Leita í fréttum mbl.is

Enn tapar Byggðastofnun

Byggðastofnun tapaði 2.6 milljarði í fyrra. Það tap bætist við árlegt tap þessarar stofnunar um áratugaskeið.  Aftur og aftur hafa skattgreiðendur borgað milljarða til Byggðastofnunar, en það dugar aldrei til. Þessi pólitíska fyrirgreiðslustofnun ætti að vera búin að ganga sinn veg á enda.

Ef til vill er Byggðastofnun gott dæmi um vandamál ríkisrekinnar lánastofnunar.  Hvernig sem árar og hvað sem á gengur þá tapar þessi stofnun.  Ríkisrekstur á fjármálafyrirtæki er því síður en svo nein trygging fyrir því að reksturinn reki ekki upp á sker gjaldþrots.

Nú talar fjármálaráðherra um að endurreisa Sparisjóðina, en þeir hafa undantekningalítið verið reknir með tapi af kjarnastarfsemi sinni alla öldina. Hvaða glóra er þá að leggja milljarða af skattfé  í endurreisn þeirra.  Hvað afsakar viðbótarframlög og ítrekaða milljarða framlög af peningum skattgreiðenda til Byggðastofnunar.

Af hverju rekur ekki ríkið eina lánastofnun Landsbankann meðan fjármálastarfsemi er hér í henglum eftir bankahrunið 2008. Hvað getur afsakað það að auka kostnað skattgreiðenda með því að henda út milljörðum á milljarða ofan í lánastofnanir sem sinna ekki neinu hlutverki sem Landsbankinn er ekki fær um að sinna. 

Þurfti ekki að breyta um vinnubrögð í kjölfar bankahrunsins. Var það ekki það sem verið var að kalla eftir. Milljarða framlög af fé skattgreiðenda til sparisjóða og Byggðastofnunar undirstrikar gaddfreðna pólitíska spillingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill. Byggðastofnun hefur löngum verið stimpilpúði spillingarinnar í landinu. Hinnar pólitísku spillingar. Allra flokka.

Aðeins eitt. Þótt Byggðastofnun tapi fjármunum, má ekki gleyma því að framlögin hafa oft, ekki alltaf, skapað vinnu og aura í buddur landsmanna. Horfandi á tapið, verður að líta til þessa líka.

Með kveðju, Björn

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 18:32

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Enn og aftur kemur nafn LÍÚ við sögu þar sem tap, spilling og pólitík er.

Sigurður I B Guðmundsson, 28.2.2011 kl. 20:32

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Björn. Það er alveg rétt hjá þér að framlögin hafa iðulega ekki skapað vinnu eða peninga fyrir fólkið. Oft hefur verið um björgunaraðgerðir að ræða fyrir gjaldþrota aðila einstaklinga og fyrirtæki. Aðila sem voru pólitískt þóknanlegir stjórnendum stofnunarinnar.

Jón Magnússon, 28.2.2011 kl. 23:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður aldrei framþróun í þessu landi Sigurður meðan hagsmunaaðilarnir halda öllu í greipum sér. Sama hvaða nafni þeir nefnast.   Ludvig Erhard sem var kallaður faðir þýska efnahagsundursins talaði um að það hefði verið inntakið í stefnu hans að tryggja samkeppni og halda stóru og sterku aðilunum í skefjum þannig að þeir færu ekki yfir almenning í landinu. Hér búum við það að stjórnvöld hverju sinni eru í gíslingu stórhagsmunaaðila.

Jón Magnússon, 28.2.2011 kl. 23:28

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir frábært svar. Svar sem mætti sjást og vera áberandi sem víðast.

Sigurður I B Guðmundsson, 1.3.2011 kl. 12:28

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Sigurður.  Það gleymdist í milljarðaæðinu sem hófst um aldamótin og er enn ekki lokið að fullu, að það er þegar öllu er á botninn hvolft litlu karlarnir og kerlingarnar og smáfyrirtækin sem leggja mestan og bestan grunn að velferðarsamfélaginu, hagvexti og framförum.

Jón Magnússon, 1.3.2011 kl. 18:22

7 identicon

Hefur Byggðastofnun "skapað vinnu og aura í buddur landsmanna," eins og Björn segir? Hefðu peningarnir ekki ávaxtazt enn betur og skapað traustari vinnu, ef þeir hefðu aldrei verið teknir úr þeim sömu buddum sem skattfé, heldur fengið að leita þangað, sem landsmönnum þótti sjálfum skynsamlegt að beina þeim? Þetta hef ég hugleitt í fjörutíu ár og safnað nokkur hundruð dæmum, svo að ég þykist með ánægju geta skrifað upp á þennan pistil Jóns Magnússonar.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:10

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Sigurður Ragnarsson. Það væri gaman að fá að sjá þessi dæmi þín því þau eru mikilvæg í þjóðfélagsumræðunni.  Sendu mér endilega mail  á jm@nu.is  Þakka þér fyrir.

Jón Magnússon, 4.3.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband