Leita í fréttum mbl.is

Bíll bćjarstjórans

Sú var tíđin ađ Samfylkingarfólk  og Vinstri grćnir í Kópavogi máttu ekki vatni halda vegna vandlćtingar gagnvart ţáverandi bćjarstjóra í Kópavogi enda var hann Sjálfstćđismađur. Hann var sakađur um margvíslega misnotkun og stór orđ höfđ uppi sem m.a. leiddu til dómsmáls.

Nú er öldin önnur og Samfylkingin og Vinstri grćnir stjórna Kópavogi. Ţá bregđur svo viđ ađ bćjarstjóri ţeirra er gripinn í ţví ađ misnota bćjarstjórabílinn.  Sú misnotkun bćjarstjórans í Kópavogi var alvarlegra mál en Toblerone máliđ svokallađa sem leiddi til ţess ađ Mona Sahlin ţáverandi ráđherra í Sćnsku ríkisstjórninni ţurfti ađ segja af sér. Mona hafđi notađ fjármuni ríkisins til ađ kaupa ýmislegt smárćđi eins og Toblerone súkkulađi. En ţó upphćđin vćri ekki há ţá taldi fólk ţar í landi ţar á međal flokkssystkini Samfylkingarfólks í Svíţjóđ ađ svona gengi ekki og ráđherrann sagđi af sér.

Hvađ skyldu ţeir sem ábyrgđ bera á bćjarstjóranum segja núna. Ćtla ţeir ađ láta eins og ekkert hafi í skorist. Er ţetta allt í lagi af ţví ađ bćjarstjórinn er af réttum pólitískum lit. Fróđlegt vćri ađ heyra í hinum vaska oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi, en sú hin sama náđi aldrei upp í nefiđ á sér á síđasta kjörtímabili vegna hneykslunar yfir framferđi Gunnars Birgissonar. Skyldi hún telja ađ önnur viđmiđ eigi  nú ađ gilda fyrir bćjarstjóra sem hún ber pólitíska ábyrgđ á.

Sjálfsagt telja nýir stjórnendur Kópavogs eđliegt ađ misfariđ sé međ bćjarins fé eins og bćjarstjórinn hefur veriđ berađur ađ. Sjálf hafa ţau í meiri hlutanum lagt fram tillögu og fariđ fram á ađ skattfé bćjarbúa í Kópavogi verđi variđ til ađ borga ţeim málskostnađ vegna einkamáls sem var höfđađ gegn ţeim vegna ummćla ţeirra.  Ţađ er víđa sem vinstri menn telja rétt ađ láta greipar sópa um almannafé og ţá gilda ađ sjálfsögđu sérreglur.

En međal annarra orđa. Af hverju ţarf bćjarstjóri í Kópavogi ađ hafa bíl og bílstjóra á kostnađ bćjarins. Kann hún ekki ađ keyra eđa er hún meira og minna óökufćr í vinnunni? Raunar má spyrja ţess sama um bruđliđ í Reykjavík. Af  hverju ţurfa ađ vera 3 bílar og bílstjórar fyrir ćđstu stjórnendur borgarinnar. Er ţetta ekki ósmćlilegt bruđl allt saman. Gengur ţetta á tímum niđurskurđar og hagrćđingar?

Í Grikklandi eru ţeir búnir ađ fćkka stjórnmálamönnum í sveitarstjórnum og taka af ţeim mikiđ af fríđindum. Hér heldur bulliđ áfram eins og ekkert hafi ískorist.  En viđfangsefniđ í dag er ađ segja bćjarstjóranum sem misnotađi ađstöđu sína ađ hennar sé ekki lengur ţörf. Ţađ ţurfi ađra tegund af fólki til ađ stjórna í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón

Svona ráđsmennska er í fína lagi segir Guđríđur, hún hefur fyllsta traust á bćjarstjóranum og Hafsteinn líka.

Halldór Jónsson, 14.2.2011 kl. 22:22

2 Smámynd: Billi bilađi

Ekki ćtla ég ađ verja bćjarstýruna, en getur ţú fullyrt ţađ ađ ţetta sé eina dćmiđ um ađ fjölskyldumeđlimir bćjarstjóra á íslandi hafi notađ bíl útvegađan af bćjarfélagi? (Ef ekki, ţá er dulítil skinhelgi í ţessum skrifum.)

Billi bilađi, 15.2.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ţá sýnist mér heldur betur fariđ í manngreinarálit af Samfylkingunni  eftir flokksskírteinum Halldór.

Jón Magnússon, 15.2.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Gott Billi ađ ţú skulir ekki verja bćjarstjórann í Kópavogi.  Ég er ekki ađ fullyrđa ađ ţetta sé eina dćmiđ um misnotkun. Ég held ţví miđur ađ svona misnotkun sé stunduđ í ţó nokkrum mćli og ţess vegna á ađ taka á ţessu ţegar upp kemst.  Ţađ er engin skinnhelgi í ţessum skrifum Billi heldur veriđ ađ benda á ađ fyrrum vandlćtarar telja nú allt eđlilegt sem ţeir fordćmdu áđur.

Jón Magnússon, 15.2.2011 kl. 10:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband