Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn og persónunjósnir

Rakið hefur verið í fjölmiðlum að ástandið nú er svipað  og fyrir hálfri öld hvað varðar kaup á erlendum gjaldeyri. Hitt vita  fáir að núverandi haftakerfi í gjaldmiðilsmálum fylgja víðtækari persónunjósnir en nokkru sinni fyrr. Þær eru stundaðar í Seðlabanka Íslans.

Í Seðlabankanum eru yfirfarin öll kreditkortaviðskipti íslendinga erlendis. Tilgangurinn er nokkuð óljós.  Ætla hefði að nægjanlegt væri fyrir þessa nýju skrifræðis "Stasi"  stofnun að fá til sín þær kreditkortafærslur sem nema einhverjum fjárhæðum sem heitið getur.  Nei allt þarf að skoða.

"Stasi" fólkið í Seðlabankanum skoðar reglulega kreditkortið mitt af því að ég kaupi erlent tímarit.   

Hvað skyldi vera gert við þessar upplýsingar?  Megum við sem kaupum eitthvað smálegt erlendis frá  á netinu búast við frekari afskiptum Seðlabankans af einkahögum okkar?

Var það þetta gagnsæið sem Steingrímur og Jóhanna voru að tala um? Gagnsæi  vasa borgaranna. Á  sama tíma er Seðlabankinn sektaður fyrir að halda leyndum upplýsingum fyrir öðru stjórnvaldi, um það með hvaða hætti Seðlabankinn ruglar samkeppnina í landinu og brýtur líklega Samkeppnislög. 

Hvar er persónuvernd nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allar nauðsynlegar tæknilegar forsendur eru til staðar á nýja Íslandi fyrir 1984. Þá verður freistandi stjórnlyndu fólki að skyggnast inn í líf annarra.

Halldór Árnason (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já en það er ekki þannig þjóðfélag sem vð viljum fá er það Halldór

Jón Magnússon, 30.4.2011 kl. 16:17

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Persónuvernd er aðeins fyrir útrásarvíkinga og þá sem gáfu þeim land undir fót.

 Svo og þá í Ríkisstjórn sem vilja loka skjöl um sin mál í læstum skápum í 100 ár !

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.4.2011 kl. 17:23

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. þá gæti maður búist við því að Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn þessu á Alþingi.  En nei, þeir samþykktu þetta allir og nú síðast í júní á síðasta ári.

Gagnsæi er ekkert sérstakt áhugamál Sjálfstæðismanna heldur.

Lúðvík Júlíusson, 30.4.2011 kl. 17:35

5 identicon

Allt þetta á í grunninn rætur sínar að rekja til kennitöluvæðingar Íslands. Þar spila allir með eins og fífl og nú er svo komið að starfsfólk í fatahreinsun eða heimilistækjaverslun verður undrandi af því viðskiptavinir vilja ekki taka þátt í kennitölusöfnun fyrirtækisins.
Svei-attan...

No (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 19:03

6 identicon

Það virkaði sterkt á mig þegar við gengum saman um höfuðstöðvar Stasí í Berlín, haustið 2007 að mig minnir. Kúgun og fáránleiki, eru orð sem koma upp í hugann. Fáránleikinn var of alvarlegur til að hægt væri að hlæja að honum. Svo virðist sem ekkert í lífi annarra hafi verið Stasí óviðkomandi.  Jón, svarið er nei, en þú átt ekki að þurfa að spyrja.

Halldór Árnason (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 19:48

7 identicon

Var ekki eitthvað í fréttum um daginn um að þeir hefðu sótt um leyfi til að samkeyra þetta við innflutningspappíra frá pósti/toll?  

Karl J. (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 21:53

8 Smámynd: Jón Magnússon

Já Erla það er athyglivert að stjórnvöld skuli vilja loka og læsa á allar upplýsingar í 100 ár. Það þýðir að við fáum ekki að sjá samtímaheimildir. Upplýsingar sem eru fyrst gefnar eftir 100 ár eru sagnfræði.

Jón Magnússon, 30.4.2011 kl. 23:21

9 Smámynd: Jón Magnússon

Kemur það málinu eitthvað við Lúðvík.  Er nokkur ástæða til að rugla umræðuna um stóra bróður sem hefur augun á þér?

Jón Magnússon, 30.4.2011 kl. 23:22

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér No með kennitöluvæðinguna. Það er slæmt að við skulum hafa persónutölukerfi sem er byggt upp með þessum hætti.  Það gefur of miklar persónuupplýsingar um fólk og auðveldar þeim sem vilja að rekja sig áfram gagnvart hvaða einstaklingi sem þeir vilja.

Jón Magnússon, 30.4.2011 kl. 23:23

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er alveg sammála þér Halldór. Það virkaði sérkennilega á mig líka að koma í höfuðstöðvar Stasi í Berlín.  Að sjálfsögðu vissi ég það að svarið yrði nei hjá þér.

Jón Magnússon, 30.4.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband