Leita í fréttum mbl.is

Fá ekki að drekka í vinnunni

Franskir lögregluþjónar hafa mótmælt reglum sem banna þeim að drekka í vinnunni.  Hingað til hafa franskir lögregluþjónar fengið bjórinn sinn eða rauðvínið sitt í matarpakkanum. Nú er því  lokið.

Eðlilega finnst frönsku lögregluþjónunum vegið að persónufrelsi sínu auk þess sem vinnuaðstæður verða stórlega verri hvað þá heldur leiðinlegri að mati eins forustumanns félags lögreglumanna í Frakklandi.

Einn talsmaður lögreglujþóna orðaði þetta þannig að hið opinbera ætlaði að gera alla að prestum þó þannig að messuvínið væri líka frá þeim tekið í ofanálag við annan heilagleika.

Svona snúa nú mannréttindin mismunandi við fólki. Ég hefði haldið að það væru réttindi borgaranna að þeir sem eru að vinna fyrir þá lögregluþjónar, þingmenn, læknar eða aðrir séu edrú meðan þeir eru í vinnunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

enn á Austurvelli þeir eru fullir í pontu.

gisli (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta snýst um, eins og þú kemur inn á, hvaða vökva franska óeirðalögreglan fær til að skola niður matnum.  (Notabene þetta á bara við um frönsku óeirðalögguna, ekki aðrar sveitir). Ástæðan fyrir afnám þessara "mannréttinda" er að liðsmenn sveitanna, gráir fyrir járnum, voru sötrandi bjór úr flöskum er þeir voru við skyldustörf vegna mótmæla í París. Hefðu þeir látið það ógert hefði sennilega aldrei verið hróflað við þessum réttindum. Þeir tóku matarölið sem sagt með sér út í aksjónina. Að mínu viti geta þeir sjálfum sér um kennt.

Ágúst Ásgeirsson, 22.4.2011 kl. 17:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er undantekning Gísli alla vega núorðið.

Jón Magnússon, 22.4.2011 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Ágúst þetta er óeirðalögreglan.  Það voru teknar myndir af þeim þar sem þeir drukku heldur betur meira en matarölið milli þess sem þeir börðu á mótmælendum.

Jón Magnússon, 22.4.2011 kl. 22:55

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Skildu þeyr þa vera að taka hvern annan, fyrir drykkju á almanna færi?

Eyjólfur G Svavarsson, 23.4.2011 kl. 01:18

6 Smámynd: Jón Magnússon

Sjálfsagt ef þeir eru orðnir nógu og drukknir.

Jón Magnússon, 23.4.2011 kl. 20:13

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón, hefurðu nokkurntímann athugað það, að flestar þessar reglur um áfengisnotkun eru til komnar vegna minnihlutans sem getur ekki farið með það. Það má enginn drekka bjór og keyra bílinn sinn heim, þá að 96 % fólks geti það alveg. En það eru 4 % fólks sem er klikkað, óabyrgt, illa siðað og óuppdregið og hættulegt öðru fólki hvort sem það er fullt eða edrú. Þetta er bara staðreyndin og þessvegna er allt þetta þeferí af saklausu fólki hérna.

Það er líka bannað að keyra eftir drykk í Ameríku. En löggan þar er ekkert að abbast uppá fólk á heimili sínu, sem er líka bíllinn, meðan það gerir ekkert af sér í umferðinni.En ef þú gerir það og ert fullur, þá Guð hjálpi þér. Þessvegna tekur fólkið þar yfirleitt ekki sjansinn.

Ábyrgur maður drekkur ekki þegar hann þarf að gera eitthvað sem hætta getur stafað af. 4 % gera drekka hvernig sem á stendur og er sumu skítsama þó það drepi einhvern.

Halldór Jónsson, 24.4.2011 kl. 10:03

8 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór það er ljóst að það þarf ekki nein lög ef allir eru meðvitaðir um réttindi annarra og haga sér eins og gott og grandvart heiðarlegt fólk á að gera. Það er nú raunar það sem mikill meiri hluti fólks gerir almennt. En síðan eru það hinir.  Þess vegna verður að setja stífari umferðarreglur í þjóðfélaginu en annars þyrfti.

Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband