Leita í fréttum mbl.is

Bíll bæjarstjórans

Sú var tíðin að Samfylkingarfólk  og Vinstri grænir í Kópavogi máttu ekki vatni halda vegna vandlætingar gagnvart þáverandi bæjarstjóra í Kópavogi enda var hann Sjálfstæðismaður. Hann var sakaður um margvíslega misnotkun og stór orð höfð uppi sem m.a. leiddu til dómsmáls.

Nú er öldin önnur og Samfylkingin og Vinstri grænir stjórna Kópavogi. Þá bregður svo við að bæjarstjóri þeirra er gripinn í því að misnota bæjarstjórabílinn.  Sú misnotkun bæjarstjórans í Kópavogi var alvarlegra mál en Toblerone málið svokallaða sem leiddi til þess að Mona Sahlin þáverandi ráðherra í Sænsku ríkisstjórninni þurfti að segja af sér. Mona hafði notað fjármuni ríkisins til að kaupa ýmislegt smáræði eins og Toblerone súkkulaði. En þó upphæðin væri ekki há þá taldi fólk þar í landi þar á meðal flokkssystkini Samfylkingarfólks í Svíþjóð að svona gengi ekki og ráðherrann sagði af sér.

Hvað skyldu þeir sem ábyrgð bera á bæjarstjóranum segja núna. Ætla þeir að láta eins og ekkert hafi í skorist. Er þetta allt í lagi af því að bæjarstjórinn er af réttum pólitískum lit. Fróðlegt væri að heyra í hinum vaska oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi, en sú hin sama náði aldrei upp í nefið á sér á síðasta kjörtímabili vegna hneykslunar yfir framferði Gunnars Birgissonar. Skyldi hún telja að önnur viðmið eigi  nú að gilda fyrir bæjarstjóra sem hún ber pólitíska ábyrgð á.

Sjálfsagt telja nýir stjórnendur Kópavogs eðliegt að misfarið sé með bæjarins fé eins og bæjarstjórinn hefur verið beraður að. Sjálf hafa þau í meiri hlutanum lagt fram tillögu og farið fram á að skattfé bæjarbúa í Kópavogi verði varið til að borga þeim málskostnað vegna einkamáls sem var höfðað gegn þeim vegna ummæla þeirra.  Það er víða sem vinstri menn telja rétt að láta greipar sópa um almannafé og þá gilda að sjálfsögðu sérreglur.

En meðal annarra orða. Af hverju þarf bæjarstjóri í Kópavogi að hafa bíl og bílstjóra á kostnað bæjarins. Kann hún ekki að keyra eða er hún meira og minna óökufær í vinnunni? Raunar má spyrja þess sama um bruðlið í Reykjavík. Af  hverju þurfa að vera 3 bílar og bílstjórar fyrir æðstu stjórnendur borgarinnar. Er þetta ekki ósmælilegt bruðl allt saman. Gengur þetta á tímum niðurskurðar og hagræðingar?

Í Grikklandi eru þeir búnir að fækka stjórnmálamönnum í sveitarstjórnum og taka af þeim mikið af fríðindum. Hér heldur bullið áfram eins og ekkert hafi ískorist.  En viðfangsefnið í dag er að segja bæjarstjóranum sem misnotaði aðstöðu sína að hennar sé ekki lengur þörf. Það þurfi aðra tegund af fólki til að stjórna í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón

Svona ráðsmennska er í fína lagi segir Guðríður, hún hefur fyllsta traust á bæjarstjóranum og Hafsteinn líka.

Halldór Jónsson, 14.2.2011 kl. 22:22

2 Smámynd: Billi bilaði

Ekki ætla ég að verja bæjarstýruna, en getur þú fullyrt það að þetta sé eina dæmið um að fjölskyldumeðlimir bæjarstjóra á íslandi hafi notað bíl útvegaðan af bæjarfélagi? (Ef ekki, þá er dulítil skinhelgi í þessum skrifum.)

Billi bilaði, 15.2.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þá sýnist mér heldur betur farið í manngreinarálit af Samfylkingunni  eftir flokksskírteinum Halldór.

Jón Magnússon, 15.2.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Gott Billi að þú skulir ekki verja bæjarstjórann í Kópavogi.  Ég er ekki að fullyrða að þetta sé eina dæmið um misnotkun. Ég held því miður að svona misnotkun sé stunduð í þó nokkrum mæli og þess vegna á að taka á þessu þegar upp kemst.  Það er engin skinnhelgi í þessum skrifum Billi heldur verið að benda á að fyrrum vandlætarar telja nú allt eðlilegt sem þeir fordæmdu áður.

Jón Magnússon, 15.2.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1303
  • Frá upphafi: 2592308

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1205
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband