Leita í fréttum mbl.is

Hækkaði lánið þitt?

Hækkun á bensín- og olíuverði undanfarið hækkar höfuðstól verðtryggðra lána um 0.5%.  Höfuðstóll 20 milljón króna láns hækkar þá um 100 þúsund í þessum mánuði og á það leggjast vextir.  Þeir sem hafa keypt íbúðirnar sínar aftur á grundvelli úrræða Skjaldborgar Jóhönnu skulda þá enn meira en áður en eiga samt ekki neitt.

Ríkisstjórnin lætur eins og hækkun olíuverðs komi henni ekki við.  Þegar um það er rætt bullar Steingrímur J. um vistvæna orkugjafa eins og það  greiði afborgun af vísitölubundna láninu. 

Ríkissjóður tekur mest til sín af olíuverðshækkuninni. Væri hér ábyrg ríkisstjórn sem hugsaði um hag heimilanna og neytenda þá mundi hún strax í í dag lækka skatta á eldsneyti verulega. Það mikið að hækkun olíuverðs vegna tímabundins óróa í Norður Afríku ylli ekki verðbólguskoti, sem gæti þá verið byrjun á nýju verðbólgutímabili. Framleiðsluverð á vörum hækkar nefnilega líka vegna hækkandi eldsneytisverðs vegna aukins tilkostnaðar.

Ríkisstjórn sem lætur vísitölubindingu lána viðgangast og hækkar höfuðstól lánanna ítrekað með vanhugsuðum skattahækkunum er vinsamleg fjármálafyrirtækjum en fjandsamleg fólkinu í landinu.

Það verður að afnema vísitöluna og byggja upp heilbrigt lánakerfi þar sem báðir aðilar bera ábyrgð en ekki bara skuldarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Má ekki líka spyrja: hækkar HÚSALEIGAN þín?

Verðtrygging langtíma veðlán á að vera Prime: og taka mið af ráðgerði verðbólgu lánstíman næst 30 ár.  Þá er Ísland "compatible" við ríki þar sem keppt er um raunvextina.   

30 ára USA jafngreiðslu lán leggur um 60 % vaxtaálag á láns og grunnvaxta höfuðstól  til myndurnar skuldagreiðslu höfuðstóls. Tryggir fyrir um 90% verðbólgu á 30 árum. Þjóðverjum nægir 40% vaxta álag

því ráðgerð verðbólga þar þar er undir 60% á 30 árum. 

Prime lánum á að halda aðskildum frá subPrime skammtíma.

Í ljósi eignaréttar ákvæða stjórnarskrár.

Expect: regard as likely to happen, do, or be the case. ▶suppose or assume er yfirstéttar skilningur.

hope, anticipate; assume er almúga skilningur í USA.

Júlíus Björnsson, 3.3.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Jón Magnússon!!

Eyjólfur G Svavarsson, 3.3.2011 kl. 20:15

3 Smámynd: Elle_

Og væri hér ábyrg ríkisstjórn, Jón, sem hugsaði um hag þegnanna færu þau aldrei að samþykkja löglausa rukkun erlendra velda og jafnóðum játa að rukkunin væri löglaus, veldin ættu engar lögvarðar kröfur á hendur okkur.  Ríkisstjórnin er biluð og verður að skipta henni út.

Elle_, 3.3.2011 kl. 23:28

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Því miður hárrétt greining.

Hrannar Baldursson, 4.3.2011 kl. 06:06

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir. Ég sé ekki annað en við séum öll sammála en er þá ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu?

Jón Magnússon, 4.3.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 434
  • Sl. sólarhring: 860
  • Sl. viku: 4218
  • Frá upphafi: 2522602

Annað

  • Innlit í dag: 407
  • Innlit sl. viku: 3869
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 392

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband