23.4.2011 | 20:12
Árásir á kristið fólk og kristni
Þegar við höldum upprisuhátíðina hátíðlega og minnumst fyrirheitsins sem tengist krossfestingunni og upprisunni ættum við líka að hugsa til trúbræðra okkar og systra sem búa við stöðugar ógnir og harðræði.
Kristið fólk í löndum þar sem mikill meiri hluti er Múhameðstrúar er verulegur. Um 2 milljónir Sýrlendinga eru kristnir og fjöldi kristinna er í Egyptalandi, Írak og Íran. Í Sýrlandi, Egyptalandi og Írak bjó kristið fólk lengst af við öryggi. Nú hafa aðstæður breyst til hins verra.
Kristnu söfnuðirnir í Sýslandi ákváðu að fella niður skrúðgöngur og helgihald utan dyra þessa upprisuhátið vegna ótta um að öryggi sitt. Kristnu söfnuðirnir í Írak hafa sætt miklum ofsóknum og sömu sögu er að segja frá Egyptalandi. Í öllum þessum löndum er kristið fólk drepið vegna trúarskoðana sinna.
Kristið fólk ætti að huga að því að á sama tíma og Múslimar um allan heim ærast af minnsta tilefni og jafnvel án tilefnis og drepa þá mann og annan sem ekkert hafa til saka unnið, þá eru það ekki Múhameðstrúarmenn sem sæta ofsóknum um allan heim og það er ekki vegið að trúarbrögðum þeirra og þeir eru ekki drepnir vegna trúarskoðana í kristnum löndum eða ofsóttir.
Annað er upp á teningnum með kristnina. Kristið fólk verður að sæta stöðugum ásóknum, harðræði og fjöldi kristins fólks er myrt í viku hverri vegna trúarskoðana sinna sérstaklega í löndum sem játa Múhameðstrú. Á sama tíma er undanlátssemin allsráðandi í veraldlegum hugsjónalitlum heimi Vesturlandabúa.
Á grundvelli bullsins um fjölmenningarsamfélagið hafa andstæðingar trúarinnar leitast við að koma öllu sem minnir á kristni burt úr skólum landsins og opinberum byggingum. Þá eru viðteknar venjur og siðir um friðhelgi á kristnum helgidögum aflögð að hluta eða með öllu.
Þrátt fyrir allt þá verður ekki hjá því komist að bregðast við hvort sem veraldarhyggjufólki líkar betur eða verr. Hver kynslóð þarf nefnilega að berjast fyrir frelsinu með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem berjast fyrir mannréttindum sem grundvallast á einstaklingsfrelsi, manngildi og frelsishugsjónum kristninnar og þeir sem vilja verja trúarlega stöðu kristninnar þurfa að mynda samtök til baráttu fyrir þau sjónarmið og til að aðstoða í verki kristið fólk þar sem að því er sótt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 217
- Sl. sólarhring: 506
- Sl. viku: 4433
- Frá upphafi: 2450131
Annað
- Innlit í dag: 198
- Innlit sl. viku: 4127
- Gestir í dag: 194
- IP-tölur í dag: 192
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Jón ertu ekki alveg í lagi ertu að krefjast þess að við vesturlandabúar, kristnu samfélög og sáttfúsa og kærleiksríka fólk förum að gjalda líku líkt og drepa helvítis múslimina sem leyfa sér að hafa aðra trú en við.
Æ Jón stundum ertu bara stubit en ég veit ekki hvað ég á að kalla þig núna því þú gætir krafist þess að mér sem heiðingja væri refsað á grimmilegan hátt að viðurkenna það opinberlega að ég sé heiðinn í staðn fyrir að blóta á laun eins og norskir ofstækismenn sættust á hér á íslanid árið 1000.
Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 20:35
Já, berjumst fyrir einstaklingsfrelsinu! Niður með forræðishyggjulegu helgidagalöggjöfina!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.4.2011 kl. 20:47
Kristið fólk liggur því miður vel við níðhöggum. Kristnar þjóðir hófu tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld og lögðu undir sig nýlendur um allan heim.
Í framhaldi af hruni hinnar beinu nýlendustefnu voru fundin ný ráð til að ná svipuðum árangri í þriðja heiminum.
Það voru kristnar þjóðir sem fundu upp mestu ógn heimsins, kjarnorkuna og kjarnorkuvopnabúr, sem við minnstu mistök getur eytt öllu lífi á jörðinni nokkrum sinnum.
Þetta réttlætir að vísu á engan hátt ofsóknir gegn kristnum mönnum en vanmáttur kristinna manna til að fara eftir eigin trúarboðskap gerir illþýði af öðrum trúarbrögðum auðveldara að byggja upp hatur á kristnum mönnum og trúariðkun þeirra, því miður.
Ómar Ragnarsson, 23.4.2011 kl. 21:52
Snilldarpistill!
Björn Birgisson, 23.4.2011 kl. 22:43
Ég veit eiginlega ekki hverju maður á að svara svona misskilningi eða útúrnsúningum Sigurður. Hvergi í pistlinum mínum er ég að hvetja til ofbeldis. Ég er þvert á móti að fordæma ofbeldi. Þegar ég tala um að við þurfum sem kristið fólk að standa með trúbræðrum okkar og systrum þá þýðir það ekki að við eigum að ráðast á annað fólk eða misþyrma því. Heldur miklu frekar að láta vita að við samþykkjum ekki og líðum ekki ofbeldi og frelsisskerðingu. Einnig Sigurður við tökum vel á móti gestum hvaða trúar sem þeir eru en við látum þá ekki stjórna okkur eða breyta samfélaginu hvað þá að láta þá misvirða mannréttindi. Hugsaðu síðan málin í samhengi áður en þú gefur öðrum einkunnir. Þessi athugasemd þín er þér til skammar.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 00:01
Hjalti það verður hver að hafa það sem hann vill og það skortir aldrei að andstæðingar trúarinnar geri athugasemdir um leið og einhver bendir réttilega á að það er sótt að kristnu fólki og kristnum viðhorfum. En kristileg boðun í dag heimilar þér að haga þínum dögum eins og þú vilt það eru þín forréttindi sem einstaklings af því að þú býrð í kristnu samfélagi. Þakkaðu fyrir það.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 00:04
Ég held Ómar að þú verðir að hugsa þetta aðeins betur. Ofsóknir á hendur kristnu fólki núna hefur ekkert með kjarnorkusprengjuna að gera eða nýlendustefnu Vesturlanda hvorki í nýrri eða eldri mynd. Írak er að vísu sérstakt. Árásirnar á kristið fólk er vegna harðlínustefnu margra sem játa Íslam og sjálfsásakanna og undanlátssemi kristinna Vesturlandabúa, eins og raunar kemur vel fram í þínum skrifum. Það er ekki ráðist á einn einasta kristinn mann í Egyptalandi Ómar vegna kjarnorkusprengjunnar eða nýrrar eða gamallar nýlendustefnu. Kristnir menn hafa verið í Egyptalandi 600 árum lengur en Múslimar þér til upplýsingar og lengst af hafa samskipti þerira verið góð og kristið fólk í Egyptalandi hefur ekkert með Vesturlönd, nýlendustefnuna eða kjarnorkuvopn að gera.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 00:14
Þakka þér fyrir Björn.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 00:14
Jón, trúfrelsi er nú ekkert sérstaklega kristilegt, á hér á landi var bannað að vera ókrisitnn lengstan þann tíma sem kristni var ríkjandi trú. En ég vona að þú stofnir samtök sem munu berjast fyrir frelsi fólks, þar á meðal frelsi fólks til að banna öðrum að spila bingó á ákveðnum dögum. Lifi kristilega frelsið!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.4.2011 kl. 00:25
Þetta er nú bara alls ekki rétt hjá þér Jón, og kemur mér á óvart að löglærður og grandvar maður viti ekki betur. Störfum og athöfnum fólks eru settar skorður vegna helgidaga. Hefur það farið framhjá þér?
Mér finnst svo eitthvað hálf skrýtið að þú viljir endilega tengja árásir á kristna í ríkjum múslima við það að trúboð verði bannað í skólum.
Hérna ferðu ertu ansi ónákvæmur, svo notað sé vægt orðalag. Það er farið fram á að boðun trúar sé ekki stunduð í opinberum almennum skólum. Það er alveg magnað hvað þeir sem vilja endilega halda í trúboðið eiga erfitt með að fara rétt með kröfurnar sem eru upp í þessum málum. Það bendir svolítið til þess að þið vitið að hin raunverulega barátta er að tapast og þess vegna reynið þið að afbaka málflutning andstæðinga ykkar svona.
Egill Óskarsson, 24.4.2011 kl. 01:00
Trúarbrögð eru eitur hugans. Kristin trú er þar engin undantekning frekar en önnur mannskemmandi trúarbrögð.
Jón Frímann Jónsson, 24.4.2011 kl. 01:52
Merkilegt er hvað erjur og úlfúð virðast fylgja trú og er þetta fyrirbæri líklega mest sundrandi máttur sem mannskepnan hefur fundið upp. Ekkert fyrirbæri getur réttlætt hatur og ofstæki eins vel og trú og ekkert fyrirbæri býður upp á eins mörg tækifæri fyrir eymdarvæl og hún.
Heimurinn væri betur kominn án þessa fyrirbæris, enda er engin þörf fyrir trú á tímum upplýsingar og rökhugsunar.
Óli Jón, 24.4.2011 kl. 03:12
Jón
ég er ekki að misskilja neitt. Þessi pistill þinn er uppfullur af hroka og yfirdrepsskap manna sem telja sig kristna og skoðunum sem eru einmitt ástæða þess að kristnir menn eiga allstaðar í heiminum í illdeilum við alla.
Og þessi pistill þinn er ekki neinn kærleiksboðskapur og það er mikill misskilningur hjá þér að við Íslendingar tökum vel á móti fólki af öðru þjóðerni eða frá öðrum menningarheimum og miklu frekar er það þingmönnum eins og þér að kenna að nú starfar hér nasísk stofnun sem á að hafa kontról á útlendingum og heitir útlendingastofnu
Svo er annað Jón að ég þarf ekki að skammast mín fyrir mínar skoðanir og ætlast ekki til þess að þú skammist þín fyrir þínar þó ég beri oft takmarkaðar virðingar fyrir þeim.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 13:03
Hjalti þegar talað er um málefni dagsins þá á spænski rannsóknarrétturinn eða skylda til að sækja guðþjónustur á 17.öld ekki heima þar. Þeir hlutir voru í fortíðinni og heyra sögunni til og eru ekki hluti af eða viðmið í kristilegum viðhorfum eða boðun í dag. Þú getur væntanlega rakið það í því sem ég hef skrifað Hjalti að ég vil að einstaklingarnir fái að ráða lífi sínu svo fremi það takmarki ekki frelsi annarra. Fólk má þess vegna spila Bingó hvenær og hvar sem það vill svo fremi það takmarki ekki frelsi annarra sem ekki vilja spila Bingó. Frjálslynd viðhorf byggja á því líka í kristni að einstaklingurinn velji sjálfur eða hafni.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 13:32
Hver er þín frelsisskerðing á helgidögum þjóðkirkjunnar Egill? Að þú megir ekki vera með hávaða og trufla aðra? Að þú verðir að virða opnunar- eða lokunartíma í sölustarfsemi. Er það frelsisskerðingin sem þú ert að tala um eða er það eitthvað fleira? Hvaða frelsisskerðing er það svo? Egill þú verður síðan að tengja rétt. Bull fjölmenningarfurstanna afsakar ofsóknir og aðfarir gegn kristinni trú. Ofsóknirnar gegn kristnum væru ekki eins miklar eins og þær eru ef kristni heimurinn hefði brugðist við með fordæmingu og þess vegna refsiaðgerðum gegn þeim þjóðum sem láta slíkt viðgangast. Til að forðast misskilning tek ég fram að ég er ekki að tala um hernaðaraðgerðir. Margt getur komið til á undan t.d. að útiloka þjóðir þar sem hermdarverk eru látin óátalin frá menningarlegum atrburðum, íþróttamótum og síðar ef með þarf viðskiptahömlum.
Gott dæmi um aumingjaskap vesturlanda eru samskiptin við Gaddafi. Það kemur kristninni ekkert við í sjálfu sér en Gaddafi og stjórn hans stóðu fyrir hermdarverkum í langan tíma m.a. var sprengd upp farþegaþota yfir Lockerbie í Skotlandi. Þrátt fyrir þetta tók Tony Blair og fjölmeningarflokkurinn hans upp samskipti við Gaddafi og sleppti hryðjuverkamanninum úr fangelsi. Þeir hlutir eru gott dæmi um þann aumingjaskap sem værukær hugsjónalaus Vesturlönd sýna ofbeldinu.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 13:40
Jón Frímann þú ert frjáls að hafa þessa skoðun en ég er þér algerlega ósammála. Sem betur fer hafa trúarbrögð almennt mannbætandi áhrif á fólk. Undantekningarnar eru hins vegar því miður margar í öllum trúarbrögðum.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 13:42
Óli Jón þú mátt ekki gleyma því að trúin er oft notuð til að koma illu af stað af þeim sem vilja nota hana sem valdatæki. Þá sögu má lesa t.d. um kristnina m.a. á miðöldum og eftir siðaskiptin. Því miður þá verður sú saga allt of oft lesinn núna í Múslimska heiminum. Svo er það nú einu sinni þannig Óli Jón að maðurinn hefur mikla trúarþörf hvort sem þér eða mér líkar betur eða verr. Af hverju ekki að virkja þá þörf til góðra hluta í stað þess að láta nota hana til illvirkja og hermdarverka. Það er mergurinn í því máli sem ég er hér að segja að við eigum að hjálpa hinu góða gegn hinu illa.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 13:46
Sigurður þú verður að halda áfram þínum misskilningi eða rangtúlkunum ef þú vilt frekar nefna það með þeim hætti. Útlendingastofnun var tilkomin löngu áður en ég kom á þing og stofnun hennar og starfsemi hafði ekkert með mig að gera. Ef ég réði væru mál ólöglegra innflytjenda afgreidd mun hraðar en nú er gert. Svo er það rangt hjá þér að við tökum ekki vel á móti fólki af öðru þjóðerni. Ég bendi þér m.a. á að Pólverjar sem hingað hafa flutst hafa komið sér vel fyrir í landinu. Athugasemdirnar er að fá ekki of marga á stuttum tíma vegna þess að þjóðfélagið ræður ekki við það. Annað er það ekki og hefur ekkert með að gera andúð á útlendingum eða vilja til að ákvarða þeim önnur kjör en öðrum.
Í lokin Sigurður hvernig færð þú út að ríkisstofnun sem sett er upp af lýðræðíslegum stjórnvöldum og starfar nú undir stjórn Ögmundar Jónassonar sé nasísk?
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 13:53
Ég er mjög sáttur við trúleysi mitt. Ég hef frelsi til að virða annað fólk og þótt virðingarvert að geta sagt frá því.
ég er ekki bundinn á nokkurn hátt að þurfa að vera á móti einhverju af því að einhver trú segir mér að vera það. Það að vera trúlaus gefur mér sem manneskju svo miklu meira frelsi en nokkurn gæti órað fyrir. ég get virt konuna sem jafningja en það er ekki gert að því er virðist samkvæmt biblíunni, Kóraninum, eða öðrum trúarritum.
Þessvegna er ég trúlaus. Virðing felst ekki í trú, virðingin er áunnin og felst í því að þú getir borið virðingu fyrir öðrum. Trú á eitthvað er ekki grunnur að virðingu, virðingin eru laun erfiðis en ekki trúar á eitthvað.
Allt sem lýtur að rasisma, eða nokkru því sem verður til þess að menn líti niður á aðra er upprunnið í trú, einhverri trú. En af hverju þurfa trúarbrögð að vera svona gagnvart fólki?
Þessvegna er ég trúlaus, ég ber hinsvegar virðingu fyrir fólki sem getur bæði haft trú og samt borið virðingu fyrir náunganum.
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 13:55
Voveiflegir atburðir gerast í Sýrlandi og víðar í mið-Austurlöndum. Fólk í Sýrlandi hefur nú risið upp og mótmælir ólýðræðislegri afturhaldsstjórn, og er skotið til bana í köldu blóði af hermönnum eigin lands, samkvæmt skipun einvaldsins.
En pistlahöfundur fjallar ekkert um þetta, heldur hefur hann áhyggjur af því að kristnir í Sýrlandi hafi fellt niður skrúðgöngur af ótta við öryggi sitt!
Ég varð að lesa þennan pistil tvisvar, svo ólíkindalegt fannst mér efnistökin.
Almenningur í Sýrlandi gerir uppreisn og er skotið til bana hundruðavís, en Jón Magnússon hefur áhyggjur af því að kristnir gátu ekki haldið uppá páska með skrúðgöngum.
Einar Karl, 24.4.2011 kl. 14:06
Jón, ef þú ætlar að reyna að eigna kristinni trú trúfrelsi, þá geturðu ekki bara lokað augunum fyrir því að kristið fólk hefur nánast alla tíð verið á móti trúfrelsi.
Það gleður mig að heyra þetta. Í ljósi þessa þá hlýtur það að vera á stefnuskrá þessara væntanlegu samtaka að afnema helgidagalöggjöfina!
Jón, þetta er nú ekki mjög kristilegt hjá þér. Sagði Jesús ekki að við ættum að elska Gaddafi og rétta honum hina kinnina?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.4.2011 kl. 14:22
Tvenns konar umræðuefni enda alltaf í karpi. Trúarbrögð og kynhneigðir fólks. Með ósk um Gleðilega páska til síðuhöfundar og gesta hans.
Björn Birgisson, 24.4.2011 kl. 15:04
Ólafur Björn það er gott að þú skulir vera ánægður með þig. Njóttu þess að búa í ríki þar sem einstaklingsfrelsið er þannig að þú getur nýtt þér tjáningarfrelsið og trúfrelsið án þess að vera ofsóttur fyrir það. Vonandi eigum við samleið í því að vilja berjast fyrir því að þjóðfélagið haldi áfram að vera þannig.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 20:18
Einar Karl þarna ert þú að búa til og gera mér upp skoðanir. Ég var ekki að fjalla um uppreisnina í Sýrlandi sem er annað mál og ég vildi ekki blanda því saman við það sem ég var að skrifa um í þessum pistli það er nú ástæðan. Ég var ekki að fjalla sérstaklega um Sýrland í pistlinum.
Þér til upplýsingar þá finnst mér Assad Sýrlandsforseti fyrirlitlegur fjöldamorðingi og hann ásamt öryggislögreglunni í Sýrlandi og ákveðnum deildum í hernum hika greinilega ekki við að skjóta fólk til að drepa. Vopnlaust fólk sem hefur það eitt til sakar unnið að mótmæla stjórnarfarinu í landinu. Hafðu ekki áhyggjur af því Einar Karl ég mun láta í mér heyra varðandi ástandið í Sýrlandi og víðar.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 20:24
Hjalti það er rangt að kristið fólk hafi almennt verið á móti trúfrelsi á þessari öld eða þeirri síðustu. Athugaðu að við ásamt öðrum kristnum þjóðum í okkar heimshluta og í Bandaríkjunum tökum þessi ákvæði upp í stjórnarskrá í lok 19. aldar. Er löggjöfin eitthvað til trafala Hjalti varðandi helgidaga. Ef þú hefur horft á fréttatíma sjónvarpsins í kvöld þá hefur þú séð að lífið gengur sinn gang á upprisuhátíðinni helgustu trúarhátíð kristinna manna sem og aðra daga. Varðandi Gaddafi þá liggur fyrir að kristnu fólki er ekki meinað að verja sig gegn árásum.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 20:31
Þakka þér fyrir Björn og sömuleiðis. Það eru raunar mun fleiri mál sem lenda í karpi. En ég hélt satt að segja að umræða um frelsi fólks til að ástunda trú sína færi ekki svona mikið fyrir brjóstið á trúleysingjum eins og raun ber vitni. Ég vissi ekki að til væru trúleysingjar sem vildu eyða umræðu um ofsóknir og dráp á kristnu fólki. Raunar las ég í dag í Daily Telegraph ummæli eftir Chris Pattern breskan stjórnmálamann og sendiherra, sem nú er stjórnarformaður BBC þar sem hann talar um skefjalausan yfirgang trúleysingja gagnvart trúuðu fólki þá helst kristnum. Þessi yfirgangur gerir því miður vart við sig í þessari umræðu. En enn og aftur þá kemur mér það verulega á óvart að reynt sé að afsaka eða drepa umræðu um dráp á kristnu fólki á dreif.
Ummæli stjórnlagaráðsmannsins voru síðan sér á báti og lýsa því miður takmörkuðum skilningi á einstaklingsfrelsi og mannhelgi.
Jón Magnússon, 24.4.2011 kl. 20:39
Já jón þakka þér fyrir að svara svona.
Við eigum víst samleið og getum notað það til góðra verka.
Það er svo spurningin um hvernig við gerum góðu verkin...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 20:51
Sæll Jón
athugsemdir ýmissa við skrif þin hryggir mig vegna þess ótrúlega þekkingar- og dómgreindarleysis sem þær afhjúpa. Fylgjendur Islam hafa nú í hartnær 14 aldir staðið í blóðugum atökum við alla þá sem þeir skilgreina sem villutrúarmenn og trúleysingja en það eru allir sem ekki fylgja einstrengislegum kennisetningu ýmist Sunní eða Shíta. Kunnáttumenn telja að fórnarlömb ofstækis Islam séu hartnær 300 milljónir manna.
Á síðustu öld féllu 2 milljónir kristinna Armena og Assýríumamnna í ofsóknum múlíma í Ottoman ríkinu (nú Tyrklandi) í fyrri heimstyrjöldinni án þess að Tyrkir fáist til þess að viðurkenna það en þessi þjóðarmorð eru talin hafa gefið Hitler hugmyndir um útrýmingarherðferð hans á gyðingum, sígaunum o.fl.
Í vöggu kristninnar eru nú örfá þúsundir kristinna manna eftir. Kristnir menn í Tyrklandi eru núna 0.1% en voru um 33% landmanna í upphafi síðustu aldar. Múslímar í norðurhluta Súdan er taldir hafa drepið 3 milljónir kristinna manna í suðurhluta Súdan síðan Súdan fékk sjálfstæði á sjötta áratug síðustu aldar. Heiminum virðist standa á sama.
Kristnir menn, hindúar, búddistar og raunar öll trúarbrögð ásamt með ýmsum sértrúarsöfnuðum múslíma sæta stöðugum ofsóknum og morðum af hálfu múslíma. Í einhverjum kjánaskap eru menn að reyna að skuldajafna þessi ósköp við morðæði kommúnista, nasista og fasista en þykjast ekki sjá að þetta er allt af sama meiði. Alræðistefnur eru samar við sig og kristni er ekki ein af þeim enda er kristni grundvöllur þeirrar þróunar sem leiddi til frelsis, lýðræðis og mannréttinda á Vesturlöndum. Islam, komúnismi og nasismi er andstæða þessara gilda.
Það er löngu kominn tíma á það að þeir sem aðhyllast kristin gildi um frelsi, jafnrétti og almenn mannréttindi taki saman höndum gegn ofstækinu hvar sem það birtist. Fyrsta skilyrðið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að ofstækið og morðæðið er núna fyrst og fremst í ranni Islam. Meðan svokallaðir hófsamir múslíma sporna ekki við fótum gegn ofstæki í nafni Islam og eru ekki tilbúnir til þess að endurskoða trúarboðskap Islam eins og hann birtist í Kóraninum, hadíðunum og opinberri sögu Múhammeds (Sirah Rasul Allah) eru þeir jafnsekir ofstæðisfullum múslímum sem hafa staðið fyrir yfir 17 þúsund mannskæðra hryðjuverkum síðan 11. september 2001.
Síðustu vikur hafa múslímar myrt þúsundir kristinna manna og brennt tugi kirkna í Írak, Egyptlandi, Nígeríu, Filabeinströndinni, Súdan, Pakistan, Indónesiu fyrir utan fólk af öðrum trúarbrögðum. Það er löngu tímabært að horfast í augu við staðreyndir og kynna sér af alvöru blóðuga sögu og blóðuga stefnu Íslam. Heiminum stafar stórkostleg ógn af Islam enda jafnast ekkert niðurrífandi afl á við Íslam af mati Churchills sem kynntist þessari hræðilegu lífsýn ungur að aldri í Súdan.
Valdimar H Jóhannesson, 25.4.2011 kl. 01:12
Ég finn lyk af fatwa öfund.
Páll Jónsson, 25.4.2011 kl. 04:37
Jón,
þú segist ekki vera að fjalla um uppreisnina í Sýrlandi, en ert að fjalla um að að kristnir hafi haldið aftur af sýnilegu páskahaldi sínu. Heldurðu að það sé ótengt uppreisninni í Sýrlandi?
Þú beinlínis ýjar að því að páskagöngur kristinna hafi verið felldar niður í Sýrlandi vegna ofsókna á hendur þeim kristnu, en ekki vegna almenns óróleika.
Frétt um páskahaldið í Sýrlandi má lesa t.d. hér á Guardian:
Einar Karl, 25.4.2011 kl. 09:13
Þakka þér fyrir Ólafur Björn. Það á miklu frekar að skoða það sem sameinar þegar spurningin er að reyna að láta gott af sér leiða.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 11:36
Ég er að mestu leyti sammála þér Valdimar þó ég taki ekki sömu afstöðu og þú gagnvart Íslam. Túlkunin skiptir máli. Í Íran á miðri síðustu öld komu t.d. fram mjög frjálslyndar túlkanir hjá Sítum. Khomeni og félagar voru hins vegar fljótir að koma þeim fyrir kattarnef eftir að hafa notað þá til að ná völdum í landinu. Það er hins vegar rétt hjá þér að það gildir að fólk standi í lappirnar gagnvart öfgaöflunum hvar sem þau birtast. Þess vegna Valdimar er ég alltaf jafn hissa á því af hverju kvennréttindakonur segja aldrei neitt þegar ráðist er á kynsystur þeirra í Íslömsku löndunum. Nú síðast var kona í Pakistan sem reyndi að sækja rétt sinn eftir að hún hafði sætt hópnauðgun með velvilja þorpshöfðingjanna vegna afbrots bróður hennar. Af hverju heyrist ekkert í Margréti Sverrisdóttur formanni kvennréttindafélagsins út af því. Hún hefur gapað af minna tilefni. Raunar hefur þessi Margrét haft það sér helst til dundurs að sækja að kristni og kristnum trúartáknum í skólum landsins, en gleymir alveg réttindabaráttu kvenna þar sem harðast er sótt að réttindum þeirra.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 11:45
Hvar finnur þú hana Páll?
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 11:46
Einar Karl ég sagði það í athugasemd við skrif þín hér áður að ég væri ekki að fjalla um óróann í Mið-Austurlöndum. Það er sérstakt mál. Að sjálfsögðu hefur almennur órói áhrif. Er verið að neita því. En það var bara ekki um það sem ég var að skrifa. Ekki frekar en ég var ekki að skrifa um íslensku lögregluna þegar ég fjallaði um áfengisskamtt franskra lögreglumanna hér í færslu fyrir nokkru.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 11:48
Já Jón, ég tel það óeðlilega skerðingu á frelsi mínu að ég geti ekki gert hluti sem eru löglegir alla jafna á ákveðnum dögum án þess að brjóta lög. Ég tel það fáránlegt inngrip ríkisins í daglegt starf borgarana að verslunareigendur ráði því ekki sjálfir hvaða daga þeir hafa opið í verslunum sínum. Sama gildir um eigendur veitingastaða, listagallería og bara yfirhöfuð allra sem eru í rekstri.
Ef ég er tilbúinn að hafa staðinn opinn, starfsfólkið er tilbúið að vinna og viðskiptavinir eru tilbúnir að kaupa af mér vörur eða þjónustu þá á ríkið einfaldlega ekkert með það að banna okkur þetta, hvað þá á trúarlegum grundvelli.
En þú tókst dæmi af Sýrlandi Jón. Og eins og Einar bendir á þá var það ansi illa tilfundið dæmi hjá þér af því að þar voru allt aðrar ástæður að baki en ofsóknir gegn kristnum. Áttu erfitt með að viðurkenna það?
Það getur vel verið. En það er hins vegar ekki það sem ég var að tala um Jón. Þú ferð úr því að tala um ofsóknir gegn kristnum, sem eru auðvitað hræðilegar þar sem þær eiga sér stað og eru enn eitt dæmið um skaðsemi skipulagðra trúarbragða, yfir í að tala um að „[á] grundvelli bullsins um fjölmenningarsamfélagið hafa andstæðingar trúarinnar leitast við að koma öllu sem minnir á kristni burt úr skólum landsins og opinberum byggingum“.
Þar finnst mér þú vera að gera furðlega tengingu, fyrir utan það að ýkja og skrumskæla.
Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 12:44
Viltu ekki bara stofna fasistaflokk Jón. Ísland fyrir hvíta kristna íslendinga?
Matthías Ásgeirsson, 25.4.2011 kl. 13:26
Egill í fyrsta lagi þá finnst mér að þú eigir að fá að hafa opið þegar þú vilt svo fremi það raskar ekki hag annarra sem hafa sama frelsi og þú. Í öðru lagi þá var Sýrland eingöngu eitt af þeim löndum sem ég nefndi og um nokkurt skeið hefur kristið fólk sætt ofsóknum þar. Það byrjaði áður og er vísað til þess þó það hafi magnast eftir að óróinn byrjaði í landinu því miður, en af hverju skyldi það nú vera? Í þriðja lagi þá sé ég ekki að þú bendir á eitt eða neitt sem raskar því sem ég sagði um bull fjölmenningarsamfélagsins og hafna því algerlega að verið sé að ýkja eða skrumskæla. Því miður er það ekki svo Egill.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 14:01
Nú hlítur eitthvað að hafa farið vitlaust ofan í þig Matthías minn Ásgeirsson. Ég er að tala fyrir einstaklingsfrelsi, trúfrelsi og umburðarlyndi. Fasisminn byggði á alræðishyggjunni sem ég er algerlega andvígur. Hvað var það sem þú misskildir svona gróflega Matthías?
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 14:03
Jón, ég hélt því heldur ekki fram. En í ljósi þess að þú þorir ekki að fara lengur aftur í tímann, þá lít ég á þetta sem viðurkenningu fyrir því að kristnir (amk meirihluti þeirra) hafi bara verið fylgjandi trúfrelsi í mesta lagi tvær aldir. Kristni er nú hátt í tvö þúsund ára gömul, þannig að fullyrðingin var rétt: kristnir hafa nánast alltaf verið á móti trúfrelsi.
Þess vegna er út í hött að ætla að tileinka kristninni trúfrelsið, eins og þú virðist vilja gera.
Er löggjöfin eitthvað til trafala Hjalti varðandi helgidaga. Ef þú hefur horft á fréttatíma sjónvarpsins í kvöld þá hefur þú séð að lífið gengur sinn gang á upprisuhátíðinni helgustu trúarhátíð kristinna manna sem og aðra daga. Varðandi Gaddafi þá liggur fyrir að kristnu fólki er ekki meinað að verja sig gegn árásum.
Já, ég ætlaði að halda skemmtun, en það er bannað með helgidagalöggjöfinni. Finnst þér það ekki fáránlegt, sem frelsisunnandi?
Ah...þegar Jesús sagði að maður ætti að bjóða hinn vangann, þá var hann bara að grínast? Það sem hann meinti í raun og veru var að maður ætti að "verja sig gegn árás á hinn vangann"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.4.2011 kl. 14:18
Ég gæti svo svarið fyrir að þú værir að tala gegn því að börn þurfi ekki að sitja undir trúboði á vegum ríkiskirkju í leik- og grunnskólum.
Ég get ekki annað en lesið að þú talir gegn því að þeir sem ekki aðhyllast tiltekin trúarbrögð þurfi að lúta reglum þeirra trúarbragða.
Ég verð að játa að ég les úr skrifum þín stæka andúð á samfélagi þar sem saman býr fólk með ólíkan bakgrunn og ólíka menningum (stundum kallað fjölmeningarsamfélag).
Matthías Ásgeirsson, 25.4.2011 kl. 14:34
Ég er að nokkru leyti sammála þér Jón, að við ættum að berjast fyrir einstaklingsfrelsi, manngildi, umburðarlyndi og eins miklu frelsi til handa öllum svo framarlega sem það gengur ekki á rétt annarra.
En trúaðir, vantrúaðir og fleiri hagsmunahópar standa þarna í vegi fyrir því að sú þróun haldi áfram hindrunarlaust.
Kristnir telja það t.d. alveg sjálfsögð mannréttindi að fá að iðka sína trú eins og þeim hentar. Sama á við um aðra trúarhópa eins og múslimi, Hindúa og Ásatrúarmenn. Meðlimir Vantrúar og Siðmenntar vilja líka iðka sína siði án afskipta annarra. Augljóslega leiða þessi mislitu sjónarmið til árekstra í öllum samfélögum, vestrænum sem austrænum.
Mín hugsjón sem trúfrjáls manns, er á þá vegu að víkka beri út hugtakið mannréttindi, svo það nái líka til ómálga barna.
En þessu eru trúaðir ekki sammála. Þeir vilja halda í rétt sinn til að hafa áhrif á þankagang barna sinna. Kristnir vilja kenna sínum börnum bænir, þjóðsögur Hebrea og svokölluð "kristin gildi". Múslimir vilja kenna börnum sínum að þylja Kóraninn á arabísku og að sýna kristnum, Gyðingum og trúleysingjum fjandskap ef þeir sýna siðum þeirra vanvirðingu að þeirra mati.
Ég vil að börnum verði hlíft í náinni framtíð við sérlyndislegum þankagangi trúaðra. Að þeim verði hlíft við bænamjálmi, skírnarathöfnum, þjóðsögum Hebrea, fermingum, umskurn, bænamjálmi múslima, Kóransöngli á arabísku og svokölluðum "gildum Islams".
Tökum upp ný og framsæknari gildi til handa okkar börnum, barnabörnum og komandi kynslóðum.
Gleðilega framhjágöngu (páska).
Sigurður Rósant, 25.4.2011 kl. 15:32
Blessaður vertu Jón.
Þessi mannskapur sem tilheyrir Vantrú eða er að sniglast í kringum þann ótrúlega félagsskap vita nákvæmlega ekkert um einstaklingsfrelsi, trúfrelsi eða umburðarlyndi. Því er ekki beint um misskilning að ræða hjá þessu liði heldur skilningsleysi sem eins og fáviska jafnan gerir brýst út í ótrúlegustu fordómum. Þeim er alveg nákvæmlega sama um þótt einhverjir kristnir séu ofsóttir einhvers staðar eða drepnir og myndu aldrei lyfta litla fingri þeim til aðstoðar.
Þeim finnst miklu meira virði að ala einmitt sem mest á fordómum í garð kristinna, og bara trúaðra yfirleitt, tala nú ekki um þá sem eru ósammála þeim og gagnrýna framgöngu þeirra. Slíkt fólk er bara fífl og hræsnarar í þeirra augum.
Guðbergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:29
Nú? Hvað áttu þá við þegar þú segir þetta: „Þá eru viðteknar venjur og siðir um friðhelgi á kristnum helgidögum aflögð að hluta eða með öllu“ ?
Ég gat bara ómögulega skilið þig öðruvísi en að þú værir að kvarta yfir því að helgidagalöggjöfin væri ekki lengur virt. Ef þér finnst hún óréttmæt, yfir hverju er þá að kvarta?
Jú, reyndar er það svo. Þegar þú segir að leitast [sé] við að koma öllu sem minnir á kristni burt úr skólum landsins og opinberum byggingum þá ertu að ýkja og skrumskæla því að það er engin að biðja um þetta. Það er verið að fara fram á að boðun trúar sé ekki viðhöfð og að trúarbrögð ráði ekki starfsháttum.
Þetta sem þú segir er einfaldlega algeng skrumskæling á kröfunum sem settar eru fram, enda finnur þú engin dæmi sem styðja þessar fullyrðingar.
Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 19:46
Hjalti rökhyggja þín að því leiti sem þú innleiðir athugasemdina á mundi ekki gefa þér háa einkunn í skóla. Hún er í samræmi við rökfræði þeirra sem fremstir voru í þrætubókarlist í Aþenu hinni fornu og Sókrates beitti sér á móti og mátti gjalda fyrir með lífinu. Staðreyndin Hjalti hvort sem þér líkar betur eða verr að þá var það í kristna heiminum sem trúfrelsi, tjáningarfrelsi og almenn lýðréttindi fengu viðurkenningu og vernd á grundvelli kristinna lífsskoðana. Það er staðreyndin í málinu. Í annan stað. Varðandi skemmtanahaldið sem þú ætlaðir að hafa þá verðum við bæði ég og þú að sætta okkur við að við lifum í þjóðfélagi þar sem við verðum að taka tillit hvort til annars. Eru það of mikil útgjöld fyrir þig. Getur verið að fyrirhugað skemmtanahald þitt hafi raskað frelsi einhvers annars? Hugsaðu um það Hjalti. Síðan Hjalti þá ert þú eins og aðrir trúleysingjar sem Chris Pattern talaði um í ágætu erindi þar sem reynt er að snúa öllu á haus og viðhafa sem mesta meinfýsi í garð trúar og trúarskoðana. Jesús bauð Faríseunum aldrei að eyðileggja hreyfingu sína eða boðun. Hann vildi hins vegar leiða fólk áfram í kærleika og það er það sem við kristið fólk viljum gera líka gagnvart þér og þínum líkum.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 20:40
Ég verð að sætta mig við það Matthías að þú lesir eitthvað út úr mínum skrifum sem ekki er. Fólk sem aðhyllist aðrar trúarskoðanir en kristni hefur fulla heimild til að halda börnum sínum frá þeim takmörkuðu upplýsingum um kristni sem boðið er upp á í skólum landsins. Ég hef fylgst með því undanfarin ár að það eru fyrst og fremst trúleysingjar sem hamast gegn kristninni og aðkomu kristins fólks að skólastarfi. Ég verð ekki var við játendur Íslam, eða Búddatrúarfólk í þeim hópi svo nefndir séu fjölmennustu trúarhóparnir fyrir utan kristni. Af hverju skyldi það nú vera Matthías? En ég veit ekki til þess að frelsið hvað þetta varðar hafi verið tekið frá foreldrum.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 20:45
Sigurður Rósant hvað er það sem fylgisfólk Vantrúar og Siðmenntar vill fá að iðka opinberlega? Þeir mega mín vegna hafa frelsi til að iðka það sem þeir vilja svo fremi sem þeir ganga ekki á frelsi annarra eða almenn lög og reglur í samfélaginu. Varðandi þá stjórnarskrárbreytingu sem þú talar um ættir þú að vísa því til stjórnlagaráðs. Þar er vafalaust einhver eða einhverjir sem vilja ræða þetta mál. Ég er hins vegar ósammála þér um að taka rétt frá foreldrum til að uppfræða börnin sín.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 20:50
Því miður þá virðist þetta vera rétt hjá þér Guðbergur. Það er ótrúlegt hvernig hópur fólks leggur lykkjur á leið sína til að komast hjá að fordæma morð á saklausu fólki vegna trúarskoðana þeirra. Ég kippi mér ekki upp við orðræður trúleysingjanna, en ég varð fyrir miklum vonbrirgðum, ég verð að segja það, með Ómar Ragnarsson.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 20:53
Egill frelsi þitt endar þar sem nefið á næsta manni byrjar það er það sem ég á við. Þú verður að sætta þig við það sem þjóðfélagsþegn. Svo er það nú einu sinni þannig Egill að þegar fólk er búið að tjá sig um það sama oftar en einu sinni þá þjónar það litlum tilgangi að halda áfram og segja af því bara. Þess vegna vísa ég í það sem ég hef áður sagt
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.