Leita í fréttum mbl.is

Gaman saman fyrir hundrað milljónir á kostnað ríkisins

Hópeflisfundurinn í Laugardalshöllinni um helgina kostar ríkissjóð um hundrað milljónir. Stjórnendur fundarins voru ánægðir með hve vel tókst til og hve vel var mætt. Raunar er sérstakt að það skuli vekja jafn mikla undrun forsvarsmanna hópeflisfundarins þar sem 4000 varamenn stóðu á bak við þá þúsund sem valdir voru með slembiúrtakinu til að mæta.

Niðurstaða fundarins var að vonum að allir voru ánægðir með stjórnunina á fundinum og að fá tækifæri til að taka þátt í hópefli um stjórnarskrána á kostnað skattgreiðenda. Fjölmargar tillögur komu líka fram þar sem megin áhersla  flestra er raunar á þau gildi sem núverandi stjórnarskrá byggir á.

Eftir að hafa lesið tillögur sem þóttu allrar athygli verðar þá velti ég því fyrir mér hvort engum hafi dottið það í hug að stjórnarskrárbinda að bannað sé að bankar lendi í vandræðum svo einhverjum tengslum við bankahrunið verði komið á þessa makalausu hugmynd hóps háskóla- og fjölmiðlamanna um þjóðfundi og stjórnlagaþing.

Þjóð sem rekur velferð sína á lánum og ætlar að segja upp fjölda starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni vegna fjárskorts ætti að velta því fyrir sér hvort það er afsakanlegt að forgangsraða með þeim hætti að  eyða hundrað milljónum í sunnudags "brain storm" hópeflisfund og ætla að eyða milljarði eða meira í stjórnlagaþing sem í raun er haldið þegar öllu er á botnin hvolft án takmarks eða tilgangs miðað við hvernig til er stofnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Menn verða að gera sér grein fyrir að væntanlegum breytingum á stjórnarskránni er ætlað að gera Jóhönnu stjórninni mögulegt að innlima Island ESB.

Björn Emilsson, 9.11.2010 kl. 15:40

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Góður pisill innileg sammála

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 9.11.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það er ekki þannig Björn. Hingað til hafa Samfylkingarmenn horft framhjá nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá vegna ESB aðildar. Þegar þeir t.d. lögðu fram frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum í2009 þá voru ekki tillögur um breytingar á stjórnarskrá vegna ESB aðildar.

Jón Magnússon, 10.11.2010 kl. 09:21

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðmundur.

Jón Magnússon, 10.11.2010 kl. 09:21

5 identicon

Það er mjög áhugavert að hlusta á suma sjálfstæðismenn þessa dagana, en þeir eru allir á fullu að "dissa" þjóðfundinn með einum eða öðrum hætti og ægilega sjokkeraðir yfir kostnaðinum, ég er ekki frá því að þetta sé bara fyndið.

Margrét (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:19

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Margrét, en það er allt í lagi að fólk komi saman til brain storming funda á eigin kostnað eins og flestir hafa gert árum saman.  þessi kostnaður er hvort sem menn vilja það sem þú kallar að "dissa" þjóðfundinn eða ekki gjörsamlega úr öllu hófi. Það er svo ekkert fyndið að á sama tíma og verið er að segja upp fólki vegna fjárskorts að þá skuli peningum vera hent í svona gæluverkefni. Sjúkraliðinn á Ísafirði, Selfossi eða á Húsavík nýtur þess ekki eftir uppsögnina að geta sett tillögur þjóðfundarins til greiðslu lánanna sinna eða heimilsútgjalda.  Þetta er spurning um meðferð á peningum þegar harðnar í ári en ekki að dissa einhverja furðuhugmynd.

Jón Magnússon, 10.11.2010 kl. 21:58

7 identicon

Það sem mér finnst fyndið í þessu samhengi er hvað sérstaklega sjálfstæðismenn eru duglegir að tala um kostnaðinn vegna þjóðfundarins en hann er bara brotabrot af þeirri eignaupptöku sem fyrirtæki og heimili í landinu hafa orðið fyrir á undanförnum tæpum þremur árum sem orsakaðist vegna andvaraleysis jafnvel sömu manna og blása hvað hæst nú. Af þeirri sömu ástæðu hefur fólk verið að missa vinnu sína og er að missa vinnu sína sem að sjálfsögðu er hörmulegt. 

Það sem stjórnmálamenn þurfa að fara að læra er að hætta í þessum sandkassaleik og fara að einbeita sér að þeim hlutum sem skipta máli fyrir þjóðina það er lágmarkskrafa miðað við þær aðstæður sem búið er að koma henni í og þjóðfundur er skref í rétta átt og stjórnlagaþing þar í kjölfarið til að endurskoða stjórnarskrá okkar og laga rót vandans með bættu stjórnskipulagi.

Margrét (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 09:25

8 Smámynd: Jón Magnússon

Eignaupptakan sem þú ert að tala um er vegna þess að stjórnendur þessa lands hafa neitað fólkinu í landinu um að fá sambærilegt lánakerfi og er á hinum Norðurlöndunum.  Ég hef ekki verið andvaralaus í þeim efnum Margrét heldur vakið athygli á því á annan áratug að skipan lánamála mundu leiða til þessarar eignaupptöku spurningin bara hvenær. Það hefði orðið hvort heldur varð bankahrun eða ekki.  Atvinnumissirin er síðan annað og þar varaði ég líka við strax á árinu 2003 og sérstaklega árið 2006 þar sem ég varaði við skefjalausum hallarekstri ríkis og sveitarfélaga og skefjalausum innflutningi erlends vinnuafls sem mundi leiða til þess að hér yrði verulegt atvinnuleysi í framtíðinni. Líka spurningi um hvenær ekki hvort. Þá kölluðu Samfylkingarmenn og kommúnista það rasisma. En það hafði ekkert með það að gera heldur heilbrigða skynsemi.

Ég er sammála þér að stjórnmálamenn þurfa að hætta þessum sandkassaleik þar með talið að hafa stjórnlagaþing sem þjónar engum tilgangi og hefur ekkert með bankahrunið, gengishrunið eða atvinnuleysið að gera. En það hefur með andvaraleysi að gera og hræðslu við að stjórna. Það er alveg rétt hjá þér.  Stjórnarskráin er ekki eða einu eða neinu leyti nein rót þess vanda sem við búum við í dag. Hefði svo verið þá hefðu hinar Norðurlandaþjóirnar lent í svipuðum vanda og við. Hvað þá Bretar sem ahfa enga stjórnarskrá.

Jón Magnússon, 11.11.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 306
  • Sl. sólarhring: 669
  • Sl. viku: 4127
  • Frá upphafi: 2427927

Annað

  • Innlit í dag: 282
  • Innlit sl. viku: 3818
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 260

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband