Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrota fjármálastofnun

Sú fjármálastofnun á Íslandi sem oftast hefur verið siglt í strand óreiðunnar og peningaþrots er Byggðastofnun.

Þeir sem hæst tala um ábyrgðarleysi fjármálastofnana í eigu einstaklinga ættu að líta til þess að a.m.k. tveir ríkisbankar hefðu orðið gjaldþrota á árunum fyrir einkavæðingu þeirra ef ekki hefði komið til myndarlegur ríkisstuðningur.  Það jafnast þó ekkert á við Byggðastofnun sem aftur og aftur verður að fá viðbótarfjárframlög frá ríkinu til að komast hjá greiðsluþroti.

Þessi ríkisrekna lánastofnun hefur um árabil verið stjórnað af geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Aftur og aftur hafa vildarvinir og gæluverkefni fengið lán frá Byggðastofnun þó að fyrir hafi legið við einfalda skoðun að lánveitingin var glórulaus.

Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að þegar kallað er eftir grænum lausnum til að vinna sig út úr kreppunni og nýafstaðið þing Norðurlandaráðs hafi starfað undir því vígorði, að þá skuli Byggðasjóður þurfa að afskrifa lán til Grænna lausna ehf. Því hálfopinbera fyrirtæki var ýtt úr vör vegna þeirrar ímyndunar þáverandi viðskiptaráðherra að með því mætti skapa störf í kjördæmi hennar.

Getur verið að hægt sé að draga einhverja lærdóma af þessu. Ef til vill þá að dæla meiri peningum í Byggðasjóð eða þá að leggja sjóðinn niður og sameina hann Ríkisbankanum. 

Ef til vill er Byggðasjóður sá hluti gamla Íslands sem stjórnmálastéttin ætlar að standa vörð um.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, er að senda svar á þig í fyrsta sinn en á líklega á ég eftir að gera það aftur þar sem mér líkar pistlar þínir.

Það sem drífur mig nú er að lesa tilgángslausan pistil þinn núna.

Það vita allir að þessi stjórnmálaöfl eru gersamlega gagnslaus fyrir þjóðina, og hafa einungis skapað tilgáng fyrir pólitíkusina. Pólitíkin þarf læra að skera niður hjá sér sjálfri sér og koma verkum í framkvæmd.

Tel að þú sért maður lausna og því þarf meira að koma frá þér.

kv, Reynir

Reynir (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Reynir.  En finnst þér tilgangslaust að benda á þetta sullumbull með peninga. Ég hef viljað leggja þessa stofnun niður í mörg ár og ég er sammála þér um að það pólitíkin þarf að skera niður hjá sér.

Jón Magnússon, 14.11.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 307
  • Sl. sólarhring: 661
  • Sl. viku: 4128
  • Frá upphafi: 2427928

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 3819
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 261

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband