25.4.2011 | 11:30
Kirkjan stendur frammi fyrir mikilli baráttu næstu 5 ár
Erkibiskupinn af Canterbury segir að á næstu 5 árum standi kirkjan frammi fyrir mikilli baráttu. (exceptional challenge) Fleiri hafa bent á það og með hvaða hætti kirkjunni og kristnum gildum hefur verið úthýst af hugsjónalausu veraldar- og auðhyggjunni.
Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Breta sagði árið 2007 að fólk í pólitík sem viðurkenndi að það væri trúað væri venjulega ásakað um að vera kjánar. Chris Pattern fyrrum þingmaður í Bretlandi og landstjóri Breta í Hong Kong, yfirmaður Oxford háskóla og stjórnarformaður BBC segir að trúleysingjar sýni trúarbrögðum fjandskap og skorti umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Chris Pattern sagði líka að hann yrði var við að fólk liti á hann sem skrýtinn vegna þess að hann játaði kristnar trúarskoðanir opinberlega.
Chris Pattern bendir á að margt af því sem trúleysingjarnir Richard Dawkins og Christopher Hitchens haldi fram skorti vitræna skírskotun og sé iðlega sett þannig fram að um meinfýsni sé að ræða og illvilja gagnvart trúarbrögðum.
Chris Pattern lét þessi orð falla m.a. þegar kristinn rafvirki Colin Atkinson, sem var með krossmark í bílnum sínum var hótað uppsögn úr starfi vegna þess að hann væri með kristið trúartákn í bílnum. Hann var tekinn í viðtal hjá vinnuveitanda sínum en fékk að halda sínu striki þegar hann kvikaði hvergi.
Kristið fólk virðist ekki átta sig á hvað trúleysingjar og nytsamir sakleysingjar fjandskapast mikið út í trúarskoðanir fólks og sýna trúarskoðunum annarra litla virðingu. Þá hafa fáir gefið því gaum utan kirkjunnar hvað víða kristninni og kristnum gildum hefur verið úthýst í þjóðfélaginu.
Kirkjan stendur því frammi fyrir mikilli baráttu og það er óneitanlega nokkuð sérstakt að margir kirkjunnar þjónar skuli telja mikilvægara að berjast fyrir flestu öðru en því sem þeir eru ráðnir til að berjast fyrir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 388
- Sl. sólarhring: 485
- Sl. viku: 4209
- Frá upphafi: 2428009
Annað
- Innlit í dag: 357
- Innlit sl. viku: 3893
- Gestir í dag: 334
- IP-tölur í dag: 312
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Kristni er að deyja, það er engum að kenna nema kristni; Upplýst fólk getur vart trúað þeirri vitleysu sem þar stendur.. svo ég tali ekki um ofbeldið og ógnirnar.
Kristnir geta eiginlega ekki gagnrýnt einn né neinn, ekki með biblíu í hönd, því þar er á ferð þvílíkur hryllingur að það hálfa væri nóg.
Hvað ætlar guð þinn að gera við mig Jón?... og milljarða annarra sem hafa lifað á þessari jörðu; Jú hann ætlar að pynta fólkið að eilífu; Jón segir ekkert við því, hann hefur tekið á móti hinum fölsku mútum um extra líf í eilífum lúxus.
Auðvitað er fólk skrítið sem trúir svona galdrasögum.. þér finnst það líka um alla aðra sem trúa öðrum galrasögum en þú
DoctorE (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 12:23
Takk fyrir þetta, en einnig má benda á að löggjafinn hefur samþykkt lög í andstöðu við kristin gildi og siðferðissjónarmið. Kikjan hefir beygt sig undir þau lög og yfirgefið Biblíuna, grundvöll vitnisburðarins. Því verða þeir sem eru kristnir jafnvel óæskilegir í skólakerfinu og reknir ef þeir tala gegn samkynhneigð. Það eru fleirri en Dawkins sem vinna gegn kirkjunni.
Satt segirðu:"kirkjunnar þjónar skuli telja mikilvægara að berjast fyrir flestu öðru en því sem þeir eru ráðnir til að berjast fyrir!" Þetta er betra en gott!
kær kveðja
Snorri í Betel
snorri oskarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 12:40
Jón, kristin kirkja málar sjálfa sig út í horn með andúð sinni á samfélaginu sem við lifum í. Af svipuðum meiði er tilhneiging hennar til að ýta undir mannfjandsamlegar skoðanir. Reyndar virðist það vera gegnumgangandi þema hjá þeim sem hafa atvinnu af að færa okkur sauðunum hinn kristna boðskap: Maðurinn er lélegur pappír, mannlegt eðli er syndugt og skítugt, mannlegt samfélag "hugsjónalaust" og rotið.
Það er þessi lífsskoðun sem kirkjan mælir fyrir og ég mæli gegn. Kristin kirkja er því í mínum huga skemmandi fyrir mannlegt samfélag. Kristna trú getur hver átt fyrir sig og trúboð til fullorðinna má gefa algjörlega frjálst og opið öllum sem vilja.
Að banna kross í bíl er á móti mínum hugsjónum, dæmi um þröngsýni af því tagi sem er svo einkennandi fyrir kirkjuna sjálfa.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.4.2011 kl. 12:47
Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 12:50
Þegar þú skrifar:
Ertu þá að tala um eitthvað eins og:
Hefur þú orðið var við mikinn "vinskap" og umburðarlyndi trúaðra í garð trúleysis? Hefur t.d. umræðan um trúboð í skólum, þar sem "frjálslyndir" menn heimta að ríkið stundið trúboð í leik- og grunnskólum, einkennst af umburðarlyndi í garð þeirra sem ekki iðka þessi tilteknu trúarbrögð?Vertu ekki falskur Jón Magnússon. Reyndu að standa fyrir frelsi einstaklingsins í stað þess að vera stöðugt málssvari trúarofstækisafla.
Matthías Ásgeirsson, 25.4.2011 kl. 13:16
Doctor E af hverju skrifar þú ekki undir nafni. Ég birti almennt ekki nafnlaus skrif, en þú hefur verið ötull þegar trúmál hefur borið á góma og sýnir vel fram á þann skort á umburðarlyndi sem Chris Patten talar um að sé allt of algengt hjá guðleysingjum. Skrifaðu síðan framvegis undir nafni Doctor E ef þú vilt taka þátt í umræðum hér.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 14:07
Seinni hluti athugasemdar þinnar Brynjólfur var verulega góður að mínum dómi ég er alveg sammála því. En mér sýnist eitthvað hafa farið framhjá þér varðandi krsitna boðun og viðhorf kirkju og kristni gagnvart samfélaginu. Hvar kemur andúð kirkjunnar gagnvart samfélaginu sem við lifum í fram? Undir hvaða mannfjandsamlegar skoðanir ýtir kirkjan? eða- Virðingarleysi fyrir manninum? Þetta er einhver allt önnur upplifun hjá þér heldur en hjá mér. Hvað átt þú eiginlega við?
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 14:10
Egill ég var að vísa í umræðu og orðfæri manna í Bretlandi um það fjallar mín færsla að meginstefnu til. Ég læt ekki nein slæm orð falla um trúlausa og minnist þess ekki að hafa gert það nema þú kallir það slæm orð að ég hef sagt að margir þeirra sýni lítið umburðarlyndi. Það kemur líka fram hjá Tony Blair og Chris Patten sem voru svarnir andstæðingar í Breskri pólitík á sínum tíma. Síðan er það misskilningur Egill að ég sé eitthvað að kveinka mér. Ég er að vekja athygli á málum og bendi á að kristið fólk verður að gera sér grein fyrir að það er sótt að trúarskoðunum þess og það þarf að bregðast við. Ég er ekki að fara fram á að þú bregðist við. Þú mátt hafa þínar skoðanir eins og þú vilt og ég abbast ekkert upp á þær. Leyfðu öðrum að hafa sama frelsi.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 14:16
Matthías nei ég var ekki að vísa til þeirra orða sem þú vísar til. Ég veit ekki til annars Matthías en það sé tekið fullt tillit til trúlausra í skólum. Er það ekki svo? Að sjálfsögðu eiga trúlausir að njóta sömu mannréttinda og skoðanafrelsis og aðrir Matthías. Ég berst fyrir því þannig ekki gera mér upp skoðanir á fölskum forsendum. Svo veit ég ekki til að ég hafi gerst málssvari trúarofstækisafla. Hvaða öfl ertu þá að vísa til Matthías?
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 14:19
Þetta veistu vel.
Ég sé ekki betur en að þú gerist málssvari trúarofstækisafla sem berjast fyrir því að kristniboð sé stundað í leik- og grunnskólum landsins. A.m.k. berst þú yfirleitt hatrammlega gegn þeim sem slíku andmæla.
Matthías Ásgeirsson, 25.4.2011 kl. 14:37
Þakka svarið Jón. Nokkrir aðrir hafa þegar bennt á ágætis dæmi úr páskaræðu biskupsins. Hann ræðst þar sérstaklega gegn "mannhyggjunni" og telur hana, ásamt öðru, vera birtingarmynd hins illa.
Mannhyggja nefnist húmanismi á erlendum málum og er grundvallarhugsjón þess samfélags sem við byggjum. Mannhyggja er hugsjón mín, hugsjón sem ég hef valið mér að lifa eftir vegna siðferðilegra yfirburða umfram aðrar hugsjónir.
Mannhyggjan gengur út frá að vilji mannsins til góðs sé sterkasta afl mannlegs samfélags og mannlegrar náttúru. Kristin kirkja hafnar þessu, hennar val er guðhyggjan - að trú á guð sé með einhverjum hætti forsenda góðmennsku.
Karl fordæmir mig og aðra með sömu skoðanir, hann stillir guðhyggju á móti mannhyggju sem val milli góðs og ills. Allt byggir þetta á grundvallar boðskap kristninnar: Elska skaltu guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Og já, náungann eins og sjálfan þig. En hvaða ást er eftir þegar guð hefur tekið allt? Sá sem elskar sjálfan sig og náungann af öllu hjarta sínu, allri sálu sinni og öllum huga sínum hefur enga þörf fyrir guð.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.4.2011 kl. 14:42
Ertu ekki að vísa í kristið fólk almennt og þá líka á Íslandi þarna? Tilvitnanirnar voru til þess að benda þér á að hér á Íslandi tíðkast miklu harðara orðalag hjá kristnum í garð trúlausra, miklu meiri fjandskapur og mikli minni virðing, heldur en öfugt alla jafna.
Hvar leyfi ég öðrum ekki að hafa þetta frelsi? Það að ég áskilij mér rétt til að taka þátt í umræðu og jafnvel gagnrýna málfrelsi annara þýðir ekki að ég sé á móti því að þeir hafi mál- og tjáningarfrelsi. Þvert á móti, ég er bara að nýta mér sama rétt.
Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 17:20
"Ég veit ekki til annars Matthías en það sé tekið fullt tillit til trúlausra í skólum." Jón, síðast þegar ég kannaði málið var sú einmitt ekki raunin. Það er ekki minnst einu orði að lífsskoðanir trúlausra, efahyggjufólks og þeirra sem aðhyllast engin trúarbrögð í námsefni grunnskólans. Það er eins og þetta fólk sé ekki til. Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir frá Skandinavíu or norður Evrópu þá eru u.þ.b. 40% þjóðarinnar í þessum hópi.
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 19:24
Það er hugsjónalausa veraldar- og auðhyggjan sem heldur uppi kirkjunni og notar hana til að halda almenningi á "réttum" stað. Þú veist þetta vel sjálfur, og því fær maður óbragð í munninn af að lesa þetta.
Billi bilaði, 25.4.2011 kl. 20:50
Matthías það er alveg rétt að ég hef barist gegn vanhugsuðum tillögum Margrétar Sverrisdóttur og Oddnýjar Sturludóttur sem miða að því að úthýsa kristni og kristnum gildum úr skólastarfi. Ég bendi þér á að kristinir söfnuðir telja yfir 90% íbúa þessa lands og þessi stóri meiri hluti á sinn rétt, en hefur tekið fullt tillit til annarra trúflokka og þeir einu sem amast við fyrirkomulaginu í skólum landsins eru trúleysingjarnir sem Chris Pattern talar svo réttilega um í grein sinni og vísað er til hér í pistlinum.
Er það ekki svo að börn trúlausra geti vikið frá þegar trúarbragðafræðsla fer fram? Ég veit ekki betur.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:00
Brynjólfur ég get ekki svarað fyrir skoðanir herra biskupsins yfir Íslandi á hlutum sem ég hef ekki heyrt hann tala um og þekki ekki til. Þú verður að virða mér það til vorkunnar.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:03
Átti maðurinn ekki við áskorun, þegar hann segir challange? Þarf það að vera barátta?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2011 kl. 21:03
Egill við skulum þá standa saman um að fólk fái að halda málfrelsinu sem og öðrum mannréttindum sem eru sprottin úr kristnum lífsskoðunum.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:04
Steindór það er þá greinilega aðrar hlutfallstölur hér ef þú skoðar fylgi fólks við trúflokka hér. Þá er 90% kristin. Er það ekki þannig Steinþór að trúlausir foreldrar hafi rétt til að börn þeirra fái enga kristilega fræðslu? Eins og ég sagði við Matthías þá veit ég ekki betur.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:07
Lúkas: 14:26 - Mattheus 10:36-39...
Efni fyrir grunnskólabörnin?
Hvað finnst þér Jón?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2011 kl. 21:10
Óneitanlega er athyglivert að þegar skrifað er einfalda auðskiljanlega pistla um gildi kristni og kristinnar trúar þá hópast að trúleysingjar sem eru greinilega með það sem köllun að gera sem minnst úr trúarskoðunum annarra. Það er alveg í samræmi við það sem þeir Tony Blair og Chris Pattern sem hafa verið andstæðingar í pólitík um áratugi benda á. Annar Verkamannaflokksmaður og hinn Íhaldsmaður. Það kemur í ljós þegar athugasemdir við færsluna mína eru lesnar að þessi sjónarmið þeirra eiga fullan rétt á sér og lætin í vantrúarfólkinu vegna skoðana minna sem koma fram í síðustu færslu og tilvísanir í þessa sýna það betur en margt annað. Ef til vill er það þetta sem gerir það að verkum að kristið fólk veigrar sér oft við því að taka þátt í umræðunni af því að það víkur sér undan því að verða fyrir aðkasti sem það verður óhjákvæmilega fyrir af hálfu þeirra sem Chris Pattern segir að skorti umburðarlyndið.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:12
Billi þetta er einhver meiri háttar misskilningur hjá þér
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:23
Nei Jón Steinar Ragnarsson það er ekki hægt að þýða það þannig þegar ummæli hans eru lesin í heild. Varðandi ritningargreinarnar þá kann ég þetta ekki utanað. En man ekki eftir neinu í Nýja Testamenntinu sem grunnskólabörn geta ekki eða mega ekki lesa.
Jón Magnússon, 25.4.2011 kl. 21:25
ef þú skoðar fylgi fólks við trúflokka hér. Þá er 90% kristin.
Þetta er rangt. Þú þarf að skoða tölurnar aftur.
Auk þess segir trúfélagsskráning lítið um trúarviðhorf (hvort fólk er kristið) þegar fólk er skráð í trúfélag við fæðingu.
Rannsóknir benda til að um helmingur þjóðarinnar sé kristinn.
Ef þú ætlar að skoða hópa eftir trúfélagsskráningu vil ég benda þér á að á eftir ríkiskirkjunni er næst stærsti hópurinn einstaklingar sem skráðir eru utan trúfélaga. Þessi hópur á sér engan málsvara á þingi og greiðir hærri skatta en aðrir landsmenn (svokölluð sóknargjöld renna til trúfélaga alla þeirra sem skráðir eru í slíkt, en þeir sem eru skráðir utan greiða bara hærri skatta).
Talsmenn frelsis ættu að sjálfsögðu að berjast fyrir því að þeir sem ekki eru aðilar í trúfélagi greiði engin gjöld til slíkra félaga.
Því miður eru margir sem þykjast talsmenn frelsis en eru það ekki í raun.
Matthías Ásgeirsson, 25.4.2011 kl. 22:09
Trúarbragðafræðsla? Nei Jón, þetta snýst einmitt ekki um trúarbragðafræðsluna, hvernig dettur þér það í hug?. Börn trúleysingja og þeirra sem tilheyra ekki ríkiskirkjunni hafa þann möguleika að vera tekinn úr hópnum þegar BOÐUN kristni fer fram. Sem er ólíðandi og reyndar gegn samþykktum RVK borgar sem eru eldri en tillögur mannréttindaráðs.
Finndu þessu stað í málflutningi okkar. Ég skora á þig.
Jón, eigum við ekki að standa vörð um málfrelsi allra?
Málfrelsið og önnur mannréttindi eru svo ekki sprottinn úr kristnum lífsskoðunum. Þau eiga grundvöll sinn miklu frekar í Upplýsingunni sem var einmitt beint gegn kristnum yfirvöldum þess tíma.
Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 22:43
Skráning í Þjóðkirkjuna gefur ekki endilega rétta mynda af raunverulegum skoðunum fólks. Það þekki ég vel í minni stóru fjöldkyldu. Þú ert skráður við fæðingu í trúfélag móður og fæstir hugsa um það síðar á ævinni. Sjálfur stóð ég í þeirri meinungu að þar sem börnin mín voru ekki skírð þá væru þau ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Komst að því fyrir nokkrum árum að sú var hins vegar ekki raunin. Konan mín, sem er ekki kristin, hafði ekki hirt um að skrá sig úr Þjóðkirkjunni því voru börnin okkar skráð í krikjuna að okkur forspurðum. Öll eru þau nú skráð úr Þjóðkirkjunni. Ég geri ráð fyrir því þetta gerist endurtekið úti í samfélaginu.
Þetta snýst ekki um að börn megi fara úr kristinfræði kennslustundum. Það verður ekki jafnræði fyrr en börn þeirra sem ekki trúa geta lesið um þeirra lífsskoðun í kennsluefni sem ríkið útbýr. Annað er brot á jafnræðisreglunni. Sérður ekki ósanngirnina í þessu?
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 22:47
"En man ekki eftir neinu í Nýja Testamenntinu sem grunnskólabörn geta ekki eða mega ekki lesa."
Opinberunarbókin er nú ekki falleg lesning og ekki er heimsendaboðskapurinn við hæfi barna. Hótanir um helvítisvist. Þetta er víða í NT. Ekki langar mig að slíku sé haldið að mínu barni.
Annars mæli ég eindregið með að allt fullorðið fólk lesi biblíuna og myndi sér skoðun á textanum. Það er nefnilega stór galli við þessa umræðu að fólk talar um það sem það heldur að standi í henni en ekki um það sem stendur í henni. Á því er mikill munur.
Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 23:01
Ágæti Jón!
Í lok pistilsins er nokkur ádeila bæði á kristið fólk og kirkjunnar þjóna. Ég fæ ekki betur skilið en þetta sé komið frá þínu eigin brjósti, sé ekki tilvitnun í nefndan biskup eða hina tvo menn er þú vitnar líka til?
Ef svo er, þá langar mig nánar að heyra við hvað er átt með að kirkjunnar þjónar séu að einbeita sér að allt öðru en þeim ber og þá líka hvað gerir þig sjálfan umkomin að setja fram slíka fullyrðingu án nokkurs rökstuðnings?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2011 kl. 23:08
Þá hefur þú ekki lesið það með athygli ef þú hefur þá yfirleytt lesið það. Frá Jesú er hugmyndin um helvíti komin. Lýsingar á himnaríki eru hinvegar hvergi að finna. Hvernig væri að byrja á Opinberunarbókinni? Mæli með því.
Nú beitir þú fyrir þig argumentum ad populum að meirihluti þjóðarinnar séu kristnir (90% segirðu, sem er fjarri sanni). Gefur þetta sjálfsagðan rétt til að boða þetta í skólum?
Hvað um jöfnuð og lýðræðishefðir? Hvað um hinar ríflega 30 kristnu söfnuði, sem sjá þennan texta á annan hátt en hin evangelíska kirkja? Vottarnir? 7. dags aðventistar? Mormónstrúin?etc.
Nú er þér ekki sérlega vel við Múslimi. Sæir þú fyrir þér jafnan rétt til boðunar í skólum á grunni jafnræðis? Ja...viltu yfirleytt að þeir geti byggt sín guðshús ef út í það er farið?
Hvað segir þér að þinn þykistuleikur sé sannari en Múslima? Fjöldi safnaðarmeðlima?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2011 kl. 23:21
Það er með hreinum ólíkindum að sjá meðlim í dóminerandi trúarsöfnuði gera sér upp píslarvætti fyrir það eitt að ekki sé fallist á yfirgang hans.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2011 kl. 23:24
Varðandi ritningargreinarnar, þá breytist ekkert við að lesa þær í samhengi textans í kring. Bara svo þú vitir það. Ég skora á þig að koma með skýringar sem þú telur þig finna úr samhenginu.
A. Þú skalt hata allt og ala nema Jesú ef þú ætlar að eiga séns.
B. Jesú er ekki kominn til að færa frið.
Punktur.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2011 kl. 23:27
Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að að þessi smái en háværi hópur sem er skráður í Vantrúarfélagið eða styður og hyllir þeirra viðhorf er alls ekki í neinu forsvari fyrir trúleysingja á Íslandi og ætti aldrei að vera tekinn sem slíkur.
Flestir trúleysingjar skammast sín reyndar fyrir að vera nefndir í sömu andrá og þessi hópur sem hefur tekið meint ?trúleysi? sitt og breytt því í sín eigin, öfgakenndu trúarbrögð sem samræmast á engan hátt viðhorfum hins almenna trúleysingja til trúaðs fólks, enda eru bara örfáir í þessu félagi þótt þeir séu háværir.
Trúboð þessa hóps í Vantrú snýst samt ekkert um að boða góð gildi heldur fer allt púðrið hjá þeim í að vaka og sofa yfir öllu því sem trúað fólk segir og skrifar í þeim tilgangi einum að ráðast á skoðanir þess og það sjálft fyrir að hafa þær. Þeirra trú og trúboð snýst um að gera lítið úr trú annars fólks og því sjálfu fyrir að vera trúað.
Þetta sér allt heilbrigt fólk greinilega með því einu að lesa færslurnar á vef Vantrúar, einstaka bloggfærslur þeirra manna sem tilheyra þessum hóp eða athugasemdir þeirra við skrif trúaðra eða þeirra sem vilja standa vörð um trúarleg gildi og berjast gegn ofsóknaróðum haturssamtökum sem hafa gjörsamlega misskilið bæði trú- og einstaklingsfrelsið, bæði ómeðvitað og meðvitað.
Sú reynsla sem ég hef persónulega af Vantrú og þessum hóp sem þar ræður ríkjum er sú að ég líki þeim hiklaust við samtök á borð við Klu Klux Klan. Í þeirra augum eru trúaðir bara heimskulegir blettir á þjóðfélaginu eins og þeir ímynda sér að það eigi að vera og þeir sem vilja verja trúaða eða trúfrelsi þeirra eru umsvifalaust flokkaðir í sömu skúffu og eru nánast réttdræpir.
Ekkert sem trúaðir segja og ekkert sem þeir hafa fram að færa getur fengið náð fyrir augum þessa hóps, ekkert frekar en að svart fólk hafi átt sér neina málsvörn fyrir að vera svart í augum Ku Klux Klan manna. Um leið og Vantrúarmenn hafa grun um að viðmælandi þeirra sé trúaður eða verji trúfrelsi trúaðra þá breytist sá hinn sami umsvifalaust í skotmark þessara manna ? og þá ekki vegna þess hvað hann segir heldur bara vegna þess sem hann stendur fyrir.
Ég vona sannarlega að þessum ömurlegu Vantrúarklúbbi vaxi ekki fiskur um hrygg hér á landi en er samt hræddur um að mörgum óhörðnuðum unglingum finnist dálítið ?töff? að vera hliðhollir samtökum sem með orðum og athöfnum sínum koma því skýrt á framfæri að það sé allt í lagi að ofsækja fólk fyrir trúarskoðanir þess.
Það er þetta sem bæði biskup Íslands og margir aðrir hafa haft áhyggjur af um nokkurt skeið og talað um það opinberlega og í predikunum.
Þessum áhyggjum vilja Vantrúarmenn hins vegar taka sem ?árás? á trúlausa eins og margoft kemur fram í skrifum þeirra. Þeir eru stöðugt að reyna að koma því að að það sé þeir sem séu ofsóttir. Þannig vilja þeir meina að þeirra eigin ofsóknir á hendur trúuðum séu algjörlega réttlætanlegar.
Í mínum huga þá er þetta svona svipað og ef Klu Klux Klan kvartar yfir því að einhver hörundsdökkur hafi áhyggjur af eða gagnrýni stefnu þeirra. Þá koma þeir askvaðandi og vilja meina að gagnrýnin og áhyggjurnar séu ofsóknir á hendur þeim sjálfum og því telja þeir augljóst að hinir hörundsdökku séu ekkert betri en þeir ? og þar með sé það fullkomlega réttlætanlegt að berja á þeim.
Það er auðvitað ekki hægt að banna þessum Vantrúarhópi að starfa hér á landi þótt hann sái nánast eingöngu vondum fræjum um þjóðfélagið og smiti það af algjöru virðingarleysi fyrir trúarskoðunum annarra, en því mikilvægara er að opna augu sem flestra fyrir því hvað hér er um að vera og hvers konar öfgar eru hér á ferðinni.
Vantrú er EKKI samtök trúlausra, tala EKKI fyrir hönd trúlausa eða trúleysis og mun aldrei geta talað fyrir þeirra hönd á meðan þessi klúbbur notar þau meðul sem hann notar og finnst í lagi að nota. Þetta er smáhópur öfgamanna sem vill umfram allt annað að trúaðir missi tilverurétt sinn í augum sem flestra og það er mikilvægt að fólk komi auga á þennan raunverulega tilgang klúbbsins.
Guðbergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 00:06
Matthías ég hef skoðað tölurnar nýlega. Egill ég er búinn að svara þér ítrekað á fullnægjandi hátt. Hvað gefur betri mynd af stöðunni Steindór en opinber skráning. Fólk er ekki neytt til þessarar skráningar.
Jón Magnússon, 26.4.2011 kl. 10:22
Arnold ég er sammála þér um að það er æskilegt að fólk lesi Biblíuna og viti hvað í henni stendur. Það er líka mikilvægt að kristið fólk geri sér grein fyrir hvaða regindjúp er á milli Nýja og Gamla Testamenntisins. Nýja Testamenntið er trúarrit kristninnar. Opinberunarbókin er sérstök meðal rita Nýja Testamenntisins og það er alveg rétt Arnold að þar koma margir og misjafnir hlutir fram. Þannig er það líka í lífinu. Hið góða og hið illa er staðreynd í kristinni boðun, en margir nútímamenn vilja helst gleyma hinu illa.
Jón Magnússon, 26.4.2011 kl. 10:25
Magnús Geir ég mun gera því skil þegar mér hentar. En ég bendi þér á að fylgjast með umræðum á kirkjuþingi t.d. til að reyna að átta þig á því af eigin raun. Það er rétt athugað hjá þér að þetta er frá mér komið.
Jón Magnússon, 26.4.2011 kl. 10:27
Í fyrsta lagi Jón þá er nú alltaf leiðinlegt í umræðunni þegar menn bregða öðrum um að hafa ekki lesið eða vita ekki og hreykja sér af hátindum sem þeir hafa ekki efni á að reyna að setjast upp á. Það er t.d. mikill misskilningur þinn að Jesús hafi fundið upp á Helvíti. Ég held að þú þurfir að kynna þér betur hlutina fyrst þú heldur annarri eins firru fram og þessari. Varðandi skráningu í kristnar kirkjudeildir þá kom mér það á óvart að sjá hvað kristnu söfnuðurnir eru fjölmennir og hvað aðrir trúarsöfnuðir eru fámennir. En það eiga allir rétt til skoðanafrelsis og mannréttinda en það þýðir ekki að stór meiri hluti geti ekki og megi ekki koma fram með sína hluti með eðlilegum hætti eins og nú er gert.
Jón Magnússon, 26.4.2011 kl. 10:31
Þakka þér fyrir þetta góða innlegg Guðbergur.
Jón Magnússon, 26.4.2011 kl. 10:32
"...og það er alveg rétt Arnold að þar koma margir og misjafnir hlutir fram."
Og þess vegna er ekki við hæfi að halda þessari bók að börnum.
Gleymdu ekki að þrátt fyrir gullnu regluna ( sem er reyndar að finna í flest öllum trúarbrögðum og sumum mun eldri en kristni) og að rétta skuli fram hina kinnina og elska óvin sinn að þá brjóta himnafeðgarnir allan þennan boðskap með heimsenda og helvítisboðskap sínum. Þeir ætla ekkert að gefa afslátt. Annað hvort beygir þú þig í duftið fyrir þeim eða þú hlýtur ævarandi kvöl. Það fer ekki mikið fyrir kærleika og fyrirgefning hjá þeim félögum.Þetta er oftar en einu sinni skýrt tekið fram í NT.
Biblian er hreint ekki gott siðferðisviðmið.
Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 11:41
"Þetta snýst ekki um að börn megi fara úr kristinfræði kennslustundum. Það verður ekki jafnræði fyrr en börn þeirra sem ekki trúa geta lesið um þeirra lífsskoðun í kennsluefni sem ríkið útbýr. Annað er brot á jafnræðisreglunni. Sérðu ekki ósanngirnina í þessu? " Þætti vænt um að fá svar!
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 13:34
@Guðbergur Ísleifsson
Hérna myndi koma útskýring á því afhverju Vantrú er ekki trúarhópur og afhverju greinaskrif þar eru ekki niðurrifs persónu árásir. En, þar sem ég er orðinn hundleiður á að leiðrétta alltaf sömu bölvuðu vitleysuna hjá hverjum fáfræðingnum á fætur öðrum þá ætla ég einfaldlega að benda þér á þessar greinar:
http://www.vantru.is/2009/12/13/10.00/
http://www.vantru.is/2004/12/13/00.40/
Ég myndi vanalega líka biðja þig um að rökstyðja fáránlegar fullyrðingar og gífuryrði um samlíkingar við Ku Klux Klan og annað álíka asnalegt, en ég veit að það hefur ekkert upp á sig þar eð þú myndir ekki svara þeirri eftirspurn minni. Ég hef ynnt þó nokkra eftir rökstuðningi þegar þeir segja eitthvað svona, en aldrei nokkurn tíman fengið svar.
Ég efa stórlega að þú hafir nokkurn tíman lesið eina einustu grein á Vantrúar vefnum.
Halldór L. (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 21:25
Sæll Jón.
Þakka þér fyrir þennan pistil. Sá veruleiki sem kristið fólk býr við í Bretlandi og hefur gert um langa hríð er ef til vill ekki langt undan hér á Íslandi. Frægt er þegar starfsmaður British Airways var rekinn fyrir að bera kross um háls við vinnu. Sá fór með mál sitt fyrir dómstóla og tapaði. Þó nokkur ár eru síðan það var.
Kristið fólk verður að gera sér grein fyrir því hvernig samfélagið er vaxið og standa vörð um trú sína af festu og einurð. Og eins og þú segir lýsir fátt betur þessum veruleika en málflutningur og viðbrögð vantrúarliða á borð við þá sem hér hafa brugðist við orðum þínum.
Reyndar eru þeir ekki jafn stórt áhyggjuefni og fólk vill vera láta. Margir hafa bent á að ofstopinn og óskynseminn sem fólgin er í málflutningi manna á borð við R. Dawkins komi guðleysi verra en guðstrú. Það er satt og er þá ekki fast að orði kveðið að mínu mati.
Nei, sinnuleysi og andvaraleysi þeirra sem telja sig til kristinnar trúar er meira áhyggjuefni.
Með góðum kveðjum til þín Jón.
Gunnar Jóhannesson, 27.4.2011 kl. 00:02
Ég held að Chris heiti örugglega Patten, ekki Pattern, nafni minn.
Les svo þennan áhugaverða pistil þinn bráðlega.
Jón Valur Jensson, 27.4.2011 kl. 01:34
Þakka þér fyrir Gunnar. Það er alveg rétt að sinnuleysi og andvaraleysi kristins fólks er mikið áhyggjuefni. Fólk virðist taka þessu öllu sem gefnu og uggir ekki að sér.
Jón Magnússon, 28.4.2011 kl. 17:12
Það er hárrétt hjá þér Jón Valur hann er Patten
Jón Magnússon, 28.4.2011 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.