Leita í fréttum mbl.is

Vandræðaleg vörn

Daginn eftir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lagðis í vörn fyrir flokkssystur sína Svandísi Svavarsdóttur á Alþingi,  lýstu 76% þjóðarinnar því yfir í skoðanakönnun að réttast væri að Svandís axlaði ábyrgð og segði af sér.

Svandís treysti sér ekki sjálf í vörnina en fékk sérfræðingi þjóðarinnar í þrætubókarlist til þess. Þrátt fyrir það vilja 3 af hverjum fjórum að Svandís segi af sér.

Athyglivert var að heyra  Steingrím J. Sigfússon rugla í málsvörn sinni saman almennri stjórnsýslu framkvæmdavaldshafa  og pólitískri stefnumótun löggjafarvaldsins og reyndi að afsaka Svandísi á grundvelli þess að Vinstri græna pólitíkin hefði borið skynsemi hennar ofurliði. Steingrími sem og öðrum sem þekkja til stjórnsýslu og stjórnsýsluverkefna er ljóst að sú málsvörn er haldlaus.  Það að Steinrímur skuli nota þessa málsvörn  sýnir betur en annað hversu haldlaus vörnin fyrir Svandísi er.

Þegar orðræða Steingríms er skoðuð og röksemdafærsla hans í málinu, þá óar mann við því að þarna skuli fara maður sem setið hefur samfleytt á þingi frá því síðari hluta síðustu aldar og gegnir nú ráðherradómi í annað sinn, en hefur samt ekki skilið eða lætur sem hann skilji ekki grundvallaratriði í íslenskri stjórnskipun og stjórnarfari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband