Leita í fréttum mbl.is

Staðgöngumæður

Forsjárhyggjan lætur ekki að sér hæða og birtist í mörgum og sérkennilegum myndum. Þannig hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um staðgöngumæður undanfarna daga.

Sérfræðingar úr heilbrigðis- siðfræði- og andans stéttum mæta hver af öðrum til umræðunnar og segja að það sé í sjálfu sér allt í lagi með að fá staðgöngumæður en þó megi þessir hlutir ekki vera svona og aðrir hlutir ekki hinseginn. Ég hélt að þetta væri fyrst og fremst spurning um að gengið væri frá málinu með tryggum samningum milli aðila og gætt væri að heilbrigði og jafnræði þeirra aðila sem í hlut eiga.

Eitt flækjustigið er að staðgöngumæður megi ekki græða á að vera staðgöngumæður. Í umræðunni hefur mér fundist þetta taka hvað lengstan tíma.  Af hverju skyldu staðgöngumæður ekki mega græða á því að vera staðgöngumæður. Af hverju ættu þær ekki að taka gjald fyrir það. Hverjum kemur það í sjálfu sér við hvort samningar ganga út á það eða ekki svo fremi sem þess sé gætt að jafnræði sé með aðilum og annar aðilinn sé ekki að misnota hinn.

Af hverju þarf að gera einfalda hluti flókna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki sammála þér, Jón Magnússon, þetta er mjög hæpið málefni, og óvarlega keyrir hún Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingiskona í málið, ólíkt frændum okkar á Norðurlöndunum; þar er þetta ekki leyft. Þá byrjar hún að endurtaka sönginn um að við getum "tekið frumkvæði"! Sennilega til að sýna hvað við erum frábær ... að ana út í enn eina vitleysuna!!!

Þetta er mjög kjánalegt hugsjónarmál. En menn eru víst alltaf að leita sér að hugsjónum. Af hverju ekki að krefjast þess að dýraverndarlög séu virt? – ég held ykkur væri nær að gera það, eða á kannski að borða grísahrygg og svikinn héra um hátíðarnar?

Þú ættir að líta á þessar greinar eftir Guðmund Pálsson heilsugæslulækni: Af hverju ættum við að hugsa okkur tvisvar um, áður en staðgöngumæðrun er leyfð? – Fyrri hluti - og hér: Af hverju ekki staðgöngumæðrun? Hugleiðingar um siðferðilegan vanda. Seinni hluti.

Vona að þið og lesendur aðrir verði nokkurs vísari. Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 20.12.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

það er forkastanlegt í opnu lýðræðisríki ( eins og Ísland hefur verið, a.m.k. áður en vinstri stjórnin tók við), að ríkið sé að skipta sér af því, hvort kona kýs að ganga með barn fyrir aðra konu.

Engum kemur það heldur við, þótt hún taki gjald fyrir. Þeim sem óska eftir þjónustu staðgöngumóðurinnar er svo í sjálfsvald sett, hvort þeir vilji greiða uppsett verð eður ei.

Það er eiginlega ekki hægt að skilja svona þvælu.

Jón Ríkharðsson, 20.12.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir athugasemdina Jón Valur. Til að taka af allan vafa þá er þetta ekki hugsjónamál hjá mér.  Þetta er heldur ekki eitthvað sem ég get flokkað undir réttlætismál og ég er alveg sammála þér um að það eigi að flýta sér hægt. Það er engin ágreiningur um það, en ég get ekki áttað mig á því að þetta sé mál sem fólk eigi að skiptast í hatramma flokka með eða á móti. Mun skoða greinarnar sem þú vísar í nafni.

Ég er síðan sammála þér Jón Valur varðandi dýraverndunarlög og manni er verulega brugðið að heyra af illri meðferð á dýrum í stórum stíl í landinu.  En ég ætla ekki að borða svikinn héra um hátíðarnar.  Sennilega er átið og eyðslan sem því miður tilheyrir jólum síður en svo aðalatriðið hjá okkur Jón Valur.

Jón Magnússon, 21.12.2010 kl. 09:56

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þé Jón Ríkharðsson en við skulum kynna okkur greinarnar sem Jón Valur vísar til í athugasemd sinni hér að ofan.

Jón Magnússon, 21.12.2010 kl. 09:57

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir svarið, nafni minn! En hann þriðji nafni okkar í þessari nýhöfnu Jónaumræðu (sem ég vona að endi ekki sem ein allsherjar aum ræða) gerist hér hinn algeri frjálshyggjumaður – og kemur mér ekki síður á óvart um þann góða mann en upphafleg grein þín.

En hafið þið tekið eftir umræðu þeirra kvenna, sem líkt hafa þessu fyrirbæri við VÆNDI? Þær benda á, að hér sé verið að kaupa líkama konunnar – og þegar talað er um, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þann vanda, að konan sjái eftir öllu saman, þegar dregur að fæðingunni eða eftir að hún hefur alið barn sitt með erfiði, þá á Ragnheiður Elín það helzt til bóta, að gengið verði þannig fyrir fram frá samningum við konuna, að þrátt fyrir allar hennar nývöknuðu tilfinningar eigi hún þess engan kost að breyta sinni ákvörðun!

Við sonur minn rákum augun í undarlegan auglýsingatexta hjá kassanum í einum stórmarkaðnum í gær: KAUPTU FRELSI stóð þar stórum stöfum. Væri nú þetta ekki tilvalið slagorð fyrir hinn líberala þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins (Ragnheiði Elínu) og aðra samherja í baráttu þeirra fyrir þessu hugsjónamáli sínu, þannig: KAUPTU FRELSI KONUNNAR!

Jón Valur Jensson, 21.12.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið áttið ykkur á því, að það verða vel stæðu konurnar, sem kaupa munu líkama fátæku konunnar til verksins – og velja einmitt fjölbyrju fremur en frumbyrju ...

Jón Valur Jensson, 21.12.2010 kl. 12:04

7 identicon

Sé ekkert að því að staðgöngumæður fái peninga fyrir þetta; Ríkinu kemur þetta barasta ekkert við. Og ekki JVJ heldur; Ef JVJ vill ekki staðgöngumæður.. þá bara notar hann það ekki sjálfur; Problem solved


doctore (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband