Leita í fréttum mbl.is

Hjálparhöndin

Ríkisstjórnin rétti út hjálparhendina 4.október s.l. og sagði að nú yrði eitthvað gert fyrir skulduga einstaklinga. En það var ekkert í hendinni. Ríkisstjórnin hafði enga stefnu og vissi ekki hvert átti að halda. Bjargráð Jóhönnu og Steingríms var þá að fá reiknimeistara til að reikna með hvaða hætti mætti rétta fram hjálparhendi til skuldara án þess að nokkuð væri í henni sem máli skipti.

Reiknimeistararnir reiknuðu og komust m.a. að þeirri merkilegu niðurstöðu að það mundi kosta meira en 100 milljarða að lækka skuldir á yfirveðsettum fasteignum niður í 110% verðmæti eignarinnar. Þannig sáu reiknimeistararnir það ljós að væri eign 50 milljón króna virði þá væri það sérstakt bjargráð og hjálp að bjóða eigendum eignarinnar að yfirtaka skuldir á eigninni á kr. 55 milljónir eða 5 milljónir umfram raunvirði eignarinnar. Samt sem áður spáir Seðlabankinn áframhaldandi lækkun fasteignaverðs.

Valdamestu menn landsins lífeyrisfurstarnir komu að bjargráðum ríkisstjórnarinnar með þeim yfirlýsingum að ekki mætti gefa eftir kröfur sem væru innheimtanlegar. Það sögðu lífeyrisfurstarnir að væri aðalatriðið í stöðunni.  Í framhaldi af þessum yfirlýsingum var tilkynnt síðdegis í gær að samkomulag hefði náðst með ríkisstjórninni og lífeyrissjóðunum þá sennilega á grundvelli ofangreindra forsendna.

Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hversu galtóm hjálparhendi ríkisstjórnarinnar verður. Mun velferðar Jóhanna færa fólki þær gleðifregnir í jólamánuðinum að þrælarnir á skuldagaleiðu verðtryggingarinnar fái niðurskrifuð lán sín þannig að þeir sem skulda meira en nemur verði fasteignar þeirra fái eitthvað en hinir sem enn eiga eitthvað í eignunum haldi áfram að borga eins og lítið hafi í skorist.

Datt engum í hug að bakfæra ósiðlega hækkun verðtryggðra lána frá hruni til dagsins í dag. Datt heldur engum í hug að koma á lánakerfi eins og er hjá síðuðum þjóðum.

Átta stjórnendur þessa þjóðfélags sig ekki á að það er spurning um framtíð og heill íslensku þjóðarinnar að horfa á skuldamál einstaklinga með sanngirni en ekki síngirni. 

Galeiðuþrælar í skiprúmi verðtryggingarinnar munu leggja frá sér árar og hafna því að þræla áfram nema þeir eygi von um frelsi undan skuldaánauðinni innan skynsamlegra tímamarka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér. Óttast að það sem er að koma frá þeirri TÆRU sé ein blekkinginn enn. Með þeim viðbótar skatta jólagjafa sendingum sem nú eru á leiðinni bæði frá þeirri TÆRU og svo frá Grínborgarstjóranum og gæjast inn um lúurnar með jólafriðnum sem á að vera á leiðinni til landsmanna geta þessar aðgerðir ekki gengið upp. Það verður að leiðrétta forsendu brestinn sem varð við hrunið ,fyrr kemst enginn friður á meðal fólksins í landinu.

ggunnar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 10:52

2 identicon

Athyglisvert Jón. Já þarna var Tuddinn og Arnar mjúkrödd að semja um hvernig alls ekki mætti skerða völd þeirra atvinnurekanda sem ráða lífeyrissjóðunum.

Nú þarf að berjast fyrir því að leggja þá af. Skyldusparnaður upp á 8% sem fara með 2% vöxtum inn á sparireikning hvers og eins hjá Íbúða-lánasjóði, sem er greiddur út þegar eigandinn nær 67 ára aldri. 

Síðan hækka laun um 4% en atvinnurekendur sjá um að innheimta 8% inn á sparireikninginn og eru beittir sömu innheimtuaðgerðum og nú af lífeyrissjóðunum "okkar allra"  hahaha.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 22:14

3 identicon

Hjálparhönd ríkisstjórnar Íslands er visin hönd.  Hver bjóst vð öðru frá þessari fádæma gæfulausu ríkisstjórn?

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 22:21

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er allt saman mjög áhugavert:

  • Bankarnir kalla það kostnað, að afskrifa þ.s. þeir megni til hefðu líklega afskrifað hvort eð er.
  • Skv. frétt RÚV talar talsmaður lífeyrissjóða um 10-15 ma.kr. kostnað. 
  1. "Hann segir að miðað við það sem hafi verið lagt fram í dag þá sé ekki vitað nákvæmlega hver heildarútgjöldin verði, en það sé talið að þau geti legið á bilinu 10-15 milljarðar króna.
  2. Einnig verði að hafa í huga að ef ekkert hefði verið að gert þá hefði verulegur kostnaður fallið á sjóðina.
  3. Þó vanskil séu kannski lítil í dag þá hafi þau heldur verið að aukast, og að með þessum aðgerðum sé verið að slá á það.
  4. Hann segir því hafa verið haldið mjög vel til haga að lífeyrissjóðirnir séu ekki að falla frá kröfum sem hefðu verið innheimtanlegar.
  • Taktu eftir - hann segir sjálfur að aðgerðirnar spari sjóðunum peninga. Að auki, þeir séu ekki að afskrifa neitt sem sé innheimtanlegt, þ.e. ekkert sé afskrifað umfram þ.s. þeir hefðu afskrifað hvort sem er.
  • Ríkið skuldbindur sig að halda áfram að leggja 2 ma.kr. í vaxtabætur, en einungis eitt ár enn.
  • Síðan, 6 ma.kr. viðbótar vaxtabætur fjármagnað af sjóðunum og lánafyrirtækjunum í sameiningu.

Þetta er kostnaðurinn, þ.e. 2 ma.kr. fyrir ríkið.

6 ma.kr deilt á milli sjóðanna og fjármálafyrirt.

Þetta er allt og sumt.

Mér sýnist stefna í að almenn fátæk haldi áfram að breiðast út.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 00:51

5 Smámynd: Jón Magnússon

Fyrirgefið hvað dróst að setja þetta inn. Ég átta mig á að þið sem setjið athugasemdir hér inn við færsluna deilið í meginatriðum sömu áhyggjum og ég og hafði svipaða sýn á vandamálið. Þakka ykkur fyrir það.

Jón Magnússon, 6.12.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 690
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6426
  • Frá upphafi: 2473096

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5855
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband