Leita í fréttum mbl.is

Að rýna í mál eins og þegar skrattinn les Biblíuna.

Árni Þór Sigurðsson formaður þingflokks Vinstri grænna afsakaði það á Alþingi í dag að Vinstri grænir skyldu skipa Ástráð Haraldsson lögmann til setu í landskjörstjórn nokkrum dögum eftir að hann sagði af sér og lýsti sig ábyrgan fyrir klúðrinu við stjórnlagaþingskosningarnar.

Ástráður Haraldsson er hinn mætasti maður og góður lögmaður og margt gott má einnig segja um þá sem með honum sátu í Landskjörstjórninni sem sagði af sér í kjölfar ógildingar á stjórnlagaþingskosningunum.  Þess vegna gat og getur Ástráður með miklum ágætum komið til greina í margvíslegar stöður og embætti.  Það er hins vegar með  eindæmum að maður sem lýsir ábyrgð á hendur sér og segir af sér skuli nokkrum dögum síðar vera skipaður aftur og taka slíkri tilnefningu. Það segir ekki góða sögu hvorki um tilnefningaraðilann né dómgreind þess sem skipaður er hvað þetta varðar.

Orðræða Árna Þórs Sigurðssonar var vissulega einstök í þessu máli. Hann snéri öllum sannleikanum á haus enda lærisveinn Steingríms J.  Allt í einu var hann farinn að tala með svipuðum hætti og ætla má að gerist þegar skrattinn les upp úr Biblíunni.  Orðræða Árna Þórs var sú að allir flokkar lýstu  í raun vantrausti á þá sem sögðu sig úr  Landskjörstjórn með því að endurkjósa þá ekki  nema Vinstri grænir.  Þarna tókst heldur betur vel til að snúa sannleikanum á haus.

Málið snýst um sómatilfinningu, eðlilega starfshætti, virðingu fyrir lögum, ábyrgð og fólk axli ábyrgð á verkum sínum.  Um það snýst þetta mál og ekkert annað. Vinstri grænir eru með endurkjöri Ástráðs að lýsa því yfir að öll verstu einkenni og verklag í stjórnsýslu og stjórnmálum skuli fært í öndvegi en hugmyndir um nýtt og betra vinnulag skuli víkja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæa mapur lifandi,

Þetta finnst manni tka steininn úr. Mikið finnst mér orðið vera aðkallandi að fá eitthvað annað lið inn á Alþingi en þetta.

Halldór Jónsson, 2.3.2011 kl. 19:20

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já Halldór, Steingrímur og hans lið telur sér alla hluti heimila eins og dæmi síðustu daga sanna.  Athygliverð ítrekuð atlaga þeirra að Hæstarétti. 

Jón Magnússon, 2.3.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 690
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6426
  • Frá upphafi: 2473096

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5855
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband