12.2.2011 | 10:41
Saklaus ráðherra
Tveim dögum eftir að Svandís Svavarsdóttir var dæmd í Hæstarétti fyrir lögbrot, lýsti hún því yfir að hún hefði ekki brotið lög. Sama gerði forsætisráðherra deginum áður og sagði raunar með affluttu orðalagi að lögbrot Svandísar væru ekki lögbrot af því að þau væru stefna ríkisstjórnarinnar
Svandís umhverfisráðherra segist ekki hafa brotið lög heldur sé um túlkunarágreining að ræða.
Metúsalem vinur minn Þórgnýsson sem nýlega var dæmdur fyrir skattsvik í Hæstarétti og gert að sæta fangelsisrefsingu er nú harla feginn og segist ekki hafa brotið lög þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þar sem um réttarágreining hafi verið að ræða. Það hvarflar ekki að Metúsalem að hlýta kalli yfirvalda að mæta til úttektar á fangelsisdómnum þar sem hann er saklaus miðað við skýringar umhverfisráðhera á íslenskum réttarreglum.
Hvorki umhverfisráðherra né forsætisráðherra átta sig á grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um þrískiptinu valdsins og dómstólar fari með dómsvaldið. Þær hafa líka hamast á því að halda skuli stjórnlagaþing og hafa tekið undir það að stjórnarskráin sé með einum eða öðrum hætti völd að bankahruninu árið 2008. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt miðað við vanþekkingu þeirra á stjórnarskránni sem m.a. birtist í ofangreindum ummælum þeirra.
En svíkur minni mitt þegar ég rifja það upp að það var Jóhanna sem sagði við myndun ríkisstjórnarinnar að nú mundu menn þurfa að axla ábyrgð á verkum sínum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Umhverfismál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 64
- Sl. sólarhring: 807
- Sl. viku: 6263
- Frá upphafi: 2471621
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 5714
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Umhverfisráðherra grípur til þeirrar aðferðar, sem aðrir hafa beitt áður, að fegra sinn hlut þrátt fyrir að hafa farið halloka í málinu. Andstæðingar hennar tala eins og málið snúist um hegningarlög, þannig að glæpur hafi verið framinn.
Ég hygg að lögmenn geri greinarmun þannig að glæpur, lögbrot og afbrot eru ekki endilega þrjú heiti á sama fyrirbærinu. Þegar réttur kemst að því að ekki hafi verið farið að lögum í tilteknu máli, þá þarf það ekki að þýða að glæpur hafi verið framinn.
Lög kunna að kveða svo á að hlutinn skuli gera "svona" en ekki "hinsegin", og þegar menn fara í "hinsegin" athafnir, þá er það öndvert lögum og hægt að fara í mál gegn þeim sem þannig hegðar sér. Falli dómur gegn honum, er það úrskurður um að hann hafi framið lögbrot, en það er ekki rétt að segja það glæp.
Þessi langloka mín er til þess eins að leiða að þeirri afstöðu minni, að þeir sem héldu kosningar til stjórnlagaþings fóru ekki að lögum, brutu lög, gerðu "hinsegin" þegar þeir áttu að gera "svona".
Menn voru ekki dæmdir til refsivistar fyrir hegningarlagabrot, heldur var niðurstaða kosninganna dæmd ógild af þeim ástæðum er að framan greinir. Það er hundfúlt að fá þetta framan í sig, þegar menn eru svo sannfærðir um að þeir hafi verið að gera góða hluti.
Það er hins vegar áhyggjuefni, og gæti dregið úr tiltrú manna á framtakinu, að svo mátti skilja á viðbrögðum forsætisráðherra við úrskurði Hæstaréttar, að stjórnlagaþingi og breytingum á stjórnarskrá í framhaldi af því væri stefnt gegn hagsmunum tiltekinna hópa í samfélaginu.
Flosi Kristjánsson, 12.2.2011 kl. 11:47
Ég vona bara að ríkissaksóknari hraði landráðamáli Þeirra Jóhönnu og Össurs þegar þau brutu Kafla X hegningalaga, grein 86. Þeir hafa öll skjöl sem þeir þurfa. Ég segi ef það mál verður fryst þá eru þeir sem frysta það meðsekir.
Valdimar Samúelsson, 12.2.2011 kl. 12:13
Sammála þér Flosi. Þetta er ágæt viðbót og skýring á hlutnum. Það er líka alveg rétt hjá þér og gott að þú skulir vekja athygli á því Flosi að sá skilningur sem Jóhanna kom með á nauðsyn stjórnarskrárbreytinga í framhaldi af dómi Hæstaréttar um ógildingu kosninganna sýndi fráleita hugsun.
Jón Magnússon, 12.2.2011 kl. 13:21
Bíddu nú við Valdimar nú fylgist ég ekki með eða eitthvað hefur farið framhjá mér í umræðunni. Hvenær brutu Jóhanna og Össur 10. kafla almennra hegningarlaga og hvernig?
Jón Magnússon, 12.2.2011 kl. 13:22
Jón, er ekki stærsta vandamálið í landinu er að stjórnmálamenn halda sig fara með dómsvaldið, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið? Og FULLVELDIÐ sem þau hafa rænt frá alþýðu landsins. Og já, og FORSETAVALDIÐ.
Elle_, 12.2.2011 kl. 19:27
Þeir orðuðu þetta einhvern veginn öðruvísi Björn Bjarna og Árni Matt. þegar þeir fengu sínar kveðjur frá dómstólum.
Var það ekki annars?
Mig minnir að þeir hafi einfaldlega sagt að þeir væru á annari skoðun en dómararnir en þeir myndu fara vandlega yfir dómana og draga af þeim lærdóm!
Árni Gunnarsson, 12.2.2011 kl. 22:45
Já og margir telja sig yfir allt og alla hafnir því miður Elle.
Jón Magnússon, 12.2.2011 kl. 23:01
Þú ert sennilega að vísa til máls Árna Matt gegn Magnúsi Þór er ekki svo Árni minn Gunnarsson? Það var meiðyrðamál ef ég man rétt sem Árni höfðaði gegn Magnúsi og tapaði. Það hafði ekkert með stjórnsýsluna að gera og ég man ekki betur en að Árni segði að hann yrði að sætta sig við dóminn. Varðandi Björn Bjarnason þá ert þú sennilega að vísa til dóms Hjördísar Hákonardóttur vegna skipunar í embætti Hæstaréttardómara. Ég man ekki betur en Björn segði þá að hann virti niðurstöðu Hæstaréttar. Er það ekki rétt munað hjá mér Árni? Það er heldur betur annað en Svandís Svavarsdóttir segir þegar hún sest sjálf í dómarasætið og fullyrðir um aðra niðurstöðu en dómurinn komst að.
En síðan er það líka málið Árni að þetta fólk Svandís, Jóhanna og félagar fordæmdu aðra fyrir að axla ekki sína ábyrgð og margt fleira því tengdu. Hvað eru þær síðan að gera Svandís og Jóhanna. Eru þær að axla ábyrgð. Var Svandís að axla ábyrgð með því að setja sig á hærri hest en Hæstarétt varðandi niðurstöðu dóms á hendur henni.
Hvar er ábyrgð þessa fólks. Hvar er ábyrgð Jóhönnu á gjaldþrotum heimilanna og svívirðilegri eignaupptöku í gegn um verðtrygginguna? Hvar er ábyrgð Svandísar á að hafa staðið gegn nauðsynlegri atvinnuuppbyggingu með hreinum skemmdarverkum eins og t.d. hvað varðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Jón Magnússon, 12.2.2011 kl. 23:10
Jón þann 16 júli 2009 brutu þau X kafla grein 86. Sjáðu Þingsályktunin http://www.althingi.is/altext/137/s/0283.html var engin undan þága á þessum lögum og tillagan var heldur ekki umsóknin sjálf en var stjórnarerindi http://www.mbl.is/media/79/ sem forseti okkar þurfti að undirrita. Hér eru fleiri lög sem ég tel að voru brotin. Ca. 14 http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/
Valdimar Samúelsson, 13.2.2011 kl. 01:32
Jón ég sendi inn athugasemd en sé hana ekki. má ég senda hana aftur eða var hún ekki boðleg. ?
Valdimar Samúelsson, 13.2.2011 kl. 09:31
Ein helstu rök Svandísar fyrir því að vísa málinu til hæstaréttar, eru að skera hafi þurft úr um hvernig túlka ætti ákveðna grein laga. Gott og vel, þetta eru í sjálfu sér rök, ef ekki kæmi til að þessi lög eru ekki lengur í gildi, ný hafa tekið yfir og er þetta ágreiningsefni vel skýrt í þeim.
Þetta var síðasta málið sem hugsanlega getur verið teki til afgreiðslu samkvæmt gömlu lögunum, því engin ástæða til að fá dómstúlkun þeirra nú, auk þess sem ekki hafði áður verið fullkomin sátt um túlkun þeirra.
Þá eru alvarleg ummæli ráðherra frammi fyrir alþjóð, þar sem hún sagði að allar sínar geðir væru pólitískar!
Ráðherra er efsti hluti framkvæmdavalds og sem slíkur ber honum að víkja frá sér pólitískum hugsanahætti og vinna samkvæmt lögum. Það væri hollt fyrir Svandísi að lesa Stjórnarskrána, sérstaklega 14. grein. Eða er sú grei kannski á útrýmingarlista ríkisstjórnarinna, eins og svo margar aðrar? Er þetta ein af þeim greinum sem Þorvaldur Gylfason og félagar hafa fengið fyrirskipun um að fjarlægja?
Úr stjórnarskrá:
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
Gunnar Heiðarsson, 13.2.2011 kl. 09:54
Valdimar það eru allar skoðanir boðlegar svo fremi þær eru settar fram án gífuryrða og fúkyrða úr hófi. En það getur tekið tíma af því að ég er ekki alltaf við tölvuna. Þær eru teljandi færslurnar sem ég hef hafnað í gegn um tíðina sennilega þarf ég ekki að taka vettlinginn af báðum höndum til að telja.
En þakka þér fyrir skýringuna sem ég spurði þig um Valdimar.
Jón Magnússon, 13.2.2011 kl. 10:21
Það á að sjálf sögðu að standa: "auk þess sem áður hafi verið fullkomin sátt um túlkun ...."
Þarna hefur orðið "ekki" slæðst inn hjá mér, sem vissulega umsnýr merkingu setningarinnar!
Gunnar Heiðarsson, 13.2.2011 kl. 10:23
Þakka þér fyrir góða athugasemd Gunnar. Maður sér það þegar dómurinn er lesinn að ríkislögmaður hefur verið í hinum verstu málum við að koma einhverri glóru í vörnina fyrir þessa dæmafáu ofstækisvegferð umhverfisráðherra.
En þá sérkennilegri eru ummæli Svandísar um ábyrgðarleysi hennar vegna þess að um réttarágreining hafi verið að ræða. Þá eru allir ábyrgðarlausir hvernig sem dómsmál fara ef þeir á annað borð grípa til varna því það er þá alltaf réttarágreiningur.
Jón Magnússon, 13.2.2011 kl. 10:25
Þakka Jón. Ég skrifaði síðari athugasemdina áður en ég sá að þú lest yfir athugasemdir áður en þær eru birtar. Afsaka er ég hafi hljómað óþolinmóður. Kannski meir áhyggjufullur að þessu yrði dissað eins og ríkissaksóknari virðist ætla að gera.
Valdimar Samúelsson, 13.2.2011 kl. 16:04
Það er rétt Gunnar mér sást líka yfir þetta ekki þegar ég las færsluna þína er ekki bara sælt sameiginlegt skipbrot ef það veldur engum skaða.
Jón Magnússon, 13.2.2011 kl. 22:34
Ég skil þig vel Valdimar. Mér finnst iðulega leiðinlegt að gera athugasemdir á síður þar sem þarf að bíða eftir að athugasemdin komi, en þannig verður það að vera ef maður vill ekki láta eitthvað leiðinlegt og ósmæilegt birtast á síðunni sinni.
Jón Magnússon, 13.2.2011 kl. 22:35
Það er orðið langt umliðið síðan Valdimarsdómurinn var felldur en tel mig samt muna það rétt að ráðherrar hafi ekki sýnt neina auðmýkt. Er það ekki rétt munað að Jón Steinar hafi þá verið fenginn til að breyta lögunum svo "skandallinn" endurtæki sig ekki?
Ég er ekki að sjá að þetta fari versnandi.
Sigurður Þórðarson, 14.2.2011 kl. 12:59
Það er nú svo merkilegt Sigurður að þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn þegar Valdimarsdómurinn féll og höfðu langa þingsetu höfðu verið á móti þeirri lagasetningu sem Hæstiréttur taldi brjóta gegn jafnræði borgaranna ef ég man rétt. Það er því ólíku saman að jafna með þá og Svandísi. Auk heldur að þarna var ekki um stjórnsýsluathöfn að ræða heldur gallaða lagasetningu. Mig minnir að Jón Steinar hafi verið ráðinn af þáverandi sjávarútvegsráðherra ásamt öðrum til að gera tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögunum miðað við vilja þáverandi ráðamanna. Þú leiðréttir mig kæri vinur ef þetta er ekki rétt munað hjá mér.
Jón Magnússon, 14.2.2011 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.