Leita í fréttum mbl.is

Dómur í máli óeirðafólks

Það hlítur að hafa verið áfall fyrir Ragnar Aðalsteinsson höfuðverjandann í máli 9 menninganna að Icesave skyldi skyggja á hann þegar dómur var loksins upp kveðinn.  Raunar getur Ragnar sjálfum sér um kennt. Hann hefur tafið málið á alla lund og sett Íslandmet í að kæra ákvarðanir og úrskurði til Hæstaréttar.  Í málinu setti Ragnar líka Íslandsmet í að tapa málunum í  Hæstarétti.  Alltaf gapti ríkissjónvarpið ofan í lögmanninn þegar hann gerði grein fyrir því hvað héraðsdómari væri fákunnandi í lögum en ekkert heyrðist í RÚV þegar Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu þessa "fákunnandi" héraðsdómara.

Eftir að málinu hafði verið haldið í gíslingu af Ragnari Aðalsteinssyni, aðstandendum ákærðu, nytsömum sakleysingjum  og nokkrum pólitískum lukkuriddurum, komst héraðsdómari að niðurstöðu sem við mátti búast allan tímann, miðað við það klúður sem var í málsmeðferðinni og þess með hvaða hætti tekið er á óeirðarfólki og aðsópsmönnum í íslensku samfélagi.

Sumir hafa haldið því fram að það væri óeðlilegt að rétta yfir þessum krökkum meðan októberglæpamennirnir frá 2008 ganga lausir og eru enn að stjórna leynt og ljóst fyrirtækjum og fjármálalífi í landinu.  Hér skal tekið undir það sjónarmið að það er með öllu óþolandi og raunar óskiljanlegt, að mál skuli ganga jafn hægt og illa hjá sérstökum saksóknara og raun ber vitni. Það breytir þó engu um sekt eða sakleysi 9 menninganna svonefndu.

Það hlítur þó að vera umhugsunarefni fyrir þá sem krefjast réttlætis í þessu þjóðféalgi hvað lengi og mikið hægt er að tefja framgang dómsmála með furðulegheitum og skringimálflutningi í einföldu máli eins og máli 9 menninganna. Það gefur því miður ekki vonir um hraða málsmeðferð þegar farið verður að rétta yfir fólki sem er enn ráðandi í fjármálalífi þjóðarinnar og tæmdi banka, sjóði og fyrirtæki þannig að lengra varð ekki haldið í október 2008. 

Það er að segja ef nokkur döngun er í ákæruvaldinu til að koma út ákærum gagnvart öðrum en ungu óeirðarfólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Það er rétt að taka fram að ENGINN hinna ákærðu var sakfelldur fyrir árás á Alþingi skv. 100. gr. hegningarlaga, sem var lang alvarlegasta ákæran, en slíkt brot felur í sér lágmarksrefsingu 1 árs fangelsisdóm. Þannig að dómurinn er að segja að þær alvarlegu sakargiftir voru RANGAR.

Ég ætla rétt að vona að þú myndir verja mína dóttur jafn einarðlega gegn fölskum sakargiftum og Ragnar, værir þú verjandi hennar í máli sem þessu.

Einar Karl, 16.2.2011 kl. 23:00

2 Smámynd: Billi bilaði

Það að þú farir svona í manninn en ekki boltann í upphafi pistilsins þýddi það að ég gafst upp um hann miðjan. Batnaði hann eftir það?

Billi bilaði, 16.2.2011 kl. 23:17

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt hjá þér Einar Karl varðandi 100.gr. alm. hgl.  Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta fyrir þá skjólstæðinga sem ég hef verið skipaður verjandi fyrir. En það mundi ekki fela í sér leikræna tjáningu fyrir fjölmiðla heldur að reka málið fyrir dómstólnum

Jón Magnússon, 17.2.2011 kl. 08:46

4 Smámynd: Jón Magnússon

Billi þú kemst ekki að því nema að lesa pistilinn til enda. Ég endursegi hann ekki í athugasemd.

Jón Magnússon, 17.2.2011 kl. 08:46

5 Smámynd: Rauða Ljónið

 Sæll. Jón

Það getur ekki talist eðlileg vörn í þessu máli 9 menninganna eða eðlileg lögfræðimennska að setja saman leikrit í ljósvikamiðlum og blöðum til að  reyna að hafa áhrif á dómsmál hvað dómsmál sem er.
Réttakerfið er gert til að farið sé eftir lögum og rétti og dæma rétt saklaus eða sekt, þegar svona er unnið eins og í máli þessu er það lögfræðinni til skammar eða hjá þeim sem svona starfar svona.

Við upphaf dómsmála á Íslandi eftir landsnám voru þau orð sett fram til að tryggja réttaröryggi og þau skyldi í heiðri höfð við dómsmál og tryggja rétt.

Með lögum skal land byggja en ólögum  landi eyða.
Og þau orð eru í fullu gildi en.

En geta varla átt við undir leikrænu dómsmál sem leikið er í fjölmiðlum til að hafa áhrif á dómúrskurður og er ekki lögfræiðni til virðis auka.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 17.2.2011 kl. 18:24

6 identicon

Góður pistill Jón og svo satt! 

Það er fáránlegt hvernig þetta óeirðalið sem fór gjörsamlega yfir strikið í "mótmælunum" vill meina að verið sé að dæma óverðuglega eða eins og Ragnar Aðalsteinsson orðaði það "skilaboðadómur". 

Þetta voru ólæti frekar en mótmæli. Sjónarmið þeirra sem vilja mótmæla komst vel til skila án þess að til þessara skrílslæta hefði þurft að koma. 

Þau eru því sek og fengu dóm skv því. 

Það er hinsvegar umhugsunarvert hvernig þetta vinstrisinnaða fólk hefur reynt að setja þrýsting á alþingi að hafa áhrif á dómsvaldið í þessu máli.

Varla er það til eftirbreytni í hínu nýja Íslandi.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 167
  • Sl. sólarhring: 589
  • Sl. viku: 2391
  • Frá upphafi: 2489155

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 2183
  • Gestir í dag: 156
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband