 22:08

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Kristnir menn verða hvatvetna fyrir aðkasti í hinum múslímska heimi en það þykir bara ekki fréttnæmt. Í Tyrklandi, vöggu kristninnar, munu vera eftir um 4 þúsund kristnir menn enda sífellt þrengt meir og meir að þeim.

Í suðurhluta Súdan hafa múslímar drepið um 1.5 milljónir kristinna manna síðustu 20 árin. Líbanon var eina kristna ríkið í miðausturlöndum, sem eftir var að austur rómverska keisaradæminu, var kristið og náði hrinbginn  í kringum Miðjarðarhafið en var rústað á seinustu áratugum síðustu aldar.

Saga Islam er alblóðug frá fyrstu tíð fyrir 14 öldum til dagsins í dag. Hundruðir þúsundir fórnalamba Islam falla á hverju ári.

Valdimar H Jóhannesson, 7.11.2010 kl. 22:22

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þrjár spurningar til þín Jón Magnússon. 

Hvaða tengsl sérð þú milli  Margrétar Sverrisdóttir, Oddnýu Sturludóttur og Íslamista í Írak?

Sérðu einhverjar hliðstæður við skálmöldina í Írak og fjölmenningu á Íslandi?

Er augljós andstaða þín við moskubyggingu í Reykjavík ekki sprottin af vel kunnum rasískum hugsjónum þínum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2010 kl. 01:02

7 identicon

Feillinn i Evropu er ad ekki nogu gott er lesid å milli linunnar ,hvad eiginlegi tilgangur slikra hefur verid ,med ad flytja buferlum til vestlægs veraldar ,langt frå slikum menningum sem hinni Muslimsku....! Nefnilega ad breida ut Muslimska tru , sem rettlætir dråp , i nafni Allah..!  Hversvegna eigum vid å Nordurløndum ad skjota skjòlshùsi yfir svna truarsidi og folki . Markmid Islamskrar truar er ad taka yfir verøldina , å likan hått sem Hitler å sinum tima. Og à medan vid kristnir menn og konur ekki njòtum rettar til ad idka tru okkar i muslimaløndum , er alfeg forkastanlegt ad nokkud slikt skule vera uppi å nòtunum herna ,nefnilega ad leyfa muslima ad idka sina tru å islandi...!  Island er ad grafa undan sèr sinni tilveru ,vid ad leyfa slikt ... Stoppum slikt ådur en faraldurinn gripur umm sig å litla kristna fridsæla landinu Islandi.

Jon Ragnar Gudmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 12:08

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá vri rétt með mið af reynslu Breta, Hollendinga, Svíja, Dana ofl. að kanna hver er kostunaraðili þessara framkvæmda. Það hefur nefnilega sannast  í flestum tilfellum að eitthvað annað liggur að baki þessu en trúariðkun.  Nytsamir sakleysingjar og rétthugsunarhænsn mega halda annað, en ég get lofað ykkur að svo er ekki, ef marka má mína eftirgrennslan.

Svo er það þetta með totalitarian fjölmenningastefnu og frítt flæði verkafólks álfa á milli.  Ekkert við fólkið að athuga, en fólk er eldsneyti ef svo má segja og undirliggjandi markmið þessarar stefnu er að lækka laun og fletja út lífsgæði fólks.  Það er ekki kenning, helur margreynd staðreynd.  Umbúðirnar eru freistandi og fagrar en innihalið súrara en gall.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1476
  • Frá upphafi: 2488162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1352
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband