Leita í fréttum mbl.is

Veit Jóhanna af þessu?

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ræðu sem hún hélt yfir  Samfylkingarmönnum, að ríkisstjórn hennar mundi hvergi hvika í innköllun aflaheimilda samkvæmt stjórnarsáttmálanum.

Daginn eftir tilkynnti sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu að hann væri tilbúinn eða næstum því tilbúinn með lagafrumvarp sem mundi eyða óvissu og sátt gæti náðst um. Það hlýtur þá að vera eitthvað annað en Jóhanna er að tala um.

Þá kom garmurinn hans Steingríms, Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna og sagði að hugmyndir þær sem Jóhanna talaði svo fjálglega um í samfélagi  Samfylkingarmanna væru fráleitar.

Þá er spurningin hver er stefna ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum? Er hún yfir höfuð til.

Skyldi Jóhanna vita hver stefna ríkisstjórnarinnar  raunverulega er eða verður á endanum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kvótakerfið var sett á þremur áföngum. 1) Fyrst til bráðabyrgða. 2) Frjálsa framsalið 3) Veðsetning aflaheimilda. Jóhanna Sigurðardóttir er eini þingmaðurinn sem nú situr á þingi sem hefur samþykkt alla þrjá liðina. Að lokum samþykkti Jóhanna tillögu Dags B. Eggertssonar um Svanfríði Jónasdóttur í "sáttanefndina".... Hvað býr að baki að Jóhanna Sigurðardóttir þykist núna vera ósátt við kvótakerfið? Liggur ekki í augum uppi sá hráskinnaleikur Samfylkingarinnar að þvinga útgerðamenn til að láta af andstöðu við ESB aðild og nýta heldur fjórfrelsið til að selja veiðiheimildirnar innan ESB? Eða hefur einhver kattasmali betri skýringu?

Sigurður Þórðarson, 31.1.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Elle_

Jón, garmurinn hans Steingríms segir á við 1000 orð.  

Elle_, 31.1.2011 kl. 22:37

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei þessi kattasmalaskýring er góð Sigurður.

Jón Magnússon, 31.1.2011 kl. 23:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Að minnsta kosti það Elle.

Jón Magnússon, 31.1.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband