Leita í fréttum mbl.is

Meiri hluti ríkisstjórnar. Fréttir og ekki fréttir.

Fjölmiðlar slá upp þeirri ekki frétt í dag að varamaður Þráins Bertelssonar styðji ekki ríkisstjórnina. Það er ekki frétt. Afstaða Katrínar Snæhólm hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð.  Hins vegar skiptir meira máli varðandi líf og stöðu ríkisstjórnarinnar hvaða afstöðu fríjadrottning Alþingis, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur þegar hún kemur úr nýjasta barneignarfríinu sínu.

Varamaður Guðfríðar Lilju styður sinn formann og ríkisstjórnina. En Guðfríður Lilja fundaði með þremenningunum í þingflokki VG sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlögin áður en atkvæði voru greidd. Það bendir til þess að Guðfríður Lilja rói á sama báti og Lilja Móses og félagar. Þar með er meiri hluta stuðningur við ríkisstjórnina ekki fyrir hendi þegar Guðfríður Lilja sest á þing aftur,  miðað við skilgreiningu Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéðinssonar og Róberts Marshall.´

Sérkennilegt að fjölmiðlar skuli ekki spyrja Guðfríði Lilju um afstöðu hennar m.a. um hjásetu félaga hennar við afgreiðslu fjárlaga. Það væri frétt. Í stað þess er birt hundgömul ekki frétt um varamann þingmannsins sem lét sig hafa það við afgreiðslu fjárlaga að greiða atkvæði með sérstakri styrkveitingu til sjálfs síns. 

Þeir eru flottir þingmennirnir hjá Vinstri grænum annað hvort í fríi eða sjálfsmennsku nema skaraður sé eldur að eigin köku  á kostnað skattgreiðenda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja há, Þráinn Bertelsson er sannur listamaður og metur sjálfan sig þannig.

Halldór Jónsson, 20.12.2010 kl. 18:51

2 Smámynd: Jón Magnússon

Kvikmyndirnar hans voru góðar. En hins vegar fór hann óverðskuldað inn á heiðurslaunaflokk listamanna fyrir átroðning Framsóknar á sínum tíma. En hann er ekki fyrsti hvað þá síðasti listamaðurinn sem fer í heiðurslaunaflokk á grundvelli flokksskírteinis.

Jón Magnússon, 20.12.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 64
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1541
  • Frá upphafi: 2488159

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1410
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband