Leita í fréttum mbl.is

Dagdraumar

Samkvæmt grein í breska blaðinu The Daily Telegraph þá eyðum við tæpum helmingi af vökutíma okkar í dagdrauma. Nú hefði maður ætlað að fólk væri hamingjusamast þegar það sökkti sér niður í dagdraumana en því fer öðru nær. Staðreyndin er nefnilega sú að dagdraumarnir gera okkur döpur og valda iðulega hugarvíli.

Þess vegna segir í þessari könnun líður okkur best þegar við erum að gera eitthvað og lifum í núinu.  Það gerum við til dæmis með því að eiga samneyti við aðra, taka þátt í samræðum, fara í líkamsrækt eða út að ganga. Líka ef við einbeitum okkur að vinnunni merkilegt nokk. Þetta færir fólki meiri vellíðan en að horfa á sjónvarp eða gera ekki neitt annað en að sökkva sér niður í eigin dagdrauma.

Athyglivert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, í sveita þíns andlits osfrv. Er ekki bara of mikið helvítis slúgs í öllu þjóðlífinu ? Kanar til dæmis vinna mun meira en við á tímann og virðast skilja að þeir eru að selja vinnu sína en ekki bara að mæta til að fá kaup.

Halldór Jónsson, 18.11.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 824
  • Sl. viku: 3241
  • Frá upphafi: 2561630

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3024
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband