Leita í fréttum mbl.is

Mútufé Marđar

Merđi Árnasyni er margt til lista lagt en sumt ferst honum miđur. Ţannig gengur honum illa ađ vera góđur sósíaldemókrat og bak viđ ţá grímu skín iđulega í kunnuglegt andlit byltingaflokksins sem Mörđur Árnason sór hollustu sína í árdaga pólitísks ferils síns.

Í málsvörn sinni fyrir sakfelldan umhverfisráđherra grípur Mörđur til ţess ađ túlka lögin ađ vild og hikar ekki viđ ađ túlka ţau andstćtt dómi Hćstaréttar í málinu. Eins og  andlegur foringi  byltingarflokksins sagđi.  "Félagar okkur finnst ţetta vera lögin ţá eru ţetta lögin." Ţetta varđ heimspeki ţursaveldanna um miđja síđustu öld.

Mörđur Árnason hélt ţví fram í dag ađ Landsvirkjun hefđi boriđ mútur á stjórn sveitarfélags í Árnessýslu.  Sé ţetta rétt ţá eru ţeir embćttismenn Landsvirkunar sem ţađ gerđu og ţeir sem tóku viđ mútunum sekir um refisverđa háttsemi. Sé ţetta rangt ţá hefur Mörđur  gerst sekur um refsiverđa háttsemi fyrir ađ bera rangar sakir á fólk.

Ţó stundum sé langt til seilst í málsvörn  ţá eru ţó takmörk fyrir öllu. Ţess vegna Mörđur ber ţér annađ hvort ađ draga ummćli ţín til baka og biđjast hlutađeigandi einstaklinga afsökunar á ţeim eđa leggja fram kćru á hendur hinum seku. 

Hvađ svo sem ţú gerir Mörđur ţá vćrir ţú mađur ađ meiri ađ ljúka ţessu máli ţér til sóma og ţá vćri ţínum ţćtti í málinu lokiđ. Ţú berđ ekki ábyrgđ á Svandísi ţegar öllur er á botninn hvolft.

Flumbrugang og lögleysu Svandísar Svavarsdóttur er ekki hćgt ađ verja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óttast, ađ ţađ kunni ađ vera kalt mat Marđar, ađ ţessi orđanotkun borgi sig. Hann situr í ótryggu ţingsćti en getur nú vakiđ athygli á sjálfum sér og skrifađ sig enn betur inn sem náttúruverndarmann. Meiđyrđamál eru frekar sjaldan höfđuđ, ţótt ástćđa kunni ađ vera til, og afrakstur stefnanda er venjulega svo rýr, ađ stefndi getur ađ öllu athuguđu jafnvel haft hag af brotinu. Auk ţess gćti Mörđur, til ađ komast tvisvar ţrisvar í fréttir, bađađ sig í málfrćđiţekkingu og nefnt ótal meinlítil dćmi um orđiđ mútur í hinum ýmsu germönsku tungumálum, ef til vill einnig í forngrísku. Hann notar orđiđ í sambandi viđ alveg tiltekin og skýr atvik, sem voru umdeild, svo ađ ţćr málsbćtur ćttu ađ vera, ađ hér rćđi ekki um almenna ađdróttun. Sem breytir ađ vísu ekki ţví, ađ mat Jóns ađ framan um saknćmi yrđi líklega ofan á. Alveg virđist hugsanlegt, ađ einhverjir yrđu tilbúnir ađ verja slíkt mál pro bono og stefna ólíklegustu vitnum, til ađ gera hasar í ţjóđfélaginu og vekja athygli á sér. Jón ávítar mig vonandi föđurlega, ef hann er svo heiđríkur í hugsun ađ telja framansagt óhugsandi. Góđ kveđja.

Sigurđur (IP-tala skráđ) 14.2.2011 kl. 01:18

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Sigurđur ţađ er búiđ ađ dćma um máliđ í Hćstarétti og Mörđur er ađ taka ţetta mál í fađminn andstćtt ţeim dómi og áskilur sér ţví greinilega ţann rétt ađ vera sá sem er ćđri dómsvaldinu í landinu. Ţađ sama gerđi Svandís Svavarsdóttir í ummćlum sínum um dóminn. Af ţeim ummćlum er ljóst ađ ţessir stjórnarliđar átta sig ekki á grundvallarreglum ţjóđfélagsins. Réttarríkinu er alltaf hćtta búin af svona málatilbúnađi.  Hins vegar held ég ađ Mörđur hafi sagt ţetta vanhugsađ og ég er ađ vona ţađ sjálfs hans vegna ađ hann dragi ţessi ummćli til baka.

Jón Magnússon, 14.2.2011 kl. 10:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 285
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 4106
  • Frá upphafi: 2427906

Annađ

  • Innlit í dag: 264
  • Innlit sl. viku: 3800
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband