Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt höfumst við að Davíð minn

Nokkru eftir að utanríkisráðherra íjaði að skipun rannsóknarnefndar vegna stuðnings Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak, birtist hann glaðbeittur í hópi forustumanna NATO sem lögðu á ráðin um stríðið  í Afghanistan.

Er ástæða til að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka aðkomu Íslands að stríðinu í Afghanistan?  

Afskipti okkar af stríðinu í Afghanistan eru meiri en af Íraksstríðinu. Hvernig skyldu utanríkisráðherrar Samfylkingarinnar afsaka það á sama tíma og deilt er á þá sem tóku óvirka en jákvæða afstöðu til innrásar Bandaríkjanna í Írak vafalaust með hagsmuni Íslands í huga með tilliti til herstöðvarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.

Hvernig skyldu taka ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon því að styðja hernað NATO í Afghanistan. Þeir hafa borið fram tillögur á Alþingi um að hætt verði afskiptum NATO herja af Afghanistan.

Afghanistan stríðið er glórulaus vitleysa eins og innrásin í Írak. Því fyrr sem erlend ríki fara með her úr Afghanistan þeim mun betra.  Íslenskir ráðamenn hefðu átt að spyrja hvað afsakaði blóðfórnir ungs fólks frá Vesturlöndum í fjöllum og dölum Afghanistan. Það sama og afsakaði blóðfórnir rússneskra ungmenna á sínum tíma. Ekki neitt.

Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon bera nú ábyrgð á því að Ísland skuli styðja glórulausar hernaðaraðgerðir NATO ríkja í Afghanistan. Hvernig væri að þau gerðu þjóðinni fullnægjandi grein fyrir afskiptum sínum og aðkomu að stríðinu í Afghanistan.  Það er að gerast í núinu. Írak er sagnfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Eflaust er ástæðan sú að það er ekki í tísku um þessar mundir að mótmæla stríðinu í Afganistan. Mig minnir að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi einhverntíma sagt á þingi að það þyrfti að rannsaka Íraksstríðið vegna þess að aðrar þjóðir væru byrjaðar á því, mig minnir að hún hafi nefnt Breta í því samhengi.

Samfylkingin passar sig á að fara helst aldrei ótroðnar slóðir í neinum málum, þau passa sig á því að gera það sem er móðins hverju sinni.

Hver man ekki eftir því þegar þau þóttust vera orðinn vinstri flokkur eftir að hafa mært auðvaldið og boðið fulltrúum þess á landsfundi?

Jón Ríkharðsson, 20.11.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón. Því miður segir þú alveg rétt frá varðandi Samfylkinguna.  Það gleymist stundum að Samfylking Össurar Skarphéðinssonar markaðssetti sig sem frjálslyndan markaðshyggjuflokk og Ingibjörg Sólrún gagnrýndi árið 2003 þáverandi stjórnvöld fyrir andskotahátt í garð svonefndra útrásarvíkinga. En menn eru fljótir að gleyma í pólitík.

Jón Magnússon, 20.11.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband