Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborgin um fjármálafyrirtækin

Ríkisstjórnin hefur reist skjaldborg um fjármálafyrirtækin og gefið þeim 250 milljarða eftir því sem fram kemur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.  En það er ekki bara ríkisbankinn Landsbankinn sem fær þessar gjafir. Steingrímur styrkir einkabanka og sparisjjóði með framlögum auk þess að dæla nokkrum tugum milljarða í Íbúðalánasjóð og milljónum í siðlausa pólitíska fyrirgreiðslusjóðinn Byggðastofnun.

Miðað við yfirlýsingar Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir kosningar hefði mátt ætla að meginhluti fjárframlaga ríkisins mundi renna til að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Þessu lofuðu þau Jóhanna og Steingrímur. En á sama tíma og fólkinu er boðið að kaupa yfirskuldsettar eignir sínar á 110% yfirverði þá er fjármálastofnunum gefnir 250 milljarðar.

Ekki nóg með það. Á sama tíma og fjármálaráðherra upplýsti að hann hefði greitt 250 milljarða til fjármálastofnana þá birtist sakleysisleg frétt sem lítið fór fyrir, en hún sagði að lán fólksins í landinu hefðu hækkað um 18 milljarða vegna skattahækkana Steingríms J.  

Hvað halda alþýðuforingjarnir í ríkisstjórn búsáhaldabyltingarinnar, hinni hreinu og tæru vinstri stjórn, að  þeir geti lengi haldið áfram að ráðast á kjör almennings í landinu um leið og þeir stefna í greiðsluþrot ríkisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

maður er orðin hræddur um að það verði enginn endurreisn á íslandi þar sem klúðrið hjá þessari ríkisstjórn er orðið gríðarlegt. 

georg (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:46

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já því miður Georg það stefnir í vonda hluti.

Jón Magnússon, 1.4.2011 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 774
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2427892

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband