Leita í fréttum mbl.is

Breskir hermenn brenna í helvíti.

Hópur Íslamskra mótmælenda notaði vopnahlésdaginn þegar  breskra hermanna sem fórnað hafa lífi sínu fyrir ættjörð sína er minnst, til að mótmæla undir vígorðunum "Breskir hermenn brenna í helvíti"

Mótmælendurnir brenndu líkan og hrópuðu vígorð eins og "Íslam mun sigra."   og  "Hermenn okkar sem hafa dáið eru í Paradís en ykkar í helvíti."

Mótmælendurnir lentu síðan í átökum við lögreglu og einn lögregluþjónn þurfti að fara á sjúkrahús vegna höfuðáverka eftir að hafa reynt að koma á lögum og friði.

Þurfum við á svona fólki að halda og  eigum við að banna kristin viðmið eða skírskotanir í skólum landsins eins og Margrét Sverrisdóttir vill til að þjónusta öfgahópa.  Þeir sem mótmæla með þessum hætti kalla sig margir "syni Allah" Margrét segir að þá megi ekki kalla öfga- eða ofstopamenn og þeir sem það geri séu rasistar.   Er líklegt að  slíkur fjölmenningarfulltrúi geti tekið málefnalega afstöðu til skóla og skólastarfs í kristnu samfélagi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Segðu Jón. Fjölmenningarsinar eru sjálfsagt til í að kyssa á rass þessa liðs og gera þeim allt til hæfis.

Halldór Jónsson, 15.11.2010 kl. 18:23

2 identicon

Nei við þurfum að passa allverulega uppá það sem við höfum og einmitt akkurat núna. Því þegar eitt er tekið í burtu, kemur alltaf eitthvað í staðinn, sérstaklega í trúmálum. Kommúnisminn reyndi að gera allt "neutral" -enga trú - en það gekk heldur illa hjá þeim.

Bendi á góða bók í sambandi við Islam, "Íslamistar og naívistar", held að margir hér á landi ættu að kynna sér hvað nágrannalöndin hafa að segja um þeirra kynni við islam-en bókin er að ég held skrifuð af dönskum rithöfundum.  

(samkvæmt bókinni er Margrét Sv.skilgreind sem naívisti - fer ekki nánar útí það hér).

Adeline (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 20:40

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir taka þátt í stríðum sem voru svikin fram á algjörlega upplognum forsendum af fjárhagslegum eigendum siðvillts pólitísks drasls. Hvort detta drasl brennur í helvíti eða á einhverjum öðrum ruslahaugum veit ég ekki.

Baldur Fjölnisson, 15.11.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 310
  • Sl. sólarhring: 661
  • Sl. viku: 4131
  • Frá upphafi: 2427931

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 3822
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 263

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband